Lögreglan rannsaknar fögnuð Vals og Leiknis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2020 09:27 Gleðin ber sóttvarnareglurnar ofurliði á Hlíðarenda á föstudaginn. FJÓSIÐ - STUÐNINGSMANNASÍÐA VALS Fögnuður Íslandsmeistara Vals og Leiknis R. verða til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta staðfesti Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn í samtali við Fréttablaðið. Eftir að KSÍ blés Íslandsmótið í fótbolta af á föstudaginn var ljóst að Valur var orðinn Íslandsmeistari í 23. sinn og Leiknir á leið upp í efstu deild í annað sinn í sögu félagsins. Valsmenn og Leiknismenn létu sóttvarnarreglur ekki trufla sig þegar þeir fögnuðu uppskeru tímabilsins á föstudaginn og virtu fjöldatakmarkanir og tveggja metra regluna að vettugi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti yfir vonbrigðum sínum með Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í samtali við Vísi á laugardaginn. „Þó menn séu að fagna þá held ég að menn þurfi að passa sig. Það er akkúrat í þeirri stöðu sem við höfum verið að fá hópsýkingar upp. Það er í vinahópum, veisluhópum, á vinnustöðum eða annað þar sem fólk telur sig vera öruggt og telur sig geta brotið þessar reglur. Mér finnst bara miður ef svo hefur verið,“ sagði Þórólfur. Í samtali við Vísi sagðist Árni Pétur Jónsson, formaður Vals, harma fagnaðarlæti Íslandsmeistaranna. „Ég er auðvitað miður mín og mér finnst þetta mjög leiðinlegt og alls ekki í anda félagsins,“ segir Árni Pétur. Oscar Clausen, formaður Leiknis, vildi hins vegar ekkert tjá sig um fögnuð sinna manna er Vísir leitaði viðbragða hjá honum. Pepsi Max-deild karla Lengjudeildin Valur Leiknir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Fögnuður Íslandsmeistara Vals og Leiknis R. verða til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta staðfesti Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn í samtali við Fréttablaðið. Eftir að KSÍ blés Íslandsmótið í fótbolta af á föstudaginn var ljóst að Valur var orðinn Íslandsmeistari í 23. sinn og Leiknir á leið upp í efstu deild í annað sinn í sögu félagsins. Valsmenn og Leiknismenn létu sóttvarnarreglur ekki trufla sig þegar þeir fögnuðu uppskeru tímabilsins á föstudaginn og virtu fjöldatakmarkanir og tveggja metra regluna að vettugi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti yfir vonbrigðum sínum með Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í samtali við Vísi á laugardaginn. „Þó menn séu að fagna þá held ég að menn þurfi að passa sig. Það er akkúrat í þeirri stöðu sem við höfum verið að fá hópsýkingar upp. Það er í vinahópum, veisluhópum, á vinnustöðum eða annað þar sem fólk telur sig vera öruggt og telur sig geta brotið þessar reglur. Mér finnst bara miður ef svo hefur verið,“ sagði Þórólfur. Í samtali við Vísi sagðist Árni Pétur Jónsson, formaður Vals, harma fagnaðarlæti Íslandsmeistaranna. „Ég er auðvitað miður mín og mér finnst þetta mjög leiðinlegt og alls ekki í anda félagsins,“ segir Árni Pétur. Oscar Clausen, formaður Leiknis, vildi hins vegar ekkert tjá sig um fögnuð sinna manna er Vísir leitaði viðbragða hjá honum.
Pepsi Max-deild karla Lengjudeildin Valur Leiknir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira