Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2020 20:12 Handtalning atkvæða hófst í Georgíu í dag. Afar ósennilegt er talið að endurtalningin hafi áhrif á úrslitin en Joe Biden virðist hafa sigrað með yfir fjórtán þúsund atkvæða mun. AP/Ben Gray Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. Dómari í Michigan hafnaði kröfu framboðsins um að stöðva staðfestingu úrslita í Detroit, málsókn í Arizona var dregin til baka og lögmannsstofa sem fór með mál í Pennsylvaníu dró sig í hlé. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna ósigur þrátt fyrir að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi þegar verið lýstur sigurvegari í ríkjum sem gefa honum vel umfram þá 270 kjörmenn sem hann þurfti til að vinna í forsetakosningunum. Biden var lýstur sigurvegari í Arizona í dag en hann hafði þegar sigrað í lykilríkjunum Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu. Handtalning atkvæða hófst í Georgíu, þar sem Biden leiðir með rúmlega 14.000 atkvæðum, í morgun. Afar ósennilegt er að endurtalningin hrófli við úrslitunum þrátt fyrir ásakanir Trump-framboðsins um misferli. Lokastaðan í kosningunum eftir að Biden var spáð sigri í Georgíu og Trump í Norður-Karólínu í dag er 306 kjörmenn Biden gegn 232 forsetans. Til að hnekkja úrslitunum hefur Trump og framboð hans höfðað fjölda dómsmála í lykilríkjum sem eiga að styðja stoðlausar fullyrðingar forsetans um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn. Lögmönnum framboðsins hefur þó ekki tekist að leggja fram neinar sannanir fyrir slíkum ásökunum og þess í stað aðeins reynt að fá tiltekin atkvæði úrskurðuð ógild. Þau atkvæði eru talin í hundruðum en Biden sigraði í lykilríkjum með tuga eða jafnvel hundruð þúsunda atkvæða mun. Of almennar ásakanir til að hægt sé að sanna þær Ríkisdómari í Michigan hafnaði kröfu Repúblikanaflokksins um að staðfesting kosningaúrslitanna í Wayne-sýslu, sem Detroit, stærsta borg ríkisins, tilheyrir, skyldi stöðvuð á meðan endurskoðun á atkvæðum færi fram. „Það væri fordæmalaus réttarfarsleg aðgerðahyggja ef þessi dómstóll tæki upp á því að stöðva staðfestingarferlið,“ sagði dómarinn í málinu, að sögn New York Times. Repúblikanar héldu því meðal annars fram að einhverjir starfsmenn kjörstjórna hafi kennt kjósendum að greiða Biden atkvæði, sumir kosningaeftirlitsmenn flokksins hafi ekki fengið nægilegan aðgang að talningu atkvæða og að fjöldi atkvæða hafi verið fluttur í talningarstöð á óeðlilegan hátt um miðja nótt. Lögmenn demókrata í Michigan bentu á að um hundrað eftirlitsmenn repúblikana hafi fengið aðgang að talningarstöð í Detroit en sumir þeirra sem yfirgáfu staðinn hafi ekki fengið að koma aftur vegna mannmergðar þar. Dómarinn sagðist taka sumar ásakaninna alvarlega en að aðrar væru of almennar til að hægt væri að færa sönnur á þær. Í einhverjum tilfellum væru þær aðeins vangaveltur og ágiskanir. Tússpennar höfðu ekki áhrif á nógu mörg atkvæði í Arizona Fyrr í dag létu repúblikanar falla niður málsókn í Arizona sem tengdist ásökunum um að atkvæði greidd Trump forseta hafi verið úrskurðuð ógild ef kjósendur notuðu tússpenna. Lögmenn framboðsins viðurkenndu að ekki væru nægilega mörg atkvæði í spilinu til að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna þar. Dómsmálaráðherra Arizona hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að kjósendur sem notuðu tússpenna hefðu ekki verið sviptir atkvæðarétti sínum. Í Pennsylvaníu, ríkinu sem kom Biden fyrst yfir 270 kjörmanna hjallann, dró lögmannsstofan sem hefur unnið að málsókn framboðs Trump sig frá málinu í dag. Framboðið leitar sér nú að öðrum lögmönnum. Framboðið vill fá neyðarlögbann til að stöðva staðfestingu kosningaúrslitanna í ríkinu á þeim forsendum að hundruð þúsunda atkvæða sem voru greidd í Fíladelfíu og Pittsburgh, tveimur vígum demókrataflokksins, hafi verið ógild vegna þess að eftirlitsmenn framboðsins hafi ekki náð að fylgjast með talningu þeirra. Fulltrúar kjörstjórnar í borgunum tveimur hafa hafnað þessum ásökunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. Dómari í Michigan hafnaði kröfu framboðsins um að stöðva staðfestingu úrslita í Detroit, málsókn í Arizona var dregin til baka og lögmannsstofa sem fór með mál í Pennsylvaníu dró sig í hlé. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna ósigur þrátt fyrir að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi þegar verið lýstur sigurvegari í ríkjum sem gefa honum vel umfram þá 270 kjörmenn sem hann þurfti til að vinna í forsetakosningunum. Biden var lýstur sigurvegari í Arizona í dag en hann hafði þegar sigrað í lykilríkjunum Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu. Handtalning atkvæða hófst í Georgíu, þar sem Biden leiðir með rúmlega 14.000 atkvæðum, í morgun. Afar ósennilegt er að endurtalningin hrófli við úrslitunum þrátt fyrir ásakanir Trump-framboðsins um misferli. Lokastaðan í kosningunum eftir að Biden var spáð sigri í Georgíu og Trump í Norður-Karólínu í dag er 306 kjörmenn Biden gegn 232 forsetans. Til að hnekkja úrslitunum hefur Trump og framboð hans höfðað fjölda dómsmála í lykilríkjum sem eiga að styðja stoðlausar fullyrðingar forsetans um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn. Lögmönnum framboðsins hefur þó ekki tekist að leggja fram neinar sannanir fyrir slíkum ásökunum og þess í stað aðeins reynt að fá tiltekin atkvæði úrskurðuð ógild. Þau atkvæði eru talin í hundruðum en Biden sigraði í lykilríkjum með tuga eða jafnvel hundruð þúsunda atkvæða mun. Of almennar ásakanir til að hægt sé að sanna þær Ríkisdómari í Michigan hafnaði kröfu Repúblikanaflokksins um að staðfesting kosningaúrslitanna í Wayne-sýslu, sem Detroit, stærsta borg ríkisins, tilheyrir, skyldi stöðvuð á meðan endurskoðun á atkvæðum færi fram. „Það væri fordæmalaus réttarfarsleg aðgerðahyggja ef þessi dómstóll tæki upp á því að stöðva staðfestingarferlið,“ sagði dómarinn í málinu, að sögn New York Times. Repúblikanar héldu því meðal annars fram að einhverjir starfsmenn kjörstjórna hafi kennt kjósendum að greiða Biden atkvæði, sumir kosningaeftirlitsmenn flokksins hafi ekki fengið nægilegan aðgang að talningu atkvæða og að fjöldi atkvæða hafi verið fluttur í talningarstöð á óeðlilegan hátt um miðja nótt. Lögmenn demókrata í Michigan bentu á að um hundrað eftirlitsmenn repúblikana hafi fengið aðgang að talningarstöð í Detroit en sumir þeirra sem yfirgáfu staðinn hafi ekki fengið að koma aftur vegna mannmergðar þar. Dómarinn sagðist taka sumar ásakaninna alvarlega en að aðrar væru of almennar til að hægt væri að færa sönnur á þær. Í einhverjum tilfellum væru þær aðeins vangaveltur og ágiskanir. Tússpennar höfðu ekki áhrif á nógu mörg atkvæði í Arizona Fyrr í dag létu repúblikanar falla niður málsókn í Arizona sem tengdist ásökunum um að atkvæði greidd Trump forseta hafi verið úrskurðuð ógild ef kjósendur notuðu tússpenna. Lögmenn framboðsins viðurkenndu að ekki væru nægilega mörg atkvæði í spilinu til að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna þar. Dómsmálaráðherra Arizona hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að kjósendur sem notuðu tússpenna hefðu ekki verið sviptir atkvæðarétti sínum. Í Pennsylvaníu, ríkinu sem kom Biden fyrst yfir 270 kjörmanna hjallann, dró lögmannsstofan sem hefur unnið að málsókn framboðs Trump sig frá málinu í dag. Framboðið leitar sér nú að öðrum lögmönnum. Framboðið vill fá neyðarlögbann til að stöðva staðfestingu kosningaúrslitanna í ríkinu á þeim forsendum að hundruð þúsunda atkvæða sem voru greidd í Fíladelfíu og Pittsburgh, tveimur vígum demókrataflokksins, hafi verið ógild vegna þess að eftirlitsmenn framboðsins hafi ekki náð að fylgjast með talningu þeirra. Fulltrúar kjörstjórnar í borgunum tveimur hafa hafnað þessum ásökunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira