Geta ekki beðið í þrettán daga Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2021 17:39 Frá þingfundi í nótt. Þingmenn úr báðum flokkum eru sagðir órólegir og vilja losna við Trump úr embætti. Getty/Greg Nash Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. Bæði þingmenn úr röðum Repúblikana- og Demókrataflokksins hafa lýst þeirri skoðun sinni að það sé ótækt að Trump sitji lengur í embætti eftir atburði gærdagsins, þegar múgur réðst inn í þinghúsið til þess að lýsa yfir stuðningi við hann og mótmæla kjöri Biden. Viðbrögð Trump hafa verið harðlega gagnrýnd þar sem hann gerði lítið til þess að lægja öldurnar og sagðist skilja reiði þeirra. Fjórir létust í árásinni á þinghúsið, þar á meðal ein kona, stuðningsmaður Donalds Trump, sem skotin var til bana af lögreglu. Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter sáu ástæðu til þess að taka færslur forsetans til skoðunar og var lokað á aðgang hans í kjölfar þeirra. Adam Kinzinger, þingmaður Repúblikanaflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar eftir því að viðaukinn verði virkjaður. Það sé nauðsynlegt til þess að vernda lýðræðið. „Gærdagurinn var sorgardagur eins og við vitum öll,“ sagði hann og bætti við að Trump og aðrir leiðtogar bæru mikla ábyrgð á því sem gerðist í gær. Styrkur stjórnarskrárinnar og lýðræðisins hafi þó haldið en það væri nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinnar. It’s with a heavy heart I am calling for the sake of our Democracy that the 25th Amendment be invoked. My statement: pic.twitter.com/yVyQrYcjuD— Adam Kinzinger (@RepKinzinger) January 7, 2021 Þá hefur Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagt óásættanlegt að Trump sitji áfram í embætti. Samflokkskona hans í fulltrúadeildinni, þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez, segir nauðsynlegt að þingið komi saman og hefji ákæruferli ef viðaukinn verði ekki virkjaður. „Við búum ekki svo vel að hafa tíma,“ skrifaði hún. If the 25th amendment is not invoked today, Congress must reconvene immediately for impeachment and removal proceedings.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 7, 2021 Í gær var greint frá því að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að virkja viðaukann og að Mike Pence, fráfarandi varaforseti, tæki þá við embætti forseta fram að embættistöku Biden. Ekkert var þó staðfest í þeim efnum en svo virðist sem fleiri séu sammála þeirri skoðun. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Bæði þingmenn úr röðum Repúblikana- og Demókrataflokksins hafa lýst þeirri skoðun sinni að það sé ótækt að Trump sitji lengur í embætti eftir atburði gærdagsins, þegar múgur réðst inn í þinghúsið til þess að lýsa yfir stuðningi við hann og mótmæla kjöri Biden. Viðbrögð Trump hafa verið harðlega gagnrýnd þar sem hann gerði lítið til þess að lægja öldurnar og sagðist skilja reiði þeirra. Fjórir létust í árásinni á þinghúsið, þar á meðal ein kona, stuðningsmaður Donalds Trump, sem skotin var til bana af lögreglu. Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter sáu ástæðu til þess að taka færslur forsetans til skoðunar og var lokað á aðgang hans í kjölfar þeirra. Adam Kinzinger, þingmaður Repúblikanaflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar eftir því að viðaukinn verði virkjaður. Það sé nauðsynlegt til þess að vernda lýðræðið. „Gærdagurinn var sorgardagur eins og við vitum öll,“ sagði hann og bætti við að Trump og aðrir leiðtogar bæru mikla ábyrgð á því sem gerðist í gær. Styrkur stjórnarskrárinnar og lýðræðisins hafi þó haldið en það væri nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinnar. It’s with a heavy heart I am calling for the sake of our Democracy that the 25th Amendment be invoked. My statement: pic.twitter.com/yVyQrYcjuD— Adam Kinzinger (@RepKinzinger) January 7, 2021 Þá hefur Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagt óásættanlegt að Trump sitji áfram í embætti. Samflokkskona hans í fulltrúadeildinni, þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez, segir nauðsynlegt að þingið komi saman og hefji ákæruferli ef viðaukinn verði ekki virkjaður. „Við búum ekki svo vel að hafa tíma,“ skrifaði hún. If the 25th amendment is not invoked today, Congress must reconvene immediately for impeachment and removal proceedings.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 7, 2021 Í gær var greint frá því að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að virkja viðaukann og að Mike Pence, fráfarandi varaforseti, tæki þá við embætti forseta fram að embættistöku Biden. Ekkert var þó staðfest í þeim efnum en svo virðist sem fleiri séu sammála þeirri skoðun.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37