KR stöðvaði sigurgöngu Dusty Bjarni Bjarnason skrifar 13. október 2020 22:17 Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Stórleikur kvöldsins var leikur Dusty og KR. En Dusty voru á heimavelli og var kortið Mirage spilað. KR-ingar mættu eldheitir til leiks og skelltu stórmeisturunum heldur hressilega. Liðsmenn Dusty hófu leikinn í sókn (terrorist) og féll fyrsta lotan þeim í vil. Strax í annarri lotu sóttu þeir á svæði B en lentu á 7homsen (Thomas Thomsen) sem skellti á puttana á þeim og stal KR lotunni. Setti þetta lið Dusty á hælana og fylgdu KR-ingar því vel eftir. Með ofvirkan (Ólafur Barði Guðmundsson) heitan á vappanum (sniper – awp) og 7homsen (Thomas Thomsen) klettstöðugan á sprengjusvæði B var vörn KR-inga skotheld. Dusty fengu engan slaka frá KR-ingum sem með vel tímasettri pressu sóttu upplýsingar um sóknaráform Dusty ótrúlega vel. Með þær upplýsingar í farteskinu tókst KR ítrekað að stilla upp vörninni fullkomlega til að taka á móti sóknum Dusty. En er fyrri leikhluti leið undir lok færðist aukin festa í sóknarleik Dusty. Með vönduðum fléttum tókst þeim að sækja lotur sem þeir þó þurftu að hafa gífurlega fyrir. Staðan í hálfleik KR 9 – 6 Dusty KR-ingar með sigurbragðið á vörunum byrjuðu seinni hálfleik kröftuglega. Lotu eftir lotu spiluðu þeir sem fimm fingur á sömu hendinni. Sóknarflétturnar voru vel framkvæmdar og hver og einn leikmaður sinnti sínu hlutverki. Þegar pressa myndaðist og Dusty gerðu sig líklega til að koma sér aftur inn í leikinn var alltaf KR-ingur sem steig upp. Skilaði frábært samspil KR-inga þeim sigri sem þeir áttu vel skilið. Lokastaðan KR 16 – 7 Dusty Dusty KR Vodafone-deildin Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Stórleikur kvöldsins var leikur Dusty og KR. En Dusty voru á heimavelli og var kortið Mirage spilað. KR-ingar mættu eldheitir til leiks og skelltu stórmeisturunum heldur hressilega. Liðsmenn Dusty hófu leikinn í sókn (terrorist) og féll fyrsta lotan þeim í vil. Strax í annarri lotu sóttu þeir á svæði B en lentu á 7homsen (Thomas Thomsen) sem skellti á puttana á þeim og stal KR lotunni. Setti þetta lið Dusty á hælana og fylgdu KR-ingar því vel eftir. Með ofvirkan (Ólafur Barði Guðmundsson) heitan á vappanum (sniper – awp) og 7homsen (Thomas Thomsen) klettstöðugan á sprengjusvæði B var vörn KR-inga skotheld. Dusty fengu engan slaka frá KR-ingum sem með vel tímasettri pressu sóttu upplýsingar um sóknaráform Dusty ótrúlega vel. Með þær upplýsingar í farteskinu tókst KR ítrekað að stilla upp vörninni fullkomlega til að taka á móti sóknum Dusty. En er fyrri leikhluti leið undir lok færðist aukin festa í sóknarleik Dusty. Með vönduðum fléttum tókst þeim að sækja lotur sem þeir þó þurftu að hafa gífurlega fyrir. Staðan í hálfleik KR 9 – 6 Dusty KR-ingar með sigurbragðið á vörunum byrjuðu seinni hálfleik kröftuglega. Lotu eftir lotu spiluðu þeir sem fimm fingur á sömu hendinni. Sóknarflétturnar voru vel framkvæmdar og hver og einn leikmaður sinnti sínu hlutverki. Þegar pressa myndaðist og Dusty gerðu sig líklega til að koma sér aftur inn í leikinn var alltaf KR-ingur sem steig upp. Skilaði frábært samspil KR-inga þeim sigri sem þeir áttu vel skilið. Lokastaðan KR 16 – 7 Dusty
Dusty KR Vodafone-deildin Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira