Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2020 22:30 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. AP/Patrick Semansky Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. Fyrirtækið heitir SKDKnickerbocker og á í nánu samstarfi við framboð Biden og aðra Demókrata og hefur komið að minnst sex forsetaframboðum. Tölvuþrjótarnir rússnesku eru sagðir hafa reynt að brjóta sér leið inn í tölvukerfi fyrirtækisins í tvo mánuði. Þetta kemur fram í frétt Reuters fréttaveitunnar sem hefur heimildir fyrir því að tölvuþrjótunum hafi ekki tekist ætlunarverk sitt. Stjórnvöld Rússlands hafa stutt framboð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, með áróðri og öðrum aðferðum. Tom Burt, aðstoðarforstjóri Microsoft, segir í bloggfærslu að tölvuþrjótar hafi beint árásum sínum að 6.912 manns sem starfi hjá 28 stjórnmálastofnunum, fyrirtækjum og samtökum. Engin árás virðist þó hafa heppnast hingað til. In recent weeks, we ve detected nation-state cyberattacks targeting people & organizations involved in the upcoming U.S. election. At Microsoft, we have & will continue to take action to help defend our democracy against these attacks. More in my blog: https://t.co/SdpkfCv6lL— Tom Burt (@TomBurt45) September 10, 2020 Eins og frægt er laumuðu sömu rússneskir tölvuþrjótar sér inn í tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Tölvupóstar landsnefndarinnar voru í kjölfarið birtir af Wikileaks. Afskipti yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningum í Bandaríkjunum eiga sér að miklu leyti stað á samfélagsmiðlum en nýverið komst upp um rússneska útsendara sem stofnuðu gervifréttasíðu til að ná til vinstri sinnaðra kjósenda. Ritstjórar síðunnar voru ekki raunverulegir en raunverulegar manneskjur voru fengnar til að skrifa fyrir síðuna, undir fölskum forsendum. Þar voru starfsmenn rússnesku Netrannsóknastofnunina, eða Internet Research Agency. Það er rússneskt fyrirtæki sem meðal annars gerir einnig út tilbúin nettröll á samfélagsmiðlum og dreifir falsfréttum. Þessu lýstu starfsmenn IRA sem „upplýsingahernaði“ fyrir kosningarnar 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag að úkraínski þingmaðurinn Andriy Derkach hefði verið settur á lista yfir aðila sem koma að kosningaafskiptum Rússa. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að Derkach hafi verið „útsendari“ Rússa í rúman áratug. Þrír starfsmenn IRA voru einnig settir á listann. Derkach rataði í fréttir vestanhafs í fyrra þegar hann hitti Rudy Giuliani, einkalögmann Trump. Þá lét þingmaðurinn Giuliani fá upplýsingar sem áttu að koma niður á Joe Biden. Þær upplýsingar sem Giuliani fékk hafa ekki reynst á rökum reistar. Here is President Trump's personal lawyer getting disinformation from a guy the Treasury Department calls "an active Russian agent." https://t.co/dkCrY4RSBi pic.twitter.com/rbX7EmAim5— Dan Friedman (@dfriedman33) September 10, 2020 Embættismenn í Bandaríkjunum hafa staðfest að afskiptum Rússa af kosningunum í nóvember sé ætlað að styðja Trump. Ríkisstjórn Trump hefur þó sömuleiðis haldið því fram að yfirvöld í Kína og Íran séu einnig að reyna að hafa afskipti af kosningunum og þau ríki styðji Biden. New York Times segir að starfsmenn Microsoft hafi einnig orðið varir við tölvuþrjóta frá Kína og Íran. Kínverjar eru þó sagðir beita sér meira gegn Demókrötum en Repúblikönum, sem er þvert á það sem Trump-liðar hafa haldið fram. Íranir hafa reynt árásir á tölvukerfi landsnefndar Repúblikana en án árangurs. Háttsetur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna kvartaði nýverið yfir því að honum hafi verið skipað að hætta að dreifa upplýsingum um kosningaafskipti Rússa, því það léti Trump líta illa út. Repúblikanar á öldungadeild Bandaríkjaþings eru að rannsaka Demókrata og Úkraínu. Demókratar segja þá vera að ýta undir áróður og samsæriskenningar frá Rússlandi. Demókratar hafa meðal annars sakað Repúblikana um að byggja rannsóknir sýnar á gögnum frá Derkach. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Donald Trump Tölvuárásir Tengdar fréttir Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52 Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. Fyrirtækið heitir SKDKnickerbocker og á í nánu samstarfi við framboð Biden og aðra Demókrata og hefur komið að minnst sex forsetaframboðum. Tölvuþrjótarnir rússnesku eru sagðir hafa reynt að brjóta sér leið inn í tölvukerfi fyrirtækisins í tvo mánuði. Þetta kemur fram í frétt Reuters fréttaveitunnar sem hefur heimildir fyrir því að tölvuþrjótunum hafi ekki tekist ætlunarverk sitt. Stjórnvöld Rússlands hafa stutt framboð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, með áróðri og öðrum aðferðum. Tom Burt, aðstoðarforstjóri Microsoft, segir í bloggfærslu að tölvuþrjótar hafi beint árásum sínum að 6.912 manns sem starfi hjá 28 stjórnmálastofnunum, fyrirtækjum og samtökum. Engin árás virðist þó hafa heppnast hingað til. In recent weeks, we ve detected nation-state cyberattacks targeting people & organizations involved in the upcoming U.S. election. At Microsoft, we have & will continue to take action to help defend our democracy against these attacks. More in my blog: https://t.co/SdpkfCv6lL— Tom Burt (@TomBurt45) September 10, 2020 Eins og frægt er laumuðu sömu rússneskir tölvuþrjótar sér inn í tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Tölvupóstar landsnefndarinnar voru í kjölfarið birtir af Wikileaks. Afskipti yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningum í Bandaríkjunum eiga sér að miklu leyti stað á samfélagsmiðlum en nýverið komst upp um rússneska útsendara sem stofnuðu gervifréttasíðu til að ná til vinstri sinnaðra kjósenda. Ritstjórar síðunnar voru ekki raunverulegir en raunverulegar manneskjur voru fengnar til að skrifa fyrir síðuna, undir fölskum forsendum. Þar voru starfsmenn rússnesku Netrannsóknastofnunina, eða Internet Research Agency. Það er rússneskt fyrirtæki sem meðal annars gerir einnig út tilbúin nettröll á samfélagsmiðlum og dreifir falsfréttum. Þessu lýstu starfsmenn IRA sem „upplýsingahernaði“ fyrir kosningarnar 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag að úkraínski þingmaðurinn Andriy Derkach hefði verið settur á lista yfir aðila sem koma að kosningaafskiptum Rússa. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að Derkach hafi verið „útsendari“ Rússa í rúman áratug. Þrír starfsmenn IRA voru einnig settir á listann. Derkach rataði í fréttir vestanhafs í fyrra þegar hann hitti Rudy Giuliani, einkalögmann Trump. Þá lét þingmaðurinn Giuliani fá upplýsingar sem áttu að koma niður á Joe Biden. Þær upplýsingar sem Giuliani fékk hafa ekki reynst á rökum reistar. Here is President Trump's personal lawyer getting disinformation from a guy the Treasury Department calls "an active Russian agent." https://t.co/dkCrY4RSBi pic.twitter.com/rbX7EmAim5— Dan Friedman (@dfriedman33) September 10, 2020 Embættismenn í Bandaríkjunum hafa staðfest að afskiptum Rússa af kosningunum í nóvember sé ætlað að styðja Trump. Ríkisstjórn Trump hefur þó sömuleiðis haldið því fram að yfirvöld í Kína og Íran séu einnig að reyna að hafa afskipti af kosningunum og þau ríki styðji Biden. New York Times segir að starfsmenn Microsoft hafi einnig orðið varir við tölvuþrjóta frá Kína og Íran. Kínverjar eru þó sagðir beita sér meira gegn Demókrötum en Repúblikönum, sem er þvert á það sem Trump-liðar hafa haldið fram. Íranir hafa reynt árásir á tölvukerfi landsnefndar Repúblikana en án árangurs. Háttsetur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna kvartaði nýverið yfir því að honum hafi verið skipað að hætta að dreifa upplýsingum um kosningaafskipti Rússa, því það léti Trump líta illa út. Repúblikanar á öldungadeild Bandaríkjaþings eru að rannsaka Demókrata og Úkraínu. Demókratar segja þá vera að ýta undir áróður og samsæriskenningar frá Rússlandi. Demókratar hafa meðal annars sakað Repúblikana um að byggja rannsóknir sýnar á gögnum frá Derkach.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Donald Trump Tölvuárásir Tengdar fréttir Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52 Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52
Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25
Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05
Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22