Mótmælir lokun fangelsins á Akureyri og leggur til breytingar Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2020 17:48 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, harmar að sú ákvörðun hafi verið tekin að loka fangelsinu á Akureyri. Félagið hvetur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að endurskoða ákvörðunina og þá meðal annars með hliðsjón af þeim tillögum sem félagið hefur lagt til varðandi nýtingu þeirra fangarýma sem þar eru til staðar. Mögulega væri hægt að breyta fangelsinu í meðferðar- og endurhæfingardeild Fangelsismálastofnunar. Í yfirlýsingu frá Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni Afstöðu, segir að fangar hafi verið ánægðir með fangelsið og starfsfólkið á Akureyri. Fangelsismálastofnun muni missa vandað og hæft fólk úr vinnu. Þá sé ljóst að fjölskyldur fanga á Vestfjörðum og Norðurlandi muni nú þurfa að ferðast langar vegalengdir til að heimsækja fjölskyldumeðlimi í fangelsi og það sé ekki í samræmi við lög um fullnustu refsinga. Þar segir að Fangelsismálastofnun skuli taka tillit til búsetu fanga og fjölskyldu hans þegar ákvörðun um vistunarstað sé tekin. Fram hefur komið að gæsluvarðhaldsrými verði áfram til staðar á Akureyri. Í yfirlýsingunni segir að þar hljóti að þurfa fangaverði. Án fangavarða sé um fangageymslur lögreglu að ræða og í lögum segi að eingöngu sé heimilt að vista gæsluvarðhaldsfanga í skamman tíma í fangageymslum lögreglu. Ekki lengur en fjóra sólarhringa án sérstakrar ástæðu. Guðmundur vísar í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2010 þar sem fram komi að eftir að endurbótum og stækkun fangelsisins hafi lokið árið 2008 hafi orðið breyting á samsetningu fangahópsins á Akureyri. Í kjölfarið hafi fangar með fjölbreyttan og oft alvarlegan brotaferil afplánað. Ríkisendurskoðun sagði það ekki í samræmi við áherslur Fangelsismálastofnunar um að á Akureyri ætti að vista fanga sem hefðu sýnt fyrirmyndarhegðun, væru að ljúka afplánun eða hefðu framið minniháttar brot. „Afstaða og áfangaheimilið Vernd unnu sameiginlega skýrslu fyrir Fangelsismálastofnun í lok síðasta árs þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að deildaskipta Litla-Hrauni og Sogni þannig að verulegur munur yrði á deildum. Í skýrslunni var gert ráð fyrir því að fangar gætu „útskrifast“ af Litla-Hrauni og yfir á Sogn sem yrði þá meðferðar- og endurhæfingardeild. Þar yrðu lögð áhersla á að samskipti á milli fanga og fangavarða væru heimilislegri og frjálslegri heldur en í lokuðum fangelsum auk þess sem ívilnanir væru fleiri. En að sama skapi yrði þá lendingin harkaleg ef fangar brytu af sér og þyrftu að fara aftur á Litla-Hraun,“ segir í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Fangelsinu lokað og lögregluþjónum fjölgað Þannig hafi átt að gera eftirsóknarvert að nota ekki fíkniefni í fangelsum og að þeir sem noti ekki fíkniefni gætu fengið forskot á aðra. Föngum yrði leyft að taka ábyrgð á eigin afplánun og sömuleiðis nytu þeir aðstoðar við að halda sig á þeirri línu. „Að mati Afstöðu væri vert að skoða það að hverfa frá lokun fangelsisins á Akureyri og breyta því frekar í meðferðar- og endurhæfingardeild. Nýja deildin myndi þá taka við af hinum gamla meðferðargangi á Litla-Hrauni þar sem árangur hefur hvort eð er ekki verið til að hrópa húrra fyrir. Miklu meiri líkur eru á góðum árangri á sérstakri og aflokaðri meðferðardeild á Akureyri þar sem ekkert samneyti er við fanga sem eru á öðrum deildum og hafa engan áhuga á því að halda sig frá vímuefnum.“ Hægt væri að fækka starfsgildum í fangelsinu en hefja yrði náið samstarf við AA samtökin og Hjálpræðisherinn á Akureyri. Þá væri hægt að tryggja föngum nauðsynlega meðferðarþjónustu. Kostnaður við hvert fangarými gæti lækkað. „Ekki þarf að minna ráðherrann á að betrun fanga er talin þjóðhagslega hagkvæm því hún dregur úr endurkomum í fangelsi. Því má á ýmsan hátt finna fleti sem benda til þess að um hagræðingaraðgerð sé að ræða til lengri tíma auk þess sem aðgerðin myndi efla traust á fangelsismálakerfið í heild sinni en fíkniefnavandinn í fangelsunum hefur verið viðvarandi í mörg ár, án þess að gripið hafi verið til nokkurra raunhæfra aðgerða. Hér sér Afstaða tækifæri til að koma meðferðarmálum fanga í betra horf og er félagið þess fullvisst að það muni bera gríðarlegan árangur.“ Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, harmar ákvörðun Áslaugar Örnu...Posted by Afstaða on Tuesday, 8 September 2020 Fangelsismál Akureyri Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, harmar að sú ákvörðun hafi verið tekin að loka fangelsinu á Akureyri. Félagið hvetur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að endurskoða ákvörðunina og þá meðal annars með hliðsjón af þeim tillögum sem félagið hefur lagt til varðandi nýtingu þeirra fangarýma sem þar eru til staðar. Mögulega væri hægt að breyta fangelsinu í meðferðar- og endurhæfingardeild Fangelsismálastofnunar. Í yfirlýsingu frá Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni Afstöðu, segir að fangar hafi verið ánægðir með fangelsið og starfsfólkið á Akureyri. Fangelsismálastofnun muni missa vandað og hæft fólk úr vinnu. Þá sé ljóst að fjölskyldur fanga á Vestfjörðum og Norðurlandi muni nú þurfa að ferðast langar vegalengdir til að heimsækja fjölskyldumeðlimi í fangelsi og það sé ekki í samræmi við lög um fullnustu refsinga. Þar segir að Fangelsismálastofnun skuli taka tillit til búsetu fanga og fjölskyldu hans þegar ákvörðun um vistunarstað sé tekin. Fram hefur komið að gæsluvarðhaldsrými verði áfram til staðar á Akureyri. Í yfirlýsingunni segir að þar hljóti að þurfa fangaverði. Án fangavarða sé um fangageymslur lögreglu að ræða og í lögum segi að eingöngu sé heimilt að vista gæsluvarðhaldsfanga í skamman tíma í fangageymslum lögreglu. Ekki lengur en fjóra sólarhringa án sérstakrar ástæðu. Guðmundur vísar í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2010 þar sem fram komi að eftir að endurbótum og stækkun fangelsisins hafi lokið árið 2008 hafi orðið breyting á samsetningu fangahópsins á Akureyri. Í kjölfarið hafi fangar með fjölbreyttan og oft alvarlegan brotaferil afplánað. Ríkisendurskoðun sagði það ekki í samræmi við áherslur Fangelsismálastofnunar um að á Akureyri ætti að vista fanga sem hefðu sýnt fyrirmyndarhegðun, væru að ljúka afplánun eða hefðu framið minniháttar brot. „Afstaða og áfangaheimilið Vernd unnu sameiginlega skýrslu fyrir Fangelsismálastofnun í lok síðasta árs þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að deildaskipta Litla-Hrauni og Sogni þannig að verulegur munur yrði á deildum. Í skýrslunni var gert ráð fyrir því að fangar gætu „útskrifast“ af Litla-Hrauni og yfir á Sogn sem yrði þá meðferðar- og endurhæfingardeild. Þar yrðu lögð áhersla á að samskipti á milli fanga og fangavarða væru heimilislegri og frjálslegri heldur en í lokuðum fangelsum auk þess sem ívilnanir væru fleiri. En að sama skapi yrði þá lendingin harkaleg ef fangar brytu af sér og þyrftu að fara aftur á Litla-Hraun,“ segir í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Fangelsinu lokað og lögregluþjónum fjölgað Þannig hafi átt að gera eftirsóknarvert að nota ekki fíkniefni í fangelsum og að þeir sem noti ekki fíkniefni gætu fengið forskot á aðra. Föngum yrði leyft að taka ábyrgð á eigin afplánun og sömuleiðis nytu þeir aðstoðar við að halda sig á þeirri línu. „Að mati Afstöðu væri vert að skoða það að hverfa frá lokun fangelsisins á Akureyri og breyta því frekar í meðferðar- og endurhæfingardeild. Nýja deildin myndi þá taka við af hinum gamla meðferðargangi á Litla-Hrauni þar sem árangur hefur hvort eð er ekki verið til að hrópa húrra fyrir. Miklu meiri líkur eru á góðum árangri á sérstakri og aflokaðri meðferðardeild á Akureyri þar sem ekkert samneyti er við fanga sem eru á öðrum deildum og hafa engan áhuga á því að halda sig frá vímuefnum.“ Hægt væri að fækka starfsgildum í fangelsinu en hefja yrði náið samstarf við AA samtökin og Hjálpræðisherinn á Akureyri. Þá væri hægt að tryggja föngum nauðsynlega meðferðarþjónustu. Kostnaður við hvert fangarými gæti lækkað. „Ekki þarf að minna ráðherrann á að betrun fanga er talin þjóðhagslega hagkvæm því hún dregur úr endurkomum í fangelsi. Því má á ýmsan hátt finna fleti sem benda til þess að um hagræðingaraðgerð sé að ræða til lengri tíma auk þess sem aðgerðin myndi efla traust á fangelsismálakerfið í heild sinni en fíkniefnavandinn í fangelsunum hefur verið viðvarandi í mörg ár, án þess að gripið hafi verið til nokkurra raunhæfra aðgerða. Hér sér Afstaða tækifæri til að koma meðferðarmálum fanga í betra horf og er félagið þess fullvisst að það muni bera gríðarlegan árangur.“ Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, harmar ákvörðun Áslaugar Örnu...Posted by Afstaða on Tuesday, 8 September 2020
Fangelsismál Akureyri Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira