Gætu tekið af rafmagn hjá milljón manna til að draga úr eldhættu Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2020 10:08 Starfsmaður Pacific Gas & Electric fylgist með Creek-gróðureldinum í Kaliforníu í september. Slíkir eldar kvikna oft þegar rafmagnsstaurar brotna eða línur slitna þegar þurrt og hvasst er í veðri. AP/Marcio Jose Sanchez Orkufyrirtæki í Kaliforníu gæti tekið rafmagn af hjá allt að milljón viðskiptavinum sínum um helgina til að draga úr hættu á frekari gróðureldum. Spáð er sérstaklega eldfimum aðstæðum, þurrki og hvassviðri víða í Kaliforníu fram í næstu viku. Gróðureldar í Kaliforníu í ár eru þegar þeir verstu sem sögur fara af. Sambland af miklum hita, þurrki og sterkum vindum sköpuðu aðstæður þar sem eldar gátu kviknað og breitt úr sér með ógnarhraða. Oft hafa slíkir eldar kviknað út frá slitnum rafmagnslínum. Tekist hefur að ná tökum á öllum stærstu eldunum sem kviknuðu í lok sumars og byrjun hausts. Engu að síður glíma þúsundir slökkviliðsmanna enn við nítján elda. Veðuraðstæður nú eru sagðar þær eldfimustu á gróðureldatímabilinu til þessa. Því varar Pacific Gas & Electric, helsta orkufyrirtæki Kaliforníu, við því að það gæti tekið rafmagn af hátt í hálfri milljón heimila í 38 sýslum, þar á meðal stærstum hluta San Francisco-flóans. Byrjað yrði að taka rafmagnið af í fyrramálið og gæti rafmagnsleysið varað fram á þriðjudag, að sögn AP-fréttastofunnar. Varúðarástandi vegna eldhættu hefur verið lýst yfir víða. Spáð er vindstyrk um 15 metrum á sekúndu eða meira í San Francisco og enn meiri í fjöllum. „Á skalanum einn til tíu er þessi atburður upp á níu. Sögulega eru stærstu eldarnir okkar í október. Við erum á hættulegu tímabili,“ segir Craig Clements, forstöðumaður gróðureldarannsókna hjá San José-ríkisháskólanum. AP segir að átta af tíu mannskæðustu eldum í sögu Kaliforníu hafi orðið í október eða nóvember. Aðstæður sunnar í Kaliforníu eru sagðar skaplegri. Þar hefur kólnað í veðri og gengur á með örlítilli úrkomu. Loftslagsbreytingar eru sagðar eiga þátt í að auka gróðureldahættu í Kaliforníu og víðar. Þurrara og hlýrra loftslag hefur valdið því að tré og annar gróður er eldfimara en ella. Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Bandaríkin Tengdar fréttir Slökkviliðsmenn sýna gífurlega erfiðar aðstæður Slökkvilið Alamedasýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum birti í gær myndband af aðstæðunum sem slökkviliðsmenn vinna nú við í ríkinu. 1. október 2020 13:52 Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Orkufyrirtæki í Kaliforníu gæti tekið rafmagn af hjá allt að milljón viðskiptavinum sínum um helgina til að draga úr hættu á frekari gróðureldum. Spáð er sérstaklega eldfimum aðstæðum, þurrki og hvassviðri víða í Kaliforníu fram í næstu viku. Gróðureldar í Kaliforníu í ár eru þegar þeir verstu sem sögur fara af. Sambland af miklum hita, þurrki og sterkum vindum sköpuðu aðstæður þar sem eldar gátu kviknað og breitt úr sér með ógnarhraða. Oft hafa slíkir eldar kviknað út frá slitnum rafmagnslínum. Tekist hefur að ná tökum á öllum stærstu eldunum sem kviknuðu í lok sumars og byrjun hausts. Engu að síður glíma þúsundir slökkviliðsmanna enn við nítján elda. Veðuraðstæður nú eru sagðar þær eldfimustu á gróðureldatímabilinu til þessa. Því varar Pacific Gas & Electric, helsta orkufyrirtæki Kaliforníu, við því að það gæti tekið rafmagn af hátt í hálfri milljón heimila í 38 sýslum, þar á meðal stærstum hluta San Francisco-flóans. Byrjað yrði að taka rafmagnið af í fyrramálið og gæti rafmagnsleysið varað fram á þriðjudag, að sögn AP-fréttastofunnar. Varúðarástandi vegna eldhættu hefur verið lýst yfir víða. Spáð er vindstyrk um 15 metrum á sekúndu eða meira í San Francisco og enn meiri í fjöllum. „Á skalanum einn til tíu er þessi atburður upp á níu. Sögulega eru stærstu eldarnir okkar í október. Við erum á hættulegu tímabili,“ segir Craig Clements, forstöðumaður gróðureldarannsókna hjá San José-ríkisháskólanum. AP segir að átta af tíu mannskæðustu eldum í sögu Kaliforníu hafi orðið í október eða nóvember. Aðstæður sunnar í Kaliforníu eru sagðar skaplegri. Þar hefur kólnað í veðri og gengur á með örlítilli úrkomu. Loftslagsbreytingar eru sagðar eiga þátt í að auka gróðureldahættu í Kaliforníu og víðar. Þurrara og hlýrra loftslag hefur valdið því að tré og annar gróður er eldfimara en ella.
Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Bandaríkin Tengdar fréttir Slökkviliðsmenn sýna gífurlega erfiðar aðstæður Slökkvilið Alamedasýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum birti í gær myndband af aðstæðunum sem slökkviliðsmenn vinna nú við í ríkinu. 1. október 2020 13:52 Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Slökkviliðsmenn sýna gífurlega erfiðar aðstæður Slökkvilið Alamedasýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum birti í gær myndband af aðstæðunum sem slökkviliðsmenn vinna nú við í ríkinu. 1. október 2020 13:52
Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00