Enn enginn sigurvegari og Biden þarf að treysta á „bláa vegginn“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2020 05:34 Starfsmenn kjörstjórnar í Portland í Oregon tæma kassa með atkvæðum. Enn eru mörg atkvæðin ótalin um öll Bandaríkin. AP/Paula Bronstein Endanleg úrslit í bandarísku forsetakosningunum liggja enn ekki fyrir. Donald Trump forseti virðist hafa sigrað í öllum þeim ríkjum þar sem munaði litlu á honum og Joe Biden í könnunum. Biden þarf nú að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trump fyrir fjórum árum. Fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að talning atkvæða heldur líklega áfram víða um Bandaríkin fram á miðvikudag. Mun fleiri demókratar en repúblikanar greiða atkvæði með pósti og því gætu þessi atkvæði breytt töluverðu um úrslit í einstökum ríkjum, ekki síst í nokkrum lykilríkjanna. Skoðanakannanir bentu til þess að Biden væri með tæplega átta prósentustiga forskot á Trump á landsvísu síðustu dagana fyrir kosningarnar. Munurinn var þó minni í nokkrum lykilríkjum eins og Flórída, Norður-Karólínu, Georgíu og Ohio sem Trump vann árið 2016. Trump virðist hafa landað sigri í öllum þessum ríkjum. AP-fréttastofan lýsti hann sigurvegara í Flórída um klukkan hálf sex að íslenskum tíma og þá féll Ohio Trump aftur í skaut. Biden hafði mælst með naumt forskot í könnunum í Flórída. Stjórnarmálaskýrendur hafa rakið árangur Trump í Flórída til góðs gengis á meðal kjósenda af rómönskum ættum. President Trump wins Florida and its 29 electoral votes, the biggest prize among the perennial battlegrounds. The state is crucial to his reelection hopes. #APracecall #Election2020 https://t.co/M4cPzrMyPx— The Associated Press (@AP) November 4, 2020 Biden hefur aftur á móti þegar verið lýstur sigurvegari í Arizona og New Hampshire, tveimur ríkjum sem Trump vann fyrir fjórum árum. Hann sigraði einnig í Minnesota. Í Georgíu virtist Trump á sigurbraut en enn gæti brugðið til beggja vona þar. Biden líst vel á blikuna Öll augu beinast nú að miðvesturríkjunum sem Trump vann með naumindum árið 2016 og tryggðu honum forsetastólinn: Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Þau höfðu verið vígi demókrata fyrir það og voru þess vegna gjarnan kölluð „blái veggurinn“. Biden hefur mælst með forskot í þeim öllum í könnunum, minnst þó í Pennsylvaníu sem hefur flesta kjörmenn. Að því gefnu að Trump haldi velli í hinum lykilríkjunum sem hann vann árið 2016 þarf Biden nauðsynlega að sigra Pennsylvaníu og annað hvort Michigan eða Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. „Okkur líður vel með hvar við erum. Ég er hér til að segja ykkur í kvöld að við erum á leið að sigra,“ sagði Biden þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Delaware nú á sjötta tímanum í morgun. Úrslitin sagði hann geta legið fyrir í fyrramálið að bandarískum tíma en það gæti tekið lengri tíma. Trump hefur ekki tjáð sig formlega en boðaði yfirlýsingu fljótlega á Twitter um sex leytið. Tísti hann um að reynt væri að „stela kosningunum“. Twitter merkti tístið vegna mögulega misvísandi fullyrðinga. Tvísýnt í þingkosningunum Nær öruggt er talið að demókratar haldi fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar í gær. Vonir þeirra um að vinna meirihluta í öldungadeildinni hafa aftur á móti dofnað eftir því sem liðið hefur á kosninganótt. Nú á sjötta tímanum á íslenskum tíma höfðu demókratar unnið öldungadeildarþingsæti í Colorado og Arizona en töpuðu einu í Alabama. Þeim tókst ekki að velta tveimur þungavigtarmönnum repúblikana úr sessi þrátt fyrir að kosningabaráttan hefði hlotið mikla athygli. Þannig hélt Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni velli í Kentucky gegn Amy McGrath og Lindsey Graham, náinn bandamaður Trump, bar sigurorð af Jaime Harrison í Suður-Karólínu.
Endanleg úrslit í bandarísku forsetakosningunum liggja enn ekki fyrir. Donald Trump forseti virðist hafa sigrað í öllum þeim ríkjum þar sem munaði litlu á honum og Joe Biden í könnunum. Biden þarf nú að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trump fyrir fjórum árum. Fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að talning atkvæða heldur líklega áfram víða um Bandaríkin fram á miðvikudag. Mun fleiri demókratar en repúblikanar greiða atkvæði með pósti og því gætu þessi atkvæði breytt töluverðu um úrslit í einstökum ríkjum, ekki síst í nokkrum lykilríkjanna. Skoðanakannanir bentu til þess að Biden væri með tæplega átta prósentustiga forskot á Trump á landsvísu síðustu dagana fyrir kosningarnar. Munurinn var þó minni í nokkrum lykilríkjum eins og Flórída, Norður-Karólínu, Georgíu og Ohio sem Trump vann árið 2016. Trump virðist hafa landað sigri í öllum þessum ríkjum. AP-fréttastofan lýsti hann sigurvegara í Flórída um klukkan hálf sex að íslenskum tíma og þá féll Ohio Trump aftur í skaut. Biden hafði mælst með naumt forskot í könnunum í Flórída. Stjórnarmálaskýrendur hafa rakið árangur Trump í Flórída til góðs gengis á meðal kjósenda af rómönskum ættum. President Trump wins Florida and its 29 electoral votes, the biggest prize among the perennial battlegrounds. The state is crucial to his reelection hopes. #APracecall #Election2020 https://t.co/M4cPzrMyPx— The Associated Press (@AP) November 4, 2020 Biden hefur aftur á móti þegar verið lýstur sigurvegari í Arizona og New Hampshire, tveimur ríkjum sem Trump vann fyrir fjórum árum. Hann sigraði einnig í Minnesota. Í Georgíu virtist Trump á sigurbraut en enn gæti brugðið til beggja vona þar. Biden líst vel á blikuna Öll augu beinast nú að miðvesturríkjunum sem Trump vann með naumindum árið 2016 og tryggðu honum forsetastólinn: Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Þau höfðu verið vígi demókrata fyrir það og voru þess vegna gjarnan kölluð „blái veggurinn“. Biden hefur mælst með forskot í þeim öllum í könnunum, minnst þó í Pennsylvaníu sem hefur flesta kjörmenn. Að því gefnu að Trump haldi velli í hinum lykilríkjunum sem hann vann árið 2016 þarf Biden nauðsynlega að sigra Pennsylvaníu og annað hvort Michigan eða Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. „Okkur líður vel með hvar við erum. Ég er hér til að segja ykkur í kvöld að við erum á leið að sigra,“ sagði Biden þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Delaware nú á sjötta tímanum í morgun. Úrslitin sagði hann geta legið fyrir í fyrramálið að bandarískum tíma en það gæti tekið lengri tíma. Trump hefur ekki tjáð sig formlega en boðaði yfirlýsingu fljótlega á Twitter um sex leytið. Tísti hann um að reynt væri að „stela kosningunum“. Twitter merkti tístið vegna mögulega misvísandi fullyrðinga. Tvísýnt í þingkosningunum Nær öruggt er talið að demókratar haldi fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar í gær. Vonir þeirra um að vinna meirihluta í öldungadeildinni hafa aftur á móti dofnað eftir því sem liðið hefur á kosninganótt. Nú á sjötta tímanum á íslenskum tíma höfðu demókratar unnið öldungadeildarþingsæti í Colorado og Arizona en töpuðu einu í Alabama. Þeim tókst ekki að velta tveimur þungavigtarmönnum repúblikana úr sessi þrátt fyrir að kosningabaráttan hefði hlotið mikla athygli. Þannig hélt Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni velli í Kentucky gegn Amy McGrath og Lindsey Graham, náinn bandamaður Trump, bar sigurorð af Jaime Harrison í Suður-Karólínu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira