Vilja íbúakosningu fyrir endanlega afgreiðslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2020 12:05 Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Mynd/Akureyrarbær Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að auglýsa aðalskipulagsbreytingu fyrir hluta Oddeyrar þar sem hugmyndir eru uppi um að byggja 100-150 íbúðir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vilja halda íbúakosningu um málið áður en það verður endanlega afgreitt, síðar meir í skipulagsferlinu. Fjallað hefur verið um málið ítarlega í fjölmiðlum frá því að fyrstu hugmyndir um uppbyggingu litu dagsins ljós. Þær gerðu ráð fyrir hærri byggingum en nú er ráðgert, en skipulagsráð bæjarins hefur lagt til að nýjar byggingar á reitnum verði ekki hærri en 25 metrar yfir sjávarmáli, allt að sex til átta hæðir eftir útfærslu, í stað fimm til ellefu samkvæmt fyrstu hugmyndum. Umræddur reitur afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri sem nú er að mestu athafnasvæði, fyrir utan eina einbýlishúsalóð. Umræðuna um málið á fundi bæjarstjórnar í gær má sjá hér að neðan. Umræðan hefst þegar um átta mínútur eru liðnar. Bæjarstjórn tók málið fyrir á fundi sínum í gær þar sem tillagan var samþykkt með níu atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa VG. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu tillöguna en létu einnig bóka að aðalskipulagsbreytingin verði ekki afgreitt nema að undangenginni íbúakosningu. Telja málið henta vel í íbúakosningu Í samtali við Vísi segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, að málið sé að mörgu leyti tilvalið í íbúakosningu, það sé ágæt leið til að fá fram hver vilji bæjarbúa sé varðandi framtíð þessa svæðis. „Við vitum í rauninni ekkert um það þótt að það sé komnir 1.900 til 2.000 manns á einhvern Facebook-lista hver raunverulegur vilji bæjarbúa er. Þannig að við teljum að þetta sé ágætis mál í íbúakosningu,“ segir Gunnar og vísar þar í Facebook-hóp sem spratt upp síðastliðið föstudagskvöld þar sem þeim hugmyndum sem liggja til grundvallar fyrirhugaðri uppbyggingu er mótmælt. „Hvaða hugmyndir hefur fólk um það hvernig Eyrin á að líta út til framtíðar? Vilja menn hafa þarna lágreista byggð heilt yfir eða má þetta fara eitthvað hærra?,“ segir Gunnar að auki. Hvar er málið statt? Sem fyrr segir stendur skipulagsvinnan nú yfir. Drög að breytingum voru fyrst kynntar í vor og eftir að fjölmargar athugasemdir bárust var afgreiðslu málsins frestað í sumar. Eftir viðræður við fulltrúa hverfisnefndar Oddeyrar, eigendur mannvirkja á svæðinu og þróunaraðila, sem er verktakafyrirtækið SS Byggir, samþykkti skipulagsráð að leggja til við bæjarstjórn að tillagan yrði auglýst í samræmi við skipulagslög. Ýmissa grasa kennir á reitnum, meðal annars þetta geymslusvæði.Vísir/Tryggvi Páll Eftir að bæjarstjórn samþykkti tillögun verður hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar. Geri stofnunin ekki athugasemd við tillöguna verður hún auglýst í sex vikur. Þá gefst hagsmunaðilum, stofnunum og öðrum tækifæri til þess að gera athugasemdir við tillöguna. Að því loknu verður tillagan tekin til umfjöllunar í skipulagsráði og bæjarstjórn, auk þess sem að afstaða verður tekin til hugsanlegra breytinga á tillögunni og athugasemda. Þá fá þeir sem sendu inn athugasemdir umsagnir um athugasemdirnar frá skipulagsyfirvöldum. Umrætt skipulagsferli sem nú er í gangi má sjá hér fyrir neðan en eftir að bæjarstjórn samþykkti að auglýsa tillöguna er skipulagsferlið nú í þrepi fjögur, sem er rauðmerkt. Ferli vegna breytingar á aðalskipulagi.Skipulagsstofnun Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Mótmæla áformum um háhýsi á Oddeyrinni Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1,7 þúsund manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. 