Amazon neitar að hýsa Parler Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2021 09:02 Parler gefur sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis. Framkvæmdastjórinn John Matze, segist ekki ætla að láta eftir pólitískum fyrirtækjum og þeim valdboðssinnum sem hata tjáningarfrelsið“. Getty/Gabby Jones Amazon hefur tilkynnt samfélagsmiðlinum Parler að fyrirtækið muni ekki hýsa síðuna vegna brota á notendaskilmálum. Því mun Parler ekki lengur vera aðgengileg nema síðan finni sér nýjan stað til þess að hýsa vefinn. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins tilkynnti Amazon Parler að 98 færslur hafi fundist á síðunni sem hvöttu til ofbeldis. Amazon fylgir þannig bæði Google og Apple, sem hafa gripið til aðgerða gegn samfélagsmiðlinum og eru með hann undir smásjá. Google fjarlægði Parler úr Play Store, þar sem notendur geta náð í forrit, og gerði Apple slíkt hið sama í gær eftir að hafa varað miðillinn við að hann gæti verið tekinn úr App Store ef ekki yrði gripið til aðgerða gegn hatursfullum færslum. Parler gefur sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis þar sem „alvöru skoðanaskipti“ fara fram, en þar má finna fjölmarga stuðningsmenn forsetans sem og fólk sem aðhyllist QAnon samsæriskenninguna. Samkvæmt henni er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin. Margir sem hafa verið bannaðir á Twitter vegna hatursorðræðu hafa því snúið sér að Parler, sem nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á hægri væng stjórnmálanna og þá sérstaklega stuðningsmanna Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta. Á meðal vinsælla notenda Parler er þingmaðurinn Ted Cruz, sem er með 4,9 milljónir fylgjenda þar, sem og Fox-stjarnan Sean Hannity sem er með sjö milljónir fylgjenda. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Amazon Tjáningarfrelsi Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins tilkynnti Amazon Parler að 98 færslur hafi fundist á síðunni sem hvöttu til ofbeldis. Amazon fylgir þannig bæði Google og Apple, sem hafa gripið til aðgerða gegn samfélagsmiðlinum og eru með hann undir smásjá. Google fjarlægði Parler úr Play Store, þar sem notendur geta náð í forrit, og gerði Apple slíkt hið sama í gær eftir að hafa varað miðillinn við að hann gæti verið tekinn úr App Store ef ekki yrði gripið til aðgerða gegn hatursfullum færslum. Parler gefur sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis þar sem „alvöru skoðanaskipti“ fara fram, en þar má finna fjölmarga stuðningsmenn forsetans sem og fólk sem aðhyllist QAnon samsæriskenninguna. Samkvæmt henni er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin. Margir sem hafa verið bannaðir á Twitter vegna hatursorðræðu hafa því snúið sér að Parler, sem nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á hægri væng stjórnmálanna og þá sérstaklega stuðningsmanna Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta. Á meðal vinsælla notenda Parler er þingmaðurinn Ted Cruz, sem er með 4,9 milljónir fylgjenda þar, sem og Fox-stjarnan Sean Hannity sem er með sjö milljónir fylgjenda.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Amazon Tjáningarfrelsi Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira