Svona gæti Trump unnið Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2020 14:04 Trump þarf að vonast eftir enn stærri kannanaskekkju en árið 2016 til þess að hafa sigur á Biden. Ekki er þó útilokað að Trump nái endurkjöri. Vísir Kjósendur í nokkrum lykilríkjum gætu enn tryggt Donald Trump Bandaríkjaforseta endurkjör þrátt fyrir að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi nú mælst með afgerandi forskot á landsvísu um margra vikna skeið. Líkurnar eru Trump enn í óhag en möguleikar hans eru ekki úr sögunni. Séu skoðanakannanir á landsvísu nákvæmar stefnir í að Biden vinni stórsigur á Trump í forsetakosningunum sem fara fram á morgun. Forskot Biden er nú 7,8 prósentustig samkvæmt meðaltali kannana hjá Five Thirty Eight, 7,2 prósentustig samkvæmt meðaltali Real Clear Politics og níu prósentustig samkvæmt The Upshot. Nær öruggt er talið að demókratar hljóti fleiri atkvæði á landsvísu en repúblikanar í þessum sjöundu kosningum af síðustu átta. Bandarískar forsetakosningar ráðast þó ekki á því hvaða frambjóðandi fær flest atkvæði á landsvísu heldur hver getur tryggt sér flesta kjörmenn. Forsetinn er ekki kosinn beinni kosningu heldur fær hvert ríki kjörmenn í hlutfalli við íbúafjölda. Sá frambjóðandi sem vinnur 270 kjörmenn nær kjöri sem forseti, óháð því hversu margir kusu hann á landsvísu. Kjörmannaráð kýs forsetann svo í desember. Með því að landa sigrum í nokkrum lykilríkjum á morgun getur Trump þannig enn náð endurkjöri þrátt fyrir að kosningaspávefurinn Five Thirty Eight gefi honum aðeins um 10% líkur á að standa uppi sem sigurvegari. Tiltölulega lítið þarf að breytast til þess að úrslit kosninganna fari frá því að vera stórsigur Biden í að vera naumur sigur Trump í kjörmannaráðinu. Kjörmennirnir skipta sköpum Nær engin raunveruleg keppni er til staðar á milli Trump og Biden í flestum ríkjum Bandaríkjanna. Biden á þannig sigurinn vísan í fjölmennum og frjálslyndum ríkjum eins og Kaliforníu og New York en stór hluti suðurríkjanna er örugglega á bandi Trump. New York Times telur demókrata eiga eftir að sigra örugglega í sextán ríkjum og líklega í þremur til viðbótar. Repúblikanar eigi fimmtán ríki vís og séu líklegir til að vinna sjö ríki að auki. Miðað við það eigi Biden nær örugga 212 kjörmenn en Trump 125. Þess í stað velta úrslit forsetakosninganna á því hvernig fer í nokkrum lykilríkjum þar sem mjórra er á muninum á milli frambjóðendanna. Þó að Biden hafi staðið betur að vígi í skoðanakönnunum í mörgum þeirra undanfarnar vikur er munurinn á milli þeirra Trump almennt minni í þessum ríkjum en á landsvísu. Kjörmannakerfið er helsta ástæða þess að Five Thirty Eight gefur Trump enn hóflega möguleika á sigri í kosningaspá sinni. Fylgi Trump dreifist um landið á hagstæðari hátt en Biden fyrir kerfið. Þannig er Trump sigurstranglegastur jafnvel þó að Biden fengi allt að tveimur prósentustigum fleiri atkvæði á landsvísu. Biðröð við kjörstað vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í New York á föstudag. New York er eitt þeirra ríkja sem er svo gott sem öruggt að Biden vinni.Vísir/EPA Flórída og Pennsylvanía lykillinn fyrir Trump Five Thirty Eight skilgreinir þrettán ríki og eitt kjördæmi innan eins þeirra sem lykilríki í þessum kosningum. Sex þeirra sem veita flesta kjörmenn hljóta mesta athygli frambjóðenda og fjölmiðla en það eru Michigan (16 kjörmenn), Wisconsin (10), Pennsylvanía (20), Arizona (11), Flórída (29) og Norður-Karólína (15). Saman eru þau með 101 kjörmann. Verði úrslit í öðrum ríkjum þau sömu og árið 2016 þyrfti Biden aðeins að vinna 38 kjörmenn í þessum ríkjum til að tryggja sér forsetastólinn, að því er segir í umfjöllun vefmiðilsins Vox. Honum dugaði til dæmis að vinna Flórída og eitt af hinum ríkjunum fimm eða leggja Trump í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Trump þyrfti aftur á móti að vinna í Flórída og þremur öðrum ríkjum í þessum hópi til þess að fá þá 66 kjörmenn sem hann gæti vantað. Mestar líkur eru á að hann ynni Norður-Karólínu, Pennsylvaníu og Arizona. Forsendan fyrir þessu er þó að Trump haldi öðrum ríkjum sem hann vann árið 2016 og Biden verji ríki sem Hillary Clinton vann. Takist Biden að velta Trump úr sessi í ríkjum eins og Ohio, Georgíu eða sérstaklega Texas þýddi það að líkindum að Trump gyldi algert afhroð. Skoðanakannanir benda til þess að keppnin á milli þeirra í þessum ríkjum sé hörð en að Trump hafi naumt forskot. Final Morning Consult state polls.https://t.co/GeM5vHtrTs pic.twitter.com/zJlFfLcxrA— Nate Silver (@NateSilver538) November 2, 2020 Harðari keppni í lykilríkjunum en á landsvísu Ekki má mikið út af bregða fyrir Biden í lykilríkjunum á lokasprettinum til þess að Trump velgi honum verulega undir uggum. Best virðist Biden standa að vígi í Wisconsin og Michigan en samkvæmt meðaltali kannana var hann með í kringum átta prósentustiga forskot á Trump þar í gær. Í Arizona leiddi Biden með 2,9 stigum og 1,9 í Norður-Karólínu. Í Flórída var forskot Biden á Trump 2,1 stig. Í Pennsylvaníu, ríkinu sem gæti ráðið endanlegum úrslitum, var Biden með 4,8 prósentustiga forskot. Verði úrslitin í öllum þessum ríkjum í samræmi við kannanir vinnur Biden að öllum líkindum yfirburðasigur, bæði í atkvæðum á landsvísu og í kjörmannaráðinu. Mikið var rætt um skekkju í skoðanakönnunum eftir kosningar árið 2016 þegar þær vanmátu stuðning hvítra kjósenda án háskólagráðu í miðvesturríkjunum við Trump nokkuð en kerfisbundið. Vanmeti kannanir Trump aftur nú eru horfur Biden ekki lengur eins vænlegar. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight og höfundur spálíkans síðunnar, segir forskot Biden í Pennsylvaníu til að mynda traust en ekki afgerandi. Tapi hann ríkinu yrði Biden ekki lengur talinn með pálmann í höndunum heldur ætti hann á brattann að sækja. Fylgni er oft í skekkjum í könnunum á milli ríkja og því væri Biden líklegur til að tapa fleiri ríkjum eins og Flórída. „Án Pennsylvaníu á Biden einhverjar leiðir til sigurs en það er ekkert annað ákveðið ríki sem hann getur verið sérlega öruggur með,“ skrifar Silver í grein á vefsíðuna. Trump hélt kosningafund með stuðningsmönnum sínum á Flórída í gær. Ólíklegt er að hann nái endurkjöri landi hann ekki sigri þar.Vísir/EPA 2020 er ekki 2016 Sérfræðingar benda þó á að til þess að sigra þurfi Trump að reiða sig á enn stærri skekkju í skoðanakönnunum en árið 2016. Nate Cohn, ritstjóri The Upshot hjá New York Times, segir að Biden hefði sigur jafnvel þó að skoðanakannanir væru jafn skakkar og fyrir fjórum árum. Ekki aðeins þarf Trump að vona að kannanir vanmeti stuðning við sig í lykilríkjunum í norðri enn meira en þá heldur þurfa kannanir í sunnanverðu landinu, sólbeltinu svonefnda, einnig að vera skakkar. Þær hafa verið tiltölulega nákvæmar í undanförnum kosningum. Þá bendir Cohn á að könnunarfyrirtæki hafi þegar tekið tillit til þátta sem leiddu til þess að þau vanmátu stuðning Trump á sínum tíma. Staða Biden nú er einnig traustari en Clinton árið 2016. Forskot hans á landsvísu er meira og einnig í lykilríkjunum. Árið 2016 hreyfðust kannanir í átt að Trump á lokametrunum jafnvel þó að flestar þeirra hafi enn gert ráð fyrir sigri Clinton. Engar slíkar hreyfingar hefur mátt merkja í skoðanakönnunum nú. Fyrir fjórum árum var stór óvissuþáttur hátt hlutfall óákveðinna kjósenda. Bæði Trump og Clinton voru óvinsæl á meðal þorra kjósenda en meirihluta óákveðinna kjósenda endaði á að greiða Trump atkvæði sitt. Mun færri segjast óákveðnir fyrir þessar kosningar og þá hefur Biden reynst töluvert vinsælli frambjóðandi en Clinton. Garðspjald til stuðnings Biden í Scranton í Pennsylvaníu. Trump vann í ríkinu með innan við prósentustigi árið 2016 en Biden mælist nú með tæplega fimm stiga forskot. Pennsylvanía er talin verða í brennidepli í kosningunum í ár.Vísir/EPA Óvissa um atkvæði og talningu Aðrir stórir óvissuþættir eru líklegri til að þess að leika lykilhlutverk í kosningunum í ár, fyrst og fremst kórónuveirufaraldurinn og áhrif hans á framkvæmd kosninganna. Fjöldi ríkja ákvað að gera fleiri kjósendum kleift að greiða atkvæði utan kjörfundar eða með pósti. Trump forseti hefur nú um margra mánaða skeið hamast gegn póstatkvæðum sérstaklega og haldið því fram án haldbærra raka að þeim eigi eftir að fylgja stórfelld kosningasvik sem eigi eftir að kosta hann sigurinn. Orðræða forsetans hefur valdið miklum flokkadráttum í því hverjir greiða atkvæði með pósti. Demókratar eru þannig mun líklegri til þess að kjósa með pósti en repúblikanar sem ætla frekar að mæta á kjörstað á kjördag. Þekkt er að póstatkvæði eru hlutfallslega líklegri til að vera úrskurðuð ógild en önnur en repúblikanar hafa einnig höfðað fjölda dómsmála til þess að takmarka póstatkvæði og talningu þeirra. Gríðarlegur fjöldi Bandaríkjamanna hefur þegar greitt atkvæði og í sumum ríkjum er kjörsóknin þegar orðin jafnmikil eða meiri en árið 2016. Varað hefur verið við því að þessi mikli munur á hvernig kjósendur flokkanna greiða atkvæði sín geti valdið mikilli sveiflu í fylgi frambjóðenda eftir því sem talningunni vindur fram. Atkvæði sem eru greidd á kjördag eru yfirleitt talin fyrst og þannig gæti Trump verið með forskot víða eftir fyrstu tölur. Eftir því sem liði á talninguna gæti Biden sigið fram úr eða náð afgerandi forystu. Trump er sagður ætla að notfæra sér þetta og lýsa yfir sigri á kosninganótt á meðan hann virðist standa vel að vígi í mörgum lykilríkjum. Í kjölfarið geti hann síðan reynt að krefjast þess að talning póst- og utankjörfundaratkvæða verði takmörkuð eða stöðvuð. Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, segir að spálíkan sitt bendi til þess að um 4% líkur séu á því að munurinn á Trump og Biden verði innan við 0,5 prósentustig í einu eða fleiri lykilríkjum og endurtalning þyrfti að fara fram. Í því ólíklega tilfelli gætu Trump og Biden verið jafnir í kjörmannaráðinu. „Aðallega hefði ég áhyggjur af þeirri upplausn sem skapaðist ef það kemur til endurtalningar eða jafnteflis. Líkurnar eru gegn því en það er ákaflega mikið undir,“ segir Silver. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Tengdar fréttir Þetta er á kjörseðlinum í Bandaríkjunum Fleira verður á kjörseðlinum en hver verður næsti forseti þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þriðjudaginn 3. nóvember. Kosið er til beggja deild Bandaríkjaþings, ríkisstjóra og ýmissa annarra embætta í einstökum ríkjum og sýslum samhliða forsetakosningunum. 2. nóvember 2020 10:01 Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Kjósendur í nokkrum lykilríkjum gætu enn tryggt Donald Trump Bandaríkjaforseta endurkjör þrátt fyrir að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi nú mælst með afgerandi forskot á landsvísu um margra vikna skeið. Líkurnar eru Trump enn í óhag en möguleikar hans eru ekki úr sögunni. Séu skoðanakannanir á landsvísu nákvæmar stefnir í að Biden vinni stórsigur á Trump í forsetakosningunum sem fara fram á morgun. Forskot Biden er nú 7,8 prósentustig samkvæmt meðaltali kannana hjá Five Thirty Eight, 7,2 prósentustig samkvæmt meðaltali Real Clear Politics og níu prósentustig samkvæmt The Upshot. Nær öruggt er talið að demókratar hljóti fleiri atkvæði á landsvísu en repúblikanar í þessum sjöundu kosningum af síðustu átta. Bandarískar forsetakosningar ráðast þó ekki á því hvaða frambjóðandi fær flest atkvæði á landsvísu heldur hver getur tryggt sér flesta kjörmenn. Forsetinn er ekki kosinn beinni kosningu heldur fær hvert ríki kjörmenn í hlutfalli við íbúafjölda. Sá frambjóðandi sem vinnur 270 kjörmenn nær kjöri sem forseti, óháð því hversu margir kusu hann á landsvísu. Kjörmannaráð kýs forsetann svo í desember. Með því að landa sigrum í nokkrum lykilríkjum á morgun getur Trump þannig enn náð endurkjöri þrátt fyrir að kosningaspávefurinn Five Thirty Eight gefi honum aðeins um 10% líkur á að standa uppi sem sigurvegari. Tiltölulega lítið þarf að breytast til þess að úrslit kosninganna fari frá því að vera stórsigur Biden í að vera naumur sigur Trump í kjörmannaráðinu. Kjörmennirnir skipta sköpum Nær engin raunveruleg keppni er til staðar á milli Trump og Biden í flestum ríkjum Bandaríkjanna. Biden á þannig sigurinn vísan í fjölmennum og frjálslyndum ríkjum eins og Kaliforníu og New York en stór hluti suðurríkjanna er örugglega á bandi Trump. New York Times telur demókrata eiga eftir að sigra örugglega í sextán ríkjum og líklega í þremur til viðbótar. Repúblikanar eigi fimmtán ríki vís og séu líklegir til að vinna sjö ríki að auki. Miðað við það eigi Biden nær örugga 212 kjörmenn en Trump 125. Þess í stað velta úrslit forsetakosninganna á því hvernig fer í nokkrum lykilríkjum þar sem mjórra er á muninum á milli frambjóðendanna. Þó að Biden hafi staðið betur að vígi í skoðanakönnunum í mörgum þeirra undanfarnar vikur er munurinn á milli þeirra Trump almennt minni í þessum ríkjum en á landsvísu. Kjörmannakerfið er helsta ástæða þess að Five Thirty Eight gefur Trump enn hóflega möguleika á sigri í kosningaspá sinni. Fylgi Trump dreifist um landið á hagstæðari hátt en Biden fyrir kerfið. Þannig er Trump sigurstranglegastur jafnvel þó að Biden fengi allt að tveimur prósentustigum fleiri atkvæði á landsvísu. Biðröð við kjörstað vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í New York á föstudag. New York er eitt þeirra ríkja sem er svo gott sem öruggt að Biden vinni.Vísir/EPA Flórída og Pennsylvanía lykillinn fyrir Trump Five Thirty Eight skilgreinir þrettán ríki og eitt kjördæmi innan eins þeirra sem lykilríki í þessum kosningum. Sex þeirra sem veita flesta kjörmenn hljóta mesta athygli frambjóðenda og fjölmiðla en það eru Michigan (16 kjörmenn), Wisconsin (10), Pennsylvanía (20), Arizona (11), Flórída (29) og Norður-Karólína (15). Saman eru þau með 101 kjörmann. Verði úrslit í öðrum ríkjum þau sömu og árið 2016 þyrfti Biden aðeins að vinna 38 kjörmenn í þessum ríkjum til að tryggja sér forsetastólinn, að því er segir í umfjöllun vefmiðilsins Vox. Honum dugaði til dæmis að vinna Flórída og eitt af hinum ríkjunum fimm eða leggja Trump í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Trump þyrfti aftur á móti að vinna í Flórída og þremur öðrum ríkjum í þessum hópi til þess að fá þá 66 kjörmenn sem hann gæti vantað. Mestar líkur eru á að hann ynni Norður-Karólínu, Pennsylvaníu og Arizona. Forsendan fyrir þessu er þó að Trump haldi öðrum ríkjum sem hann vann árið 2016 og Biden verji ríki sem Hillary Clinton vann. Takist Biden að velta Trump úr sessi í ríkjum eins og Ohio, Georgíu eða sérstaklega Texas þýddi það að líkindum að Trump gyldi algert afhroð. Skoðanakannanir benda til þess að keppnin á milli þeirra í þessum ríkjum sé hörð en að Trump hafi naumt forskot. Final Morning Consult state polls.https://t.co/GeM5vHtrTs pic.twitter.com/zJlFfLcxrA— Nate Silver (@NateSilver538) November 2, 2020 Harðari keppni í lykilríkjunum en á landsvísu Ekki má mikið út af bregða fyrir Biden í lykilríkjunum á lokasprettinum til þess að Trump velgi honum verulega undir uggum. Best virðist Biden standa að vígi í Wisconsin og Michigan en samkvæmt meðaltali kannana var hann með í kringum átta prósentustiga forskot á Trump þar í gær. Í Arizona leiddi Biden með 2,9 stigum og 1,9 í Norður-Karólínu. Í Flórída var forskot Biden á Trump 2,1 stig. Í Pennsylvaníu, ríkinu sem gæti ráðið endanlegum úrslitum, var Biden með 4,8 prósentustiga forskot. Verði úrslitin í öllum þessum ríkjum í samræmi við kannanir vinnur Biden að öllum líkindum yfirburðasigur, bæði í atkvæðum á landsvísu og í kjörmannaráðinu. Mikið var rætt um skekkju í skoðanakönnunum eftir kosningar árið 2016 þegar þær vanmátu stuðning hvítra kjósenda án háskólagráðu í miðvesturríkjunum við Trump nokkuð en kerfisbundið. Vanmeti kannanir Trump aftur nú eru horfur Biden ekki lengur eins vænlegar. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight og höfundur spálíkans síðunnar, segir forskot Biden í Pennsylvaníu til að mynda traust en ekki afgerandi. Tapi hann ríkinu yrði Biden ekki lengur talinn með pálmann í höndunum heldur ætti hann á brattann að sækja. Fylgni er oft í skekkjum í könnunum á milli ríkja og því væri Biden líklegur til að tapa fleiri ríkjum eins og Flórída. „Án Pennsylvaníu á Biden einhverjar leiðir til sigurs en það er ekkert annað ákveðið ríki sem hann getur verið sérlega öruggur með,“ skrifar Silver í grein á vefsíðuna. Trump hélt kosningafund með stuðningsmönnum sínum á Flórída í gær. Ólíklegt er að hann nái endurkjöri landi hann ekki sigri þar.Vísir/EPA 2020 er ekki 2016 Sérfræðingar benda þó á að til þess að sigra þurfi Trump að reiða sig á enn stærri skekkju í skoðanakönnunum en árið 2016. Nate Cohn, ritstjóri The Upshot hjá New York Times, segir að Biden hefði sigur jafnvel þó að skoðanakannanir væru jafn skakkar og fyrir fjórum árum. Ekki aðeins þarf Trump að vona að kannanir vanmeti stuðning við sig í lykilríkjunum í norðri enn meira en þá heldur þurfa kannanir í sunnanverðu landinu, sólbeltinu svonefnda, einnig að vera skakkar. Þær hafa verið tiltölulega nákvæmar í undanförnum kosningum. Þá bendir Cohn á að könnunarfyrirtæki hafi þegar tekið tillit til þátta sem leiddu til þess að þau vanmátu stuðning Trump á sínum tíma. Staða Biden nú er einnig traustari en Clinton árið 2016. Forskot hans á landsvísu er meira og einnig í lykilríkjunum. Árið 2016 hreyfðust kannanir í átt að Trump á lokametrunum jafnvel þó að flestar þeirra hafi enn gert ráð fyrir sigri Clinton. Engar slíkar hreyfingar hefur mátt merkja í skoðanakönnunum nú. Fyrir fjórum árum var stór óvissuþáttur hátt hlutfall óákveðinna kjósenda. Bæði Trump og Clinton voru óvinsæl á meðal þorra kjósenda en meirihluta óákveðinna kjósenda endaði á að greiða