Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2020 13:53 Umræddir merkimiðar. Twitter Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. Einkum hefur verið horft til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í þessum efnum. Fjölmiðlar þar í landi hafa sagt frá því að forsetinn hafi fullyrt við nánustu bandamenn sín að hann ætli sér að lýsa yfir sigri í nótt ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. Varað hefur verið við því að fyrstu tölur sem berist úr kjörkössum geti verið villandi, sökum gríðarlegs fjölda póstatkvæða. Ríki Bandaríkjanna hafa mismunandi lög og reglur um hvenær megi byrja að telja slík atkvæði, og því geti fyrstu niðurstöður breyst eftir því sem líður á nóttina. Twitter hefur gefið út að það muni bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum í forsetakosningunum og öðrum kosningum sem haldnar eru í Bandaríkjunum í dag þar sem mjótt er á mununum og erfitt að skera úr um hver hafi betur án þess að mikill meirihluti atkvæða hafi verið talinn. Reglurnar gilda meðal annars um framjóðendurnar tvo, Trump og Joe Biden, og framboð þeirra. Reglurnar gilda einnig um tíst vinsælla stuðningsmanna frambjóðendanna, nái viðkomandi tíst mikilli útbreiðslu. Tweets are eligible to be labeled if:1. The account has a US 2020 candidate label (including presidential candidates & campaigns)2. The account is US-based with more than 100k followers, or3. They have significant engagement (25k likes or 25k Quote Tweets + Retweets).— Twitter Support (@TwitterSupport) November 2, 2020 Þannig hyggst Twitter merkja slík tíst sérstaklega með merkimiða þannig að notendur geti séð að umrætt tíst sé annað hvort villandi eða standist ekki skoðun, en umrædda merkimiða má sjá á myndinni efst í fréttinni. Þá munu notendur sem reyna að breiða út tíst sem Twitter hefur merkt sérstaklega á þann hátt fá aðvörun um að umrætt tíst hafi verið merkt og hvatningu um að kynna sér málin betur. Twitter hefur einnig gefið út að til þess að samfélagsmiðilinn taki mark á siguryfirlýsingu frambjóðanda þurfi embættismaður kjörstjórnar að hafa lýst því að viðkomandi frambjóðandi hafi unnið í viðkomandi ríki, eða tveir af sjö nafngreindum fjölmiðlum hafi lýst því yfir að viðkomandi frambjóðandi hafi borið sigur úr býtum. We’ll consider a result official when announced by a state election official, or when calls are made by at least two of the below national news outlets that have dedicated, independent election decision desks:@ABC@AP@CBSNews@CNN@DecisionDeskHQ@FoxNews@NBCNews— Twitter Support (@TwitterSupport) November 2, 2020 Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. 3. nóvember 2020 12:46 Vaktin: Örlagadagur í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér 46. forseta landsins. Mun Repúblikaninn og sitjandi forsetinn Donald Trump halda embættinu eða tekst Demókratanum og fyrrverandi varaforsetanum Joe Biden að snúa aftur á kunnuglegar slóðir? 3. nóvember 2020 10:45 Biden tryggði sér öll atkvæðin í Dixville Notch Nú liggur fyrir hvernig íbúar í Dixville Notch í New Hampshire greiddu atkvæði í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara í dag. Bærinn hefur lengi stært sig af því að vera fyrstur til að loka kjörstað og kynna niðurstöðuna, en einungis eru þar nú fimm manns á kjörskrá. 3. nóvember 2020 07:31 Biden tryggði sér öll atkvæðin í Dixville Notch Nú liggur fyrir hvernig íbúar í Dixville Notch í New Hampshire greiddu atkvæði í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara í dag. Bærinn hefur lengi stært sig af því að vera fyrstur til að loka kjörstað og kynna niðurstöðuna, en einungis eru þar nú fimm manns á kjörskrá. 3. nóvember 2020 07:31 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. Einkum hefur verið horft til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í þessum efnum. Fjölmiðlar þar í landi hafa sagt frá því að forsetinn hafi fullyrt við nánustu bandamenn sín að hann ætli sér að lýsa yfir sigri í nótt ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. Varað hefur verið við því að fyrstu tölur sem berist úr kjörkössum geti verið villandi, sökum gríðarlegs fjölda póstatkvæða. Ríki Bandaríkjanna hafa mismunandi lög og reglur um hvenær megi byrja að telja slík atkvæði, og því geti fyrstu niðurstöður breyst eftir því sem líður á nóttina. Twitter hefur gefið út að það muni bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum í forsetakosningunum og öðrum kosningum sem haldnar eru í Bandaríkjunum í dag þar sem mjótt er á mununum og erfitt að skera úr um hver hafi betur án þess að mikill meirihluti atkvæða hafi verið talinn. Reglurnar gilda meðal annars um framjóðendurnar tvo, Trump og Joe Biden, og framboð þeirra. Reglurnar gilda einnig um tíst vinsælla stuðningsmanna frambjóðendanna, nái viðkomandi tíst mikilli útbreiðslu. Tweets are eligible to be labeled if:1. The account has a US 2020 candidate label (including presidential candidates & campaigns)2. The account is US-based with more than 100k followers, or3. They have significant engagement (25k likes or 25k Quote Tweets + Retweets).— Twitter Support (@TwitterSupport) November 2, 2020 Þannig hyggst Twitter merkja slík tíst sérstaklega með merkimiða þannig að notendur geti séð að umrætt tíst sé annað hvort villandi eða standist ekki skoðun, en umrædda merkimiða má sjá á myndinni efst í fréttinni. Þá munu notendur sem reyna að breiða út tíst sem Twitter hefur merkt sérstaklega á þann hátt fá aðvörun um að umrætt tíst hafi verið merkt og hvatningu um að kynna sér málin betur. Twitter hefur einnig gefið út að til þess að samfélagsmiðilinn taki mark á siguryfirlýsingu frambjóðanda þurfi embættismaður kjörstjórnar að hafa lýst því að viðkomandi frambjóðandi hafi unnið í viðkomandi ríki, eða tveir af sjö nafngreindum fjölmiðlum hafi lýst því yfir að viðkomandi frambjóðandi hafi borið sigur úr býtum. We’ll consider a result official when announced by a state election official, or when calls are made by at least two of the below national news outlets that have dedicated, independent election decision desks:@ABC@AP@CBSNews@CNN@DecisionDeskHQ@FoxNews@NBCNews— Twitter Support (@TwitterSupport) November 2, 2020
Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. 3. nóvember 2020 12:46 Vaktin: Örlagadagur í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér 46. forseta landsins. Mun Repúblikaninn og sitjandi forsetinn Donald Trump halda embættinu eða tekst Demókratanum og fyrrverandi varaforsetanum Joe Biden að snúa aftur á kunnuglegar slóðir? 3. nóvember 2020 10:45 Biden tryggði sér öll atkvæðin í Dixville Notch Nú liggur fyrir hvernig íbúar í Dixville Notch í New Hampshire greiddu atkvæði í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara í dag. Bærinn hefur lengi stært sig af því að vera fyrstur til að loka kjörstað og kynna niðurstöðuna, en einungis eru þar nú fimm manns á kjörskrá. 3. nóvember 2020 07:31 Biden tryggði sér öll atkvæðin í Dixville Notch Nú liggur fyrir hvernig íbúar í Dixville Notch í New Hampshire greiddu atkvæði í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara í dag. Bærinn hefur lengi stært sig af því að vera fyrstur til að loka kjörstað og kynna niðurstöðuna, en einungis eru þar nú fimm manns á kjörskrá. 3. nóvember 2020 07:31 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. 3. nóvember 2020 12:46
Vaktin: Örlagadagur í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér 46. forseta landsins. Mun Repúblikaninn og sitjandi forsetinn Donald Trump halda embættinu eða tekst Demókratanum og fyrrverandi varaforsetanum Joe Biden að snúa aftur á kunnuglegar slóðir? 3. nóvember 2020 10:45
Biden tryggði sér öll atkvæðin í Dixville Notch Nú liggur fyrir hvernig íbúar í Dixville Notch í New Hampshire greiddu atkvæði í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara í dag. Bærinn hefur lengi stært sig af því að vera fyrstur til að loka kjörstað og kynna niðurstöðuna, en einungis eru þar nú fimm manns á kjörskrá. 3. nóvember 2020 07:31
Biden tryggði sér öll atkvæðin í Dixville Notch Nú liggur fyrir hvernig íbúar í Dixville Notch í New Hampshire greiddu atkvæði í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara í dag. Bærinn hefur lengi stært sig af því að vera fyrstur til að loka kjörstað og kynna niðurstöðuna, en einungis eru þar nú fimm manns á kjörskrá. 3. nóvember 2020 07:31