Apple sagt stefna á framleiðslu rafbíla árið 2024 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2020 22:09 Tim Cook er forstjóri Apple. Getty/Justin Sullivan Bandaríski tæknirisinn Apple er sagður stefna á að hefja framleiðslu sjálfkeyrandi rafbíla árið 2024. Reuters greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sem sagðir eru í frétt Reuters þekkja vel til áætlana Apple, sem hingað til hefur einbeitt sér að raftækjum á borð við síma og tölvur. Verkefnið nefnist Project Titan og hefur í raun verið í vinnslu frá árinu 2014, þegar vinna við að hanna bíl hófst innan veggja Apple. Framvinda verkefnisins hefur þó verið stopul, þangað til Apple réði Doug Field árið 2018, mann sem starfaði lengi hjá Apple áður en hann fór yfir til bílaframleiðandans Tesla, áður en hann sneri aftur til apple. Í frétt Reuters segir að skriður hafi komist á verkefnið eftir það og að nú sé staðan þannig að innan Apple telji menn gerlegt að hefja framleiðslu á sjálfkeyrandi rafmagnsbíl árið 2024 fyrir almennan markað. Í fréttinni kemur einnig fram að miðpunktur verkefnisins sé ný hönnun Apple á batteríum sem sögð er lækka framleiðslukostnað á sama tíma og drægnin eykst. Heimildarmenn Reuters benda þó á að svo gæti farið að Apple dragi úr verkefninu á seinni stigum, og einbeiti sér frekar að því að hanna hugbúnað sem muni passa í sjálfkeyrandi bíla frá hefðbundnari bílaframleiðendum. Verkefni sé þó komið á það stig að Apple sé að leita sér að framleiðendum til þess að framleiða ýmis konar íhluti í bílana. Apple Bílar Bandaríkin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Reuters greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sem sagðir eru í frétt Reuters þekkja vel til áætlana Apple, sem hingað til hefur einbeitt sér að raftækjum á borð við síma og tölvur. Verkefnið nefnist Project Titan og hefur í raun verið í vinnslu frá árinu 2014, þegar vinna við að hanna bíl hófst innan veggja Apple. Framvinda verkefnisins hefur þó verið stopul, þangað til Apple réði Doug Field árið 2018, mann sem starfaði lengi hjá Apple áður en hann fór yfir til bílaframleiðandans Tesla, áður en hann sneri aftur til apple. Í frétt Reuters segir að skriður hafi komist á verkefnið eftir það og að nú sé staðan þannig að innan Apple telji menn gerlegt að hefja framleiðslu á sjálfkeyrandi rafmagnsbíl árið 2024 fyrir almennan markað. Í fréttinni kemur einnig fram að miðpunktur verkefnisins sé ný hönnun Apple á batteríum sem sögð er lækka framleiðslukostnað á sama tíma og drægnin eykst. Heimildarmenn Reuters benda þó á að svo gæti farið að Apple dragi úr verkefninu á seinni stigum, og einbeiti sér frekar að því að hanna hugbúnað sem muni passa í sjálfkeyrandi bíla frá hefðbundnari bílaframleiðendum. Verkefni sé þó komið á það stig að Apple sé að leita sér að framleiðendum til þess að framleiða ýmis konar íhluti í bílana.
Apple Bílar Bandaríkin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira