Tiger með græna jakkann í nítján mánuði og fær enn gæsahúð við að hugsa til sigursins Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2020 17:31 Tiger Woods hefur titil að verja um helgina. Getty/Jamie Squire Tiger Woods er búinn að vera með græna sigurjakkann í sinni vörslu í 19 mánuði nú þegar innan við sólarhringur er í að Masters risamótið í golfi hefjist. Masters fer vanalega fram í apríl og hinn 44 ára gamli Tiger vann eftirminnilegan sigur á mótinu í fyrra. Það var fyrsti sigur hans á risamóti í ellefu ár en jafnframt fimmti sigurinn á Masters og fimmtándi sigurinn á risamóti. „Ég fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa um þetta,“ sagði Tiger við fjölmiðla um sigurinn í fyrra. Fjöldi áhorfenda kyrjaði nafn hans og hann fagnaði sigrinum með börnum sínum sem biðu við átjándu flötina á Augusta-vellinum. Sú verður ekki raunin nú því áhorfendur eru bannaðir vegna kórónuveirufaraldursins. Tiger byrjar á tíunda teig „Ég gekk þarna af flötinni, sá [son minn] Charlie með opinn faðminn, og þetta hafði mikla þýðingu fyrir mig og hefur enn. Þetta minnti mig bara svo mikið á mig og pabba minn [Earl árið 1997] og það að fullkomna hringinn svona gefur mér enn þá mikið, og fær mann til að tárast aðeins,“ sagði Tiger. Tiger hefur leik á morgun kl. 12.55 að íslenskum tíma og er meðal annars í ráshópi með Íranum Shane Lowry, sigurvegara The Open í fyrra. Vegna þess að mótið fer fram á þessum árstíma þarf að keyra það hraðar en ella, og því er ræst út af 1. og 10. teig. Tiger byrjar á 10. teig á morgun. Tiger segist enn vera að „púsla öllu saman“ en vonast til að það hafi tekist fyrir mótið sem hefst á morgun. Faraldurinn hefur auðvitað haft sín áhrif en Tiger hefur lítið sýnt á þessu ári og aðeins tekið þátt í sex mótum. Klippa: Tiger Woods á Masters „Ég hef augljóslega ekki spilað mikið. En þetta hefur snúist um að gíra sig upp fyrir risamótin og reyna að skilja hvað við erum að etja við vegna COVID, og reyna að vera öruggur. Ég var hikandi við að snúa aftur og byrja að spila, og þess vegna beið ég svona lengi og sneri aftur á Memorial. Síðan þá hef ég ekki alveg náð að púsla öllu saman en það gerist vonandi í vikunni,“ sagði Tiger. Masters mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf frá fimmtudegi til sunnudags. Útsending á morgun hefst kl. 18. Golf Tengdar fréttir Rory McIlroy spilar með sérhannað gullúr á Masters mótinu í ár Mun margra milljóna gullúr fær Rory McIlroy heppni á Mastersmótinu í ár. Norður Írinn ætlar að láta á það reyna þegar mótið byrjar á morgun. 11. nóvember 2020 10:01 Afmælisbarnið fór holu í höggi eftir að kúlan fleytti kerlingar á vatninu | Myndband Menn gera ýmslegt til að hita upp fyrir eitt stærsta golfmót ársins. Til að mynda að fleyta kerlingar á 16. holu Augusta-vallarins. 10. nóvember 2020 21:45 Veðbankar hafa litla trú á að Tiger verji titilinn á Masters Bryson DeChambeau þykir líklegastur til að vinna Masters mótið í ár ef marka má veðbanka. Þeir hafa hins vegar litla trú á ríkjandi meistaranum, Tiger Woods. 10. nóvember 2020 16:31 Missir af fyrsta risamótinu síðan 1999 vegna veirunnar Í fyrsta sinn síðan 1999 verður Sergio García ekki með á risamóti í golfi. Hann greindist með kórónuveiruna. 