14. september 2020 15:36 Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að auglýsa aðalskipulagsbreytingu fyrir hluta Oddeyrar þar sem hugmyndir eru uppi um að byggja 100-150 íbúðir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vilja halda íbúakosningu um málið áður en það verður endanlega afgreitt, síðar meir í skipulagsferlinu. Fjallað hefur verið um málið ítarlega í fjölmiðlum frá því að fyrstu hugmyndir um uppbyggingu litu dagsins ljós. Þær gerðu ráð fyrir hærri byggingum en nú er ráðgert, en skipulagsráð bæjarins hefur lagt til að nýjar byggingar á reitnum verði ekki hærri en 25 metrar yfir sjávarmáli, allt að sex til átta hæðir eftir útfærslu, í stað fimm til ellefu samkvæmt fyrstu hugmyndum. Umræddur reitur afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri sem nú er að mestu athafnasvæði, fyrir utan eina einbýlishúsalóð. Umræðuna um málið á fundi bæjarstjórnar í gær má sjá hér að neðan. Umræðan hefst þegar um átta mínútur eru liðnar. Bæjarstjórn tók málið fyrir á fundi sínum í gær þar sem tillagan var samþykkt með níu atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa VG. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu tillöguna en létu einnig bóka að aðalskipulagsbreytingin verði ekki afgreitt nema að undangenginni íbúakosningu. Telja málið henta vel í íbúakosningu Í samtali við Vísi segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, að málið sé að mörgu leyti tilvalið í íbúakosningu, það sé ágæt leið til að fá fram hver vilji bæjarbúa sé varðandi framtíð þessa svæðis. „Við vitum í rauninni ekkert um það þótt að það sé komnir 1.900 til 2.000 manns á einhvern Facebook-lista hver raunverulegur vilji bæjarbúa er. Þannig að við teljum að þetta sé ágætis mál í íbúakosningu,“ segir Gunnar og vísar þar í Facebook-hóp sem spratt upp síðastliðið föstudagskvöld þar sem þeim hugmyndum sem liggja til grundvallar fyrirhugaðri uppbyggingu er mótmælt. „Hvaða hugmyndir hefur fólk um það hvernig Eyrin á að líta út til framtíðar? Vilja menn hafa þarna lágreista byggð heilt yfir eða má þetta fara eitthvað hærra?,“ segir Gunnar að auki. Hvar er málið statt? Sem fyrr segir stendur skipulagsvinnan nú yfir. Drög að breytingum voru fyrst kynntar í vor og eftir að fjölmargar athugasemdir bárust var afgreiðslu málsins frestað í sumar. Eftir viðræður við fulltrúa hverfisnefndar Oddeyrar, eigendur mannvirkja á svæðinu og þróunaraðila, sem er verktakafyrirtækið SS Byggir, samþykkti skipulagsráð að leggja til við bæjarstjórn að tillagan yrði auglýst í samræmi við skipulagslög. Ýmissa grasa kennir á reitnum, meðal annars þetta geymslusvæði.Vísir/Tryggvi Páll Eftir að bæjarstjórn samþykkti tillögun verður hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar. Geri stofnunin ekki athugasemd við tillöguna verður hún auglýst í sex vikur. Þá gefst hagsmunaðilum, stofnunum og öðrum tækifæri til þess að gera athugasemdir við tillöguna. Að því loknu verður tillagan tekin til umfjöllunar í skipulagsráði og bæjarstjórn, auk þess sem að afstaða verður tekin til hugsanlegra breytinga á tillögunni og athugasemda. Þá fá þeir sem sendu inn athugasemdir umsagnir um athugasemdirnar frá skipulagsyfirvöldum. Umrætt skipulagsferli sem nú er í gangi má sjá hér fyrir neðan en eftir að bæjarstjórn samþykkti að auglýsa tillöguna er skipulagsferlið nú í þrepi fjögur, sem er rauðmerkt. Ferli vegna breytingar á aðalskipulagi.Skipulagsstofnun
Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Mótmæla áformum um háhýsi á Oddeyrinni Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1,7 þúsund manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. 14. september 2020 15:36 Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira
Mótmæla áformum um háhýsi á Oddeyrinni Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1,7 þúsund manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. 14. september 2020 15:36
Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47