Trump atkvæði sitt. Mun færri segjast óákveðnir fyrir þessar kosningar og þá hefur Biden reynst töluvert vinsælli frambjóðandi en Clinton. Garðspjald til stuðnings Biden í Scranton í Pennsylvaníu. Trump vann í ríkinu með innan við prósentustigi árið 2016 en Biden mælist nú með tæplega fimm stiga forskot. Pennsylvanía er talin verða í brennidepli í kosningunum í ár.Vísir/EPA Óvissa um atkvæði og talningu Aðrir stórir óvissuþættir eru líklegri til að þess að leika lykilhlutverk í kosningunum í ár, fyrst og fremst kórónuveirufaraldurinn og áhrif hans á framkvæmd kosninganna. Fjöldi ríkja ákvað að gera fleiri kjósendum kleift að greiða atkvæði utan kjörfundar eða með pósti. Trump forseti hefur nú um margra mánaða skeið hamast gegn póstatkvæðum sérstaklega og haldið því fram án haldbærra raka að þeim eigi eftir að fylgja stórfelld kosningasvik sem eigi eftir að kosta hann sigurinn. Orðræða forsetans hefur valdið miklum flokkadráttum í því hverjir greiða atkvæði með pósti. Demókratar eru þannig mun líklegri til þess að kjósa með pósti en repúblikanar sem ætla frekar að mæta á kjörstað á kjördag. Þekkt er að póstatkvæði eru hlutfallslega líklegri til að vera úrskurðuð ógild en önnur en repúblikanar hafa einnig höfðað fjölda dómsmála til þess að takmarka póstatkvæði og talningu þeirra. Gríðarlegur fjöldi Bandaríkjamanna hefur þegar greitt atkvæði og í sumum ríkjum er kjörsóknin þegar orðin jafnmikil eða meiri en árið 2016. Varað hefur verið við því að þessi mikli munur á hvernig kjósendur flokkanna greiða atkvæði sín geti valdið mikilli sveiflu í fylgi frambjóðenda eftir því sem talningunni vindur fram. Atkvæði sem eru greidd á kjördag eru yfirleitt talin fyrst og þannig gæti Trump verið með forskot víða eftir fyrstu tölur. Eftir því sem liði á talninguna gæti Biden sigið fram úr eða náð afgerandi forystu. Trump er sagður ætla að notfæra sér þetta og lýsa yfir sigri á kosninganótt á meðan hann virðist standa vel að vígi í mörgum lykilríkjum. Í kjölfarið geti hann síðan reynt að krefjast þess að talning póst- og utankjörfundaratkvæða verði takmörkuð eða stöðvuð. Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, segir að spálíkan sitt bendi til þess að um 4% líkur séu á því að munurinn á Trump og Biden verði innan við 0,5 prósentustig í einu eða fleiri lykilríkjum og endurtalning þyrfti að fara fram. Í því ólíklega tilfelli gætu Trump og Biden verið jafnir í kjörmannaráðinu. „Aðallega hefði ég áhyggjur af þeirri upplausn sem skapaðist ef það kemur til endurtalningar eða jafnteflis. Líkurnar eru gegn því en það er ákaflega mikið undir,“ segir Silver.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Tengdar fréttir Þetta er á kjörseðlinum í Bandaríkjunum Fleira verður á kjörseðlinum en hver verður næsti forseti þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þriðjudaginn 3. nóvember. Kosið er til beggja deild Bandaríkjaþings, ríkisstjóra og ýmissa annarra embætta í einstökum ríkjum og sýslum samhliða forsetakosningunum. 2. nóvember 2020 10:01 Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Þetta er á kjörseðlinum í Bandaríkjunum Fleira verður á kjörseðlinum en hver verður næsti forseti þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þriðjudaginn 3. nóvember. Kosið er til beggja deild Bandaríkjaþings, ríkisstjóra og ýmissa annarra embætta í einstökum ríkjum og sýslum samhliða forsetakosningunum. 2. nóvember 2020 10:01
Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44
Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05