9. nóvember 2020 18:01 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods er búinn að vera með græna sigurjakkann í sinni vörslu í 19 mánuði nú þegar innan við sólarhringur er í að Masters risamótið í golfi hefjist. Masters fer vanalega fram í apríl og hinn 44 ára gamli Tiger vann eftirminnilegan sigur á mótinu í fyrra. Það var fyrsti sigur hans á risamóti í ellefu ár en jafnframt fimmti sigurinn á Masters og fimmtándi sigurinn á risamóti. „Ég fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa um þetta,“ sagði Tiger við fjölmiðla um sigurinn í fyrra. Fjöldi áhorfenda kyrjaði nafn hans og hann fagnaði sigrinum með börnum sínum sem biðu við átjándu flötina á Augusta-vellinum. Sú verður ekki raunin nú því áhorfendur eru bannaðir vegna kórónuveirufaraldursins. Tiger byrjar á tíunda teig „Ég gekk þarna af flötinni, sá [son minn] Charlie með opinn faðminn, og þetta hafði mikla þýðingu fyrir mig og hefur enn. Þetta minnti mig bara svo mikið á mig og pabba minn [Earl árið 1997] og það að fullkomna hringinn svona gefur mér enn þá mikið, og fær mann til að tárast aðeins,“ sagði Tiger. Tiger hefur leik á morgun kl. 12.55 að íslenskum tíma og er meðal annars í ráshópi með Íranum Shane Lowry, sigurvegara The Open í fyrra. Vegna þess að mótið fer fram á þessum árstíma þarf að keyra það hraðar en ella, og því er ræst út af 1. og 10. teig. Tiger byrjar á 10. teig á morgun. Tiger segist enn vera að „púsla öllu saman“ en vonast til að það hafi tekist fyrir mótið sem hefst á morgun. Faraldurinn hefur auðvitað haft sín áhrif en Tiger hefur lítið sýnt á þessu ári og aðeins tekið þátt í sex mótum. Klippa: Tiger Woods á Masters „Ég hef augljóslega ekki spilað mikið. En þetta hefur snúist um að gíra sig upp fyrir risamótin og reyna að skilja hvað við erum að etja við vegna COVID, og reyna að vera öruggur. Ég var hikandi við að snúa aftur og byrja að spila, og þess vegna beið ég svona lengi og sneri aftur á Memorial. Síðan þá hef ég ekki alveg náð að púsla öllu saman en það gerist vonandi í vikunni,“ sagði Tiger. Masters mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf frá fimmtudegi til sunnudags. Útsending á morgun hefst kl. 18.
Golf Tengdar fréttir Rory McIlroy spilar með sérhannað gullúr á Masters mótinu í ár Mun margra milljóna gullúr fær Rory McIlroy heppni á Mastersmótinu í ár. Norður Írinn ætlar að láta á það reyna þegar mótið byrjar á morgun. 11. nóvember 2020 10:01 Afmælisbarnið fór holu í höggi eftir að kúlan fleytti kerlingar á vatninu | Myndband Menn gera ýmslegt til að hita upp fyrir eitt stærsta golfmót ársins. Til að mynda að fleyta kerlingar á 16. holu Augusta-vallarins. 10. nóvember 2020 21:45 Veðbankar hafa litla trú á að Tiger verji titilinn á Masters Bryson DeChambeau þykir líklegastur til að vinna Masters mótið í ár ef marka má veðbanka. Þeir hafa hins vegar litla trú á ríkjandi meistaranum, Tiger Woods. 10. nóvember 2020 16:31 Missir af fyrsta risamótinu síðan 1999 vegna veirunnar Í fyrsta sinn síðan 1999 verður Sergio García ekki með á risamóti í golfi. Hann greindist með kórónuveiruna. 9. nóvember 2020 18:01 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Rory McIlroy spilar með sérhannað gullúr á Masters mótinu í ár Mun margra milljóna gullúr fær Rory McIlroy heppni á Mastersmótinu í ár. Norður Írinn ætlar að láta á það reyna þegar mótið byrjar á morgun. 11. nóvember 2020 10:01
Afmælisbarnið fór holu í höggi eftir að kúlan fleytti kerlingar á vatninu | Myndband Menn gera ýmslegt til að hita upp fyrir eitt stærsta golfmót ársins. Til að mynda að fleyta kerlingar á 16. holu Augusta-vallarins. 10. nóvember 2020 21:45
Veðbankar hafa litla trú á að Tiger verji titilinn á Masters Bryson DeChambeau þykir líklegastur til að vinna Masters mótið í ár ef marka má veðbanka. Þeir hafa hins vegar litla trú á ríkjandi meistaranum, Tiger Woods. 10. nóvember 2020 16:31
Missir af fyrsta risamótinu síðan 1999 vegna veirunnar Í fyrsta sinn síðan 1999 verður Sergio García ekki með á risamóti í golfi. Hann greindist með kórónuveiruna. 9. nóvember 2020 18:01