Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2020 23:51 Liðsmaður hægriöfgasamtakanna „Stoltu strákanna“ með derhúfu til stuðnings Trump forseta rökræðir við mótmælanda í Fíladelfíu eftir kosningarnar í síðustu viku. Talið er að liðsmenn hreyfingarinnar ætli að fjölmenn til höfuðborgarinnar til að styðja forsetann. AP/Rebecca Blackwell Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. Forsetinn neitaði enn að játa sig sigraðan þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta sinn frá ósigrinum í forsetakosningunum í dag. Eftir að fjölmiðlar lýstu yfir sigurvegurum í síðustu ríkjunum sem eftir stóðu í forsetakosningunum sem fóru fram í síðustu viku er Joe Biden, frambjóðandi demókrata, með 306 kjörmenn gegn 232 forsetans. Trump hefur neitað að viðurkenna ósigur og höfðað fjölda mála í nokkrum ríkjum til að koma í veg fyrir að Biden verði staðfestur sigurvegari formlega. Forsetinn hafði ekki komið fram opinberlega eftir að Biden var lýstur sigurvegari á laugardag fyrr en á viðburði um bóluefni gegn kórónuveirunni í Hvíta húsinu í dag. Þar hélt Trump sig enn við að ekki yrði ljóst hver yrði næsti. Lýsti hann andstöðu sinni við strangar sóttvarnaaðgerðir gegn faraldrinum og endurtók fyrri rangindi sín um að mikinn fjölda smitaðra í Bandaríkjunum megi rekja til þess hversu víðtæk skimun fari fram í landinu. „Þessi ríkisstjórn mun ekki standa fyrir lokunum. Vonandi, hvað sem gerist í framtíðinni, hver veit hvaða ríkisstjórn það verður, ég býst við því að tíminn greiði úr því, en ég get sagt ykkur að þessi ríkisstjórn mun ekki standa fyrir lokunum,“ sagði Trump. Donald Trump makes reference to #Election2020 result while speaking publicly for first time since Joe Biden's projected winhttps://t.co/0W4qdHqyx0 pic.twitter.com/E9ZyQlm6Uv— BBC News (World) (@BBCWorld) November 13, 2020 Fyrr í dag lofaði hann stuðningsmenn sína fyrir að standa með honum í tilraunum hans til þess að fá kosningaúrslitunum hnekkt á Twitter. „Það vermir hjartaræturnar að sjá allan þennan rosalega stuðning þarna úti, sérstaklega sjálfsprottnu kröfufundina sem spretta upp um allt land, þar á meðal stór á laugardaginn í D.C. [Washington-borg]. Ég kem jafnvel við og heilsa,“ tísti forsetinn. Heartwarming to see all of the tremendous support out there, especially the organic Rallies that are springing up all over the Country, including a big one on Saturday in D.C. I may even try to stop by and say hello. This Election was Rigged, from Dominion all the way up & down!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 13, 2020 Óttast átök á milli ólíkra fylkinga Reuters-fréttastofan segir að á meðal skipuleggjenda baráttufundanna í Washington á laugardag séu Alex Jones, hægriföfgasamsæriskenningasmiður, og Nicholas Fuentes sem sjálfur lýsir sér sem bandarískum þjóðernissinna. Liðsmenn hægriöfgasamtakanna „Stoltu strákanna“ og „Varðmanna eiðsins“ eru sagðir ætla að mæta á útifundina. Enrique Tarrio, leiðtogi Stoltu strákanna, segir að hann búist við um 250 félögum sínum til höfuðborgarinnar. Hann búist ekki við ofbeldi og að liðsmenn samtakanna virði reglu um vopnaburð sem gilda þar. Vinstrisinnaðir hópar eru sagðir ætla að efna til gagnmótmæla. Sérfræðingar í öryggismálum óttast að til átaka geti komið í Washington er ólíkum fylkingum lýstur saman. Fleiri fundir til stuðnings Trump forseta er áformaðir í fleiri stórborgum víðar um landið. Til götuóeirða kom í borginni Charlottesville í Virginíu árið 2017 þegar skarst í brýnu á milli hvítra þjóðernissinna, nýnasista og annarra hægriöfgamanna annars vegar og gagnmótmælenda hins vegar. Kona á fertugsaldri lést þegar nýnasisti ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. 13. nóvember 2020 20:12 Opinber eftirlitsnefnd segir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa verið þær öruggustu í sögunni Opinber eftirlitsnefnd með kosningum í Bandaríkjunum segir að forsetakosningarnar sem fram fóru þar á dögunum hafi verið „þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna“. 13. nóvember 2020 06:56 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. Forsetinn neitaði enn að játa sig sigraðan þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta sinn frá ósigrinum í forsetakosningunum í dag. Eftir að fjölmiðlar lýstu yfir sigurvegurum í síðustu ríkjunum sem eftir stóðu í forsetakosningunum sem fóru fram í síðustu viku er Joe Biden, frambjóðandi demókrata, með 306 kjörmenn gegn 232 forsetans. Trump hefur neitað að viðurkenna ósigur og höfðað fjölda mála í nokkrum ríkjum til að koma í veg fyrir að Biden verði staðfestur sigurvegari formlega. Forsetinn hafði ekki komið fram opinberlega eftir að Biden var lýstur sigurvegari á laugardag fyrr en á viðburði um bóluefni gegn kórónuveirunni í Hvíta húsinu í dag. Þar hélt Trump sig enn við að ekki yrði ljóst hver yrði næsti. Lýsti hann andstöðu sinni við strangar sóttvarnaaðgerðir gegn faraldrinum og endurtók fyrri rangindi sín um að mikinn fjölda smitaðra í Bandaríkjunum megi rekja til þess hversu víðtæk skimun fari fram í landinu. „Þessi ríkisstjórn mun ekki standa fyrir lokunum. Vonandi, hvað sem gerist í framtíðinni, hver veit hvaða ríkisstjórn það verður, ég býst við því að tíminn greiði úr því, en ég get sagt ykkur að þessi ríkisstjórn mun ekki standa fyrir lokunum,“ sagði Trump. Donald Trump makes reference to #Election2020 result while speaking publicly for first time since Joe Biden's projected winhttps://t.co/0W4qdHqyx0 pic.twitter.com/E9ZyQlm6Uv— BBC News (World) (@BBCWorld) November 13, 2020 Fyrr í dag lofaði hann stuðningsmenn sína fyrir að standa með honum í tilraunum hans til þess að fá kosningaúrslitunum hnekkt á Twitter. „Það vermir hjartaræturnar að sjá allan þennan rosalega stuðning þarna úti, sérstaklega sjálfsprottnu kröfufundina sem spretta upp um allt land, þar á meðal stór á laugardaginn í D.C. [Washington-borg]. Ég kem jafnvel við og heilsa,“ tísti forsetinn. Heartwarming to see all of the tremendous support out there, especially the organic Rallies that are springing up all over the Country, including a big one on Saturday in D.C. I may even try to stop by and say hello. This Election was Rigged, from Dominion all the way up & down!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 13, 2020 Óttast átök á milli ólíkra fylkinga Reuters-fréttastofan segir að á meðal skipuleggjenda baráttufundanna í Washington á laugardag séu Alex Jones, hægriföfgasamsæriskenningasmiður, og Nicholas Fuentes sem sjálfur lýsir sér sem bandarískum þjóðernissinna. Liðsmenn hægriöfgasamtakanna „Stoltu strákanna“ og „Varðmanna eiðsins“ eru sagðir ætla að mæta á útifundina. Enrique Tarrio, leiðtogi Stoltu strákanna, segir að hann búist við um 250 félögum sínum til höfuðborgarinnar. Hann búist ekki við ofbeldi og að liðsmenn samtakanna virði reglu um vopnaburð sem gilda þar. Vinstrisinnaðir hópar eru sagðir ætla að efna til gagnmótmæla. Sérfræðingar í öryggismálum óttast að til átaka geti komið í Washington er ólíkum fylkingum lýstur saman. Fleiri fundir til stuðnings Trump forseta er áformaðir í fleiri stórborgum víðar um landið. Til götuóeirða kom í borginni Charlottesville í Virginíu árið 2017 þegar skarst í brýnu á milli hvítra þjóðernissinna, nýnasista og annarra hægriöfgamanna annars vegar og gagnmótmælenda hins vegar. Kona á fertugsaldri lést þegar nýnasisti ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. 13. nóvember 2020 20:12 Opinber eftirlitsnefnd segir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa verið þær öruggustu í sögunni Opinber eftirlitsnefnd með kosningum í Bandaríkjunum segir að forsetakosningarnar sem fram fóru þar á dögunum hafi verið „þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna“. 13. nóvember 2020 06:56 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. 13. nóvember 2020 20:12
Opinber eftirlitsnefnd segir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa verið þær öruggustu í sögunni Opinber eftirlitsnefnd með kosningum í Bandaríkjunum segir að forsetakosningarnar sem fram fóru þar á dögunum hafi verið „þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna“. 13. nóvember 2020 06:56