„Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2021 13:36 Frá nýlegri heræfingu í Taívan. EPA/RItchie B. Tongo Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. Þetta kom fram á mánaðarlegum blaðamannafundi í Kína í morgun. Þar var talsmaðurinn Wu Qian spurður út í það að Kínverjar hefðu flogið fjölda sprengjuflugvéla og orrustuþota nærri Taívan undanfarið. Sjá einnig: Halda heræfingar og vara við köldu stríði Wu sagði það hafa verið nauðsynlegt vegna „öryggisástandsins“ á Taívansundi og til að tryggja fullveldi og öryggi Kína, samkvæmt frétt Reuters. Hann sagði aðgerðirnar vera viðbrögð við afskiptum og ögrunum sjálfstæðissinna í Taívan og að þar væri einungis um minnihluta íbúa að ræða. „Við vörum þá sjálfstæðissinna við því að þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig og að sjálfstæði Taívan þýðir stríð,“ sagði talsmaðurinn. Ráðamenn í Kína telja að ríkisstjórn sjálfstæðissinna í Taívan stefni á því að lýsa formlega yfir sjálfstæði. Tsai Ing-wen, forseti, hefur þó ítrekað sagt að eyríkið sé þegar sjálfstætt ríki sem heiti Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn Taívan. Formlegt nafn Kína er í raun Alþýðulýðveldið Kína. Herafli Taívans byggir á vel útbúnum og þjálfuðum atvinnuhermönnum og tæplega þriggja milljóna varaliði.EPA/RItchie B. Tongo Í stuttu máli sagt þá hafa Kínverjar lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Á undanförnum árum hefur sjálfstæðissinnum vaxið ásmegin í Taívan. Kínverjar hafa svarað því með auknum pólitískum og hernaðarlegum þrýstingi gegn eyríkinu. Ferðum orrustuþota og herskipa inn á varnarsvæði Taívans hefur fjölgað verulega. Reuters hefur einnig eftir sérstöku ráði í Taívan sem er yfir málefnum meginlandsins að yfirvöld Kína ættu ekki að vanmeta vilja Taívana til að verja fullveldi þeirra, frelsi og lýðræði. Ástand herafla Taívans hefur þó versnað töluvert á undanförnum árum, samhliða auknu álagi á hermenn. Hermenn Taívan hafa verið undir miklu álagi undanfarið.Getty/Walid Berrazeg Háttsettir forsvarsmenn í herafla Taívan sögðu í fyrra að markverð breyting hefði átt sér stað í afstöðu ráðamanna í Kína. Embættismenn og herforingjar hafi hætt að ræða fræðilega um það að hernema Taívan með valdi og farið að tala sín á milli um áætlanir fyrir mögulegar hernaðaraðgerðir. Bandaríkin standa við bakið á Taívönum Ráðamenn í Bandaríkjunum ítrekuðu um síðustu helgi að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan í deilum þeirra við Kína og lýstu yfir áhyggjum af þeim aukna þrýstingi sem verið sé að beita gegn eyríkinu. Sjá einnig: Orrustuþotum og sprengjuvélum flogið yfir Taívansundi Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Taívan Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35 Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Þetta kom fram á mánaðarlegum blaðamannafundi í Kína í morgun. Þar var talsmaðurinn Wu Qian spurður út í það að Kínverjar hefðu flogið fjölda sprengjuflugvéla og orrustuþota nærri Taívan undanfarið. Sjá einnig: Halda heræfingar og vara við köldu stríði Wu sagði það hafa verið nauðsynlegt vegna „öryggisástandsins“ á Taívansundi og til að tryggja fullveldi og öryggi Kína, samkvæmt frétt Reuters. Hann sagði aðgerðirnar vera viðbrögð við afskiptum og ögrunum sjálfstæðissinna í Taívan og að þar væri einungis um minnihluta íbúa að ræða. „Við vörum þá sjálfstæðissinna við því að þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig og að sjálfstæði Taívan þýðir stríð,“ sagði talsmaðurinn. Ráðamenn í Kína telja að ríkisstjórn sjálfstæðissinna í Taívan stefni á því að lýsa formlega yfir sjálfstæði. Tsai Ing-wen, forseti, hefur þó ítrekað sagt að eyríkið sé þegar sjálfstætt ríki sem heiti Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn Taívan. Formlegt nafn Kína er í raun Alþýðulýðveldið Kína. Herafli Taívans byggir á vel útbúnum og þjálfuðum atvinnuhermönnum og tæplega þriggja milljóna varaliði.EPA/RItchie B. Tongo Í stuttu máli sagt þá hafa Kínverjar lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Á undanförnum árum hefur sjálfstæðissinnum vaxið ásmegin í Taívan. Kínverjar hafa svarað því með auknum pólitískum og hernaðarlegum þrýstingi gegn eyríkinu. Ferðum orrustuþota og herskipa inn á varnarsvæði Taívans hefur fjölgað verulega. Reuters hefur einnig eftir sérstöku ráði í Taívan sem er yfir málefnum meginlandsins að yfirvöld Kína ættu ekki að vanmeta vilja Taívana til að verja fullveldi þeirra, frelsi og lýðræði. Ástand herafla Taívans hefur þó versnað töluvert á undanförnum árum, samhliða auknu álagi á hermenn. Hermenn Taívan hafa verið undir miklu álagi undanfarið.Getty/Walid Berrazeg Háttsettir forsvarsmenn í herafla Taívan sögðu í fyrra að markverð breyting hefði átt sér stað í afstöðu ráðamanna í Kína. Embættismenn og herforingjar hafi hætt að ræða fræðilega um það að hernema Taívan með valdi og farið að tala sín á milli um áætlanir fyrir mögulegar hernaðaraðgerðir. Bandaríkin standa við bakið á Taívönum Ráðamenn í Bandaríkjunum ítrekuðu um síðustu helgi að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan í deilum þeirra við Kína og lýstu yfir áhyggjum af þeim aukna þrýstingi sem verið sé að beita gegn eyríkinu. Sjá einnig: Orrustuþotum og sprengjuvélum flogið yfir Taívansundi Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn.
Taívan Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35 Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35
Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46
Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42
Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45
Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24