Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2020 22:20 Chad Wolf, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. Embættismaðurinn, Brian Murphy, hefur lagt fram formlega kvörtun vegna málsins. Murphy sem var yfir greiningu á leynilegum upplýsingum hjá ráðuneytinu, segir að Chad Wolf, heimavarnaráðherra, hafi þann 8. júlí sagt sér að sitja á upplýsingum um áróður Rússa varðandi forsetakosningarnar 2020, því það léti Trump líta illa út. Murphy hafði meðal annars sent Alríkislögreglu Bandaríkjanna og öðrum löggæsluembættum umræddar upplýsingar. Trump hefur lengi talað um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum sem „gabb“ og að tilgangur þess sé að grafa undan sigri hans í forsetakosningunum 2016. Rússar hafa beitt áróðri og öðrum aðferðum til stuðnings Trump og þá bæði í kosningunum 2016 og í kosningabaráttunni sem stendur nú yfir. Samkvæmt kvörtun Murphy, mótmælti hann skipun Wolf og sagði óviðeigandi að sitja á upplýsingum sem þessum af pólitískum ástæðum. Murphy segir einnig frá því að Wolf hafi tveimur mánuðum áður skipað honum að leggja meiri áherslu á kosningaafskipti frá Kína og Íran. Það væri skipun frá Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Murphy sagðist ekki ætla að hlýða þeirri skipun. Kvörtun Murphy er nú til skoðunar hjá innri rannsakenda Heimavarnaráðuneytisins. Adam Schiff, formaður Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að á málið verið einnig rannsakað á þeim vettvangi. Ásakanir Murphy varpi ljósi á hegðun sem ógni öryggi Bandaríkjanna. Murphy hefur verið boðaður á fund nefndarinnar seinna í mánuðinum. We ve received a whistleblower complaint alleging DHS suppressed intel reports on Russian election interference, altered intel to match false Trump claims and made false statements to Congress.This puts our national security at risk. We will investigate:https://t.co/Z7npo3P6zv— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) September 9, 2020 Embætti yfirmanns leyniþjónustumála í Bandaríkjunum gaf í síðasta mánuði út tilkynningu um að Rússland, Kína og Íran væru að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Sú yfirlýsing var harðlega gagnrýnd af Demókrötum sem sögðu ríkisstjórn Trump vera að reyna að setja ríkin þrjú á sama stall varðandi kosningaafskipti. Hið rétta væri að afskipti Rússa væru umfangsmeiri og þeim væri einnig ætlað að styðja Trump. AP fréttaveitan segir að Murphy haldi því einnig fram að yfirmaður sinn hafi skipað honum að breyta skýrslu sem fjallaði um hættuna af þjóðernissinnum og nýnasistum í Bandaríkjunum. Honum var sagt að gera meira úr hættunni frá hópum vinstri sinnaðra aðila og endurspegla orðræðu úr Hvíta húsinu um slíka hópa. Murphy segist einnig hafa neitað því og í kjölfarið hafi honum verið vikið úr starfshópnum sem kom að gerð skýrslunnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. Embættismaðurinn, Brian Murphy, hefur lagt fram formlega kvörtun vegna málsins. Murphy sem var yfir greiningu á leynilegum upplýsingum hjá ráðuneytinu, segir að Chad Wolf, heimavarnaráðherra, hafi þann 8. júlí sagt sér að sitja á upplýsingum um áróður Rússa varðandi forsetakosningarnar 2020, því það léti Trump líta illa út. Murphy hafði meðal annars sent Alríkislögreglu Bandaríkjanna og öðrum löggæsluembættum umræddar upplýsingar. Trump hefur lengi talað um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum sem „gabb“ og að tilgangur þess sé að grafa undan sigri hans í forsetakosningunum 2016. Rússar hafa beitt áróðri og öðrum aðferðum til stuðnings Trump og þá bæði í kosningunum 2016 og í kosningabaráttunni sem stendur nú yfir. Samkvæmt kvörtun Murphy, mótmælti hann skipun Wolf og sagði óviðeigandi að sitja á upplýsingum sem þessum af pólitískum ástæðum. Murphy segir einnig frá því að Wolf hafi tveimur mánuðum áður skipað honum að leggja meiri áherslu á kosningaafskipti frá Kína og Íran. Það væri skipun frá Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Murphy sagðist ekki ætla að hlýða þeirri skipun. Kvörtun Murphy er nú til skoðunar hjá innri rannsakenda Heimavarnaráðuneytisins. Adam Schiff, formaður Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að á málið verið einnig rannsakað á þeim vettvangi. Ásakanir Murphy varpi ljósi á hegðun sem ógni öryggi Bandaríkjanna. Murphy hefur verið boðaður á fund nefndarinnar seinna í mánuðinum. We ve received a whistleblower complaint alleging DHS suppressed intel reports on Russian election interference, altered intel to match false Trump claims and made false statements to Congress.This puts our national security at risk. We will investigate:https://t.co/Z7npo3P6zv— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) September 9, 2020 Embætti yfirmanns leyniþjónustumála í Bandaríkjunum gaf í síðasta mánuði út tilkynningu um að Rússland, Kína og Íran væru að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Sú yfirlýsing var harðlega gagnrýnd af Demókrötum sem sögðu ríkisstjórn Trump vera að reyna að setja ríkin þrjú á sama stall varðandi kosningaafskipti. Hið rétta væri að afskipti Rússa væru umfangsmeiri og þeim væri einnig ætlað að styðja Trump. AP fréttaveitan segir að Murphy haldi því einnig fram að yfirmaður sinn hafi skipað honum að breyta skýrslu sem fjallaði um hættuna af þjóðernissinnum og nýnasistum í Bandaríkjunum. Honum var sagt að gera meira úr hættunni frá hópum vinstri sinnaðra aðila og endurspegla orðræðu úr Hvíta húsinu um slíka hópa. Murphy segist einnig hafa neitað því og í kjölfarið hafi honum verið vikið úr starfshópnum sem kom að gerð skýrslunnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira