Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. janúar 2021 18:45 Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið og braut meðal annars glugga á húsinu. Getty/Mostafa Bassim Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. Lögregla skaut konu til bana og þrír létust af heilsufarstengdum ástæðum í sögulegri atburðarás. Aðdragandinn er sá að Trump forseti hefur ítrekað fullyrt, ranglega, að Demókratar hafi svindlað í forsetakosningum nóvembermánaðar. Fyrr í gær hvatti Trump stuðningsmenn til að fara að þinghúsinu þar sem til stóð að staðfesta sigur Joes Biden. „Við ætlum að ganga saman niður Pennsylvaníustræti, ég elska Pennsylvaníustræti, og förum að þinghúsinu,“ sagði forsetinn fráfarandi. Arizona-maðurinn Jake Angeli var einn þeirra sem réðust inn í þinghúsið. Hann hefur verið virkur í samfélagi öfgaþjóðernissinna í ríki sínuGetty/Win McNamee Réðust inn í þinghúsið Múgurinn komst inn í þinghúsið og rjúfa þurfti þingfund. Stuðningsmenn forsetans komust inn á skrifstofur þingmanna og mátuðu meðal annars stól þingforseta. Þingmenn fordæmdu áhlaupið harðlega og eftir langa þögn sendi Trump frá sér ávarp á Twitter þar sem hann ítrekaði fullyrðingar um kosningasvindl, bað stuðningsmenn sína um að fara heim og sagðist elska þá. Þingið gat haldið áfram fundi eftir miðnætti og svo fór að niðurstöðurnar voru staðfestar. Embættismenn í stjórn Trumps hafa sagt af sér og þingmenn rætt um að ákæra forsetann til embættismissis eða að virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar og svipta hann völdum fyrir að hafa hvatt til áhlaupsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Árás á lýðræðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmir, eins og fjöldi þjóðarleiðtoga, viðburði gærdagsins. „Það var auðvitað sláandi að fylgjast með þessum atburðum. Þarna er í raun og veru, að áeggjan fráfarandi forseta, söfnuður sem safnast saman og ryðst inn í þinghúsið. Það að ráðast inn í þinghús með þessum hætti er auðvitað ekkert annað en árás á lýðræðið sjálft.“ Vonandi verði atburðir gærdagsins til þess að fólk taki skýrari afstöðu gegn andlýðræðislegum öflum, segir Katrín. „Það er að segja það hefur verið gert lítið að einhverju leyti úr þessari andlýðræðislegu orðræðu sem við höfum séð tíðkast undanfarin misseri.“ Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57 Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Lögregla skaut konu til bana og þrír létust af heilsufarstengdum ástæðum í sögulegri atburðarás. Aðdragandinn er sá að Trump forseti hefur ítrekað fullyrt, ranglega, að Demókratar hafi svindlað í forsetakosningum nóvembermánaðar. Fyrr í gær hvatti Trump stuðningsmenn til að fara að þinghúsinu þar sem til stóð að staðfesta sigur Joes Biden. „Við ætlum að ganga saman niður Pennsylvaníustræti, ég elska Pennsylvaníustræti, og förum að þinghúsinu,“ sagði forsetinn fráfarandi. Arizona-maðurinn Jake Angeli var einn þeirra sem réðust inn í þinghúsið. Hann hefur verið virkur í samfélagi öfgaþjóðernissinna í ríki sínuGetty/Win McNamee Réðust inn í þinghúsið Múgurinn komst inn í þinghúsið og rjúfa þurfti þingfund. Stuðningsmenn forsetans komust inn á skrifstofur þingmanna og mátuðu meðal annars stól þingforseta. Þingmenn fordæmdu áhlaupið harðlega og eftir langa þögn sendi Trump frá sér ávarp á Twitter þar sem hann ítrekaði fullyrðingar um kosningasvindl, bað stuðningsmenn sína um að fara heim og sagðist elska þá. Þingið gat haldið áfram fundi eftir miðnætti og svo fór að niðurstöðurnar voru staðfestar. Embættismenn í stjórn Trumps hafa sagt af sér og þingmenn rætt um að ákæra forsetann til embættismissis eða að virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar og svipta hann völdum fyrir að hafa hvatt til áhlaupsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Árás á lýðræðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmir, eins og fjöldi þjóðarleiðtoga, viðburði gærdagsins. „Það var auðvitað sláandi að fylgjast með þessum atburðum. Þarna er í raun og veru, að áeggjan fráfarandi forseta, söfnuður sem safnast saman og ryðst inn í þinghúsið. Það að ráðast inn í þinghús með þessum hætti er auðvitað ekkert annað en árás á lýðræðið sjálft.“ Vonandi verði atburðir gærdagsins til þess að fólk taki skýrari afstöðu gegn andlýðræðislegum öflum, segir Katrín. „Það er að segja það hefur verið gert lítið að einhverju leyti úr þessari andlýðræðislegu orðræðu sem við höfum séð tíðkast undanfarin misseri.“
Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57 Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57
Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48