Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2020 21:45 Rúnar er mjög ánægður með að vera kominn í undanúrslit Mjólkurbikarsins. vísir/skjáskot Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. „Mér líður vel, það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og sérstaklega því þetta er í bikar. Eru komnir lengra en í fyrra og hitt í fyrra svo ég er ánægður með það,“ sagði Rúnar glaður í bragði að leik loknum. „Við spiluðum hann einfalt en mjög vel. Vörðumst ofboðslega vel. Blikar eru mjög góðir, spila frábæran fótbolta og það er mjög erfitt að verjast þeim. Besta liðið á landinu þegar þeir geta verið með boltann og fært hann hratt. Við vorum að reyna loka svæðum ásamt því að nýta skyndisóknir og föst leikatriði. Spiluðum bara einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Aðspurður hvort hann ætti þá við að Blikar væru ef til vill að spila of flókið þá þvertók Rúnar fyrir það. „Nei ég er ekki að meina það. Þeir eru frábærir í því sem þeir eru að gera. Við vissum að við þyrftum að berjast, hlaupa og hafa fyrir hlutunum. Baráttan skilaði þessum sigri.“ „Ofboðslega ánægður fyrir hönd Ægis. Hann hefur verið hjá okkur í tvö ár og fengið einhver tækifæri en ekki alltaf heppnast hjá honum. Hann tók sénsinn í dag, spilaði frábærlega. Hann er búinn að sýna okkur þetta lengi vel á æfingum en við höfum þurft að fá að sjá þetta í leik líka, það er ekki nóg að vera góður á æfingum. Rosa margir geggjaðir á æfingum en eiga erfiðara með að spila á stórum velli, það er tvennt ólíkt. Ægir sýndi okkur hvað í honum býr og skoraði tvö frábær mörk í kvöld,“ sagði Rúnar um frammistöðu Ægis Jarls Jónassonar í kvöld. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í sumar og hann svaraði með tveimur mörkum ásamt því að hlaupa eins og enginn sé morgundagurinn. „Við lentum í smá erfiðleikum í nokkrum leikjum en það er alltaf viðbúið að það geti gerst. Þurfum að vera sterkir í hausnum og vinna okkur út úr því Erum búnir að gera það og það sýnir sig á leik okkar í dag og gegn Akranesi fyrir tveimur vikum eða svo. Þegar við erum að berjast og hlaupa fyrir hvern annan erum við mjög góðir. Við sýndum fína takta hér í dag og gerðum fín mörk en það þurfti að hafa fyrir því. Það þurfti að vinna og berjast. Það er ekki alltaf hægt að vera með boltann og spila flott, þú þarft að skora, búa til færi og verja markið þitt. Við gátum gert allt þetta í dag en við höfum ekki alltaf gert það í sumar,“ sagði Rúnar um umræðu þess efnis að KR hefði verið í „krísu“ fyrir nokkrum vikum síðar. Að lokum var Rúnar spurður út í óskamótherja í undanúrslitum en hann svaraði því nokkuð óljóst. Eins og líklega allir vill hann eflaust bara heimaleik. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. „Mér líður vel, það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og sérstaklega því þetta er í bikar. Eru komnir lengra en í fyrra og hitt í fyrra svo ég er ánægður með það,“ sagði Rúnar glaður í bragði að leik loknum. „Við spiluðum hann einfalt en mjög vel. Vörðumst ofboðslega vel. Blikar eru mjög góðir, spila frábæran fótbolta og það er mjög erfitt að verjast þeim. Besta liðið á landinu þegar þeir geta verið með boltann og fært hann hratt. Við vorum að reyna loka svæðum ásamt því að nýta skyndisóknir og föst leikatriði. Spiluðum bara einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Aðspurður hvort hann ætti þá við að Blikar væru ef til vill að spila of flókið þá þvertók Rúnar fyrir það. „Nei ég er ekki að meina það. Þeir eru frábærir í því sem þeir eru að gera. Við vissum að við þyrftum að berjast, hlaupa og hafa fyrir hlutunum. Baráttan skilaði þessum sigri.“ „Ofboðslega ánægður fyrir hönd Ægis. Hann hefur verið hjá okkur í tvö ár og fengið einhver tækifæri en ekki alltaf heppnast hjá honum. Hann tók sénsinn í dag, spilaði frábærlega. Hann er búinn að sýna okkur þetta lengi vel á æfingum en við höfum þurft að fá að sjá þetta í leik líka, það er ekki nóg að vera góður á æfingum. Rosa margir geggjaðir á æfingum en eiga erfiðara með að spila á stórum velli, það er tvennt ólíkt. Ægir sýndi okkur hvað í honum býr og skoraði tvö frábær mörk í kvöld,“ sagði Rúnar um frammistöðu Ægis Jarls Jónassonar í kvöld. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í sumar og hann svaraði með tveimur mörkum ásamt því að hlaupa eins og enginn sé morgundagurinn. „Við lentum í smá erfiðleikum í nokkrum leikjum en það er alltaf viðbúið að það geti gerst. Þurfum að vera sterkir í hausnum og vinna okkur út úr því Erum búnir að gera það og það sýnir sig á leik okkar í dag og gegn Akranesi fyrir tveimur vikum eða svo. Þegar við erum að berjast og hlaupa fyrir hvern annan erum við mjög góðir. Við sýndum fína takta hér í dag og gerðum fín mörk en það þurfti að hafa fyrir því. Það þurfti að vinna og berjast. Það er ekki alltaf hægt að vera með boltann og spila flott, þú þarft að skora, búa til færi og verja markið þitt. Við gátum gert allt þetta í dag en við höfum ekki alltaf gert það í sumar,“ sagði Rúnar um umræðu þess efnis að KR hefði verið í „krísu“ fyrir nokkrum vikum síðar. Að lokum var Rúnar spurður út í óskamótherja í undanúrslitum en hann svaraði því nokkuð óljóst. Eins og líklega allir vill hann eflaust bara heimaleik.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30