Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 23:04 Margir eru uggandi yfir afleiðingum þess að þingmenn séu settir í þá stöðu að þurfa að taka opinbera afstöðu með eða á móti Trump. epa/Michael Reynolds Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. Ákvörðun Hawley mun gera það að verkum að þingmenn beggja deilda ganga til atkvæða um sigur Joe Biden í kosningunum. Þingmenn Repúblikanaflokksins munu þannig þurfa að opinbera afstöðu sína gagnvart kosningunum eða með öðrum orðum; taka afstöðu með eða á móti forsetanum, sem heldur því enn fram að kosningunm hafi verið „stolið“. Nokkuð er síðan nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni sögðust myndu mótmæla úrslitunum en ákvörðun Hawley skiptir sköpum þar sem þingmenn beggja deilda verða að mótmæla til að eitthvað gerist. Og hvað er það sem gerist? Hawley virðist ötull stuðningsmaður forsetans, ef marka má Twitter. Jú, ef úrslitum er mótmælt í báðum deildum þegar þær koma saman 6. janúar er þeim skipt upp og báðar deildir taka allt að tvær klukkustundir til að ræða málið. Það er síðan útkljáð með atkvæðagreiðslu. Fulltrúadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gefið út að þeir hyggist mótmæla talningunni í allt að sex ríkjum, sem þýðir að umræðurnar gætu varað í allt að tólf klukkustundir samanlagt. Óttast pólitískan sirkus Þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína benti Hawley meðal annars á að demókratar hafa sjálfir gripið til mótmæla en það gerðu þeir meðal annars þegar Trump sigraði í forsetakosningunum árið 2016 og þegar George W. Bush vann naumlega í Flórída, eins og frægt er orðið. Í bæði skipti tók þó enginn öldungadeildarþingmaður undir mótmælin og málið því sjálfdautt. Heimildir herma að nokkuð kurr sé í mörgum repúblikönum vegna fyrirætlana Hawley og félaga; talningin muni verða að pólitískum sirkus og draga athyglina að tilhæfulausum ásökunum Donald Trump. Mitch MCConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hefur fyrir sitt leyti sagt mótmælin gjörsamlega tilgangslaus. Það eina sem muni gerast er að flokksmenn muni neyðast til að taka afstöðu gegn Trump, flokksbróður sínum og sitjandi forseta. Trump hefur þrýst mjög á að þingið láti til sín taka hvað varðar úrslit kosninganna, þar sem dómstólaleiðin hefur ekki reynst heillavænleg. Hann mun ekki taka því vel ef samflokksmenn hans greiða atkvæði til að staðfesta sigur Biden en hann hefur þegar haft í hótunum við þá sem styðja ekki mótmælin. Republicans in the Senate so quickly forget. Right now they would be down 8 seats without my backing them in the last Election. RINO John Thune, “Mitch’s boy”, should just let it play out. South Dakota doesn’t like weakness. He will be primaried in 2022, political career over!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Ákvörðun Hawley mun gera það að verkum að þingmenn beggja deilda ganga til atkvæða um sigur Joe Biden í kosningunum. Þingmenn Repúblikanaflokksins munu þannig þurfa að opinbera afstöðu sína gagnvart kosningunum eða með öðrum orðum; taka afstöðu með eða á móti forsetanum, sem heldur því enn fram að kosningunm hafi verið „stolið“. Nokkuð er síðan nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni sögðust myndu mótmæla úrslitunum en ákvörðun Hawley skiptir sköpum þar sem þingmenn beggja deilda verða að mótmæla til að eitthvað gerist. Og hvað er það sem gerist? Hawley virðist ötull stuðningsmaður forsetans, ef marka má Twitter. Jú, ef úrslitum er mótmælt í báðum deildum þegar þær koma saman 6. janúar er þeim skipt upp og báðar deildir taka allt að tvær klukkustundir til að ræða málið. Það er síðan útkljáð með atkvæðagreiðslu. Fulltrúadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gefið út að þeir hyggist mótmæla talningunni í allt að sex ríkjum, sem þýðir að umræðurnar gætu varað í allt að tólf klukkustundir samanlagt. Óttast pólitískan sirkus Þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína benti Hawley meðal annars á að demókratar hafa sjálfir gripið til mótmæla en það gerðu þeir meðal annars þegar Trump sigraði í forsetakosningunum árið 2016 og þegar George W. Bush vann naumlega í Flórída, eins og frægt er orðið. Í bæði skipti tók þó enginn öldungadeildarþingmaður undir mótmælin og málið því sjálfdautt. Heimildir herma að nokkuð kurr sé í mörgum repúblikönum vegna fyrirætlana Hawley og félaga; talningin muni verða að pólitískum sirkus og draga athyglina að tilhæfulausum ásökunum Donald Trump. Mitch MCConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hefur fyrir sitt leyti sagt mótmælin gjörsamlega tilgangslaus. Það eina sem muni gerast er að flokksmenn muni neyðast til að taka afstöðu gegn Trump, flokksbróður sínum og sitjandi forseta. Trump hefur þrýst mjög á að þingið láti til sín taka hvað varðar úrslit kosninganna, þar sem dómstólaleiðin hefur ekki reynst heillavænleg. Hann mun ekki taka því vel ef samflokksmenn hans greiða atkvæði til að staðfesta sigur Biden en hann hefur þegar haft í hótunum við þá sem styðja ekki mótmælin. Republicans in the Senate so quickly forget. Right now they would be down 8 seats without my backing them in the last Election. RINO John Thune, “Mitch’s boy”, should just let it play out. South Dakota doesn’t like weakness. He will be primaried in 2022, political career over!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira