Biden og Trump keppa um áhorf Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 08:47 Donald Trump og Joe Biden munu koma fram á tveimur mismunandi fundum með kjósendum, á sama tíma, í nótt. AP/Patrick Semansky Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. Biden verður á ABC þar sem hann mun svara spurningum kjósenda á fundi með svokölluðu bæjarfundarsniði. Trump verður á NBC á sama tíma þar sem hann mun sömuleiðis taka við spurningum frá kjósendum. Báðar útsendingar hefjast á miðnætti í nótt. Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í nótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Þær áttu að fara fram í gegnum netið en Trump neitaði því. Samkvæmt yfirlýsingu frá NBC, sem Reuters fréttaveitan vitnar í, hafa forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar fengið vilyrði lækna við því að Trump sé ekki lengur smitandi. Forsvarsmenn NBC hafa þó verið harðlega gagnrýndir vestanhafs fyrir að skipuleggja þeirra fund á sama tíma og fundur Biden fer fram. Þar séu þeir ekki að gera kjósendum Bandaríkjanna neina greiða. Í frétt CNN segir að ákvörðunin hafi ekki fallið í krafið hjá starfsmönnum NBC News. Líkur Bidens aukast Joe Biden hefur aukið fylgi sitt töluvert á landsvísu á undanförnum dögum og vikum. Kannanir sína þó að enn sé svo gott sem jafnt á milli Bidens og Trumps í nokkrum mikilvægum ríkjum eins og Flórída, Arizona, Pennsylvaínu Wisconsin og Norður-Karólínu. Í greiningu Politico er vísað til átta mikilvægra ríkja en Biden hefur mælst með forskot í þeim öllum nema Georgíu. Í spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight segir að 87 prósenta líkur séu á því að Biden sigri í kosningunum. Þá hefur orðið mikil aukning á fjölda utankjörfundaratkvæða í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að rétt rúmur hálfur mánuður sé í kosningarnar, sem fara fram þann 3. nóvember, hafa um það bil 15 milljónir Bandaríkjamanna þegar kosið. Washington Post segir að haldi þessi þróun áfram, gæti að orðið þannig að meirihluti kjósenda verði búnir að kjósa á sjálfan kjördag. Það hafi aldrei gerst áður í sögu Bandaríkjanna. Þriðju og síðustu kappræðurnar munu að óbreyttu fara fram eftir viku. Þann 22. október. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag. 10. október 2020 07:46 Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39 Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. Biden verður á ABC þar sem hann mun svara spurningum kjósenda á fundi með svokölluðu bæjarfundarsniði. Trump verður á NBC á sama tíma þar sem hann mun sömuleiðis taka við spurningum frá kjósendum. Báðar útsendingar hefjast á miðnætti í nótt. Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í nótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Þær áttu að fara fram í gegnum netið en Trump neitaði því. Samkvæmt yfirlýsingu frá NBC, sem Reuters fréttaveitan vitnar í, hafa forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar fengið vilyrði lækna við því að Trump sé ekki lengur smitandi. Forsvarsmenn NBC hafa þó verið harðlega gagnrýndir vestanhafs fyrir að skipuleggja þeirra fund á sama tíma og fundur Biden fer fram. Þar séu þeir ekki að gera kjósendum Bandaríkjanna neina greiða. Í frétt CNN segir að ákvörðunin hafi ekki fallið í krafið hjá starfsmönnum NBC News. Líkur Bidens aukast Joe Biden hefur aukið fylgi sitt töluvert á landsvísu á undanförnum dögum og vikum. Kannanir sína þó að enn sé svo gott sem jafnt á milli Bidens og Trumps í nokkrum mikilvægum ríkjum eins og Flórída, Arizona, Pennsylvaínu Wisconsin og Norður-Karólínu. Í greiningu Politico er vísað til átta mikilvægra ríkja en Biden hefur mælst með forskot í þeim öllum nema Georgíu. Í spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight segir að 87 prósenta líkur séu á því að Biden sigri í kosningunum. Þá hefur orðið mikil aukning á fjölda utankjörfundaratkvæða í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að rétt rúmur hálfur mánuður sé í kosningarnar, sem fara fram þann 3. nóvember, hafa um það bil 15 milljónir Bandaríkjamanna þegar kosið. Washington Post segir að haldi þessi þróun áfram, gæti að orðið þannig að meirihluti kjósenda verði búnir að kjósa á sjálfan kjördag. Það hafi aldrei gerst áður í sögu Bandaríkjanna. Þriðju og síðustu kappræðurnar munu að óbreyttu fara fram eftir viku. Þann 22. október.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag. 10. október 2020 07:46 Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39 Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag. 10. október 2020 07:46
Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01
Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45
Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39
Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14
Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30