Sýn hf. selur félag í Færeyjum og fjarskiptainnviði fyrir milljarða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2021 13:31 Sýn hf. á og rekur Vodafone, Stöð 2, fréttavefinn Vísi og útvarpsstöðvarnar Bylgjuna, FM 957 og X-ið 977. Vísir/Vilhelm Fjarskiptafélagið Sýn hf. hefur undirritað samning um sölu á hlut félagsins í færeyska hlutdeildarfélaginu P/F 20.11.19. fyrir sem nemur rúmum einum milljarði króna. Sýn átti 49,9% hlut í félaginu. Þá hefur Sýn einnig samið um sölu á óvirkum fjarskiptainnviðum félagsins fyrir rúma sex milljarða. „Kaupverðið er 52,5 milljónir DKK og greiðist þegar öllum skilyrðum kaupsamnings hefur verið fullnægt. Það er mat stjórnenda félagsins að það verði á 2. ársfjórðungi. Eftir söluna mun áfram verða til staðar þjónustusamningur á milli félaganna. Viðskiptin hafa engin áhrif á EBITDA félagsins en styrkja lausafjárstöðu þess,“ segir í tilkynningu til Kauphallar í gær vegna sölunnar. Þá hefur Sýn jafnframt samið um sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins þar sem væntanlegur söluhagnaður nemur yfir sex milljörðum króna. Samningarnir eru þó gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins auk annarra fyrirvara. „Reikningsskil félagsins eru gerð í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaða (IFRS). Í samræmi við kröfur þeirra staðla verður farið með viðskiptin sem sölu og endurleigu á eignum. Af þeirri ástæðu mun meðferð þess söluhagnaðar sem verður af viðskiptunum ekki vera færður að fullu í gegnum rekstur á söludegi. Söluhagnaðurinn mun hlutfallast miðað við hlutfall gangvirðis og núvirðis væntrar leiguskuldbindingar. Núverandi mat miðar við að það hlutfall sé í kringum 80-85%. Miðað við þær forsendur mun 15-20% af söluhagnaðinum verða færður í gegnum rekstur á söludegi en hinum hlutanum frestað í því formi að hann er færður til lækkunar á leigueigninni sem leiðir til lægri afskrifta yfir samningstímann. Endanleg hlutföll hafa ekki verið að fullu staðfest og því geta forsendur breyst. Samhliða var gerður langtímaleigusamningur, sem tryggja mun áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Allur virkur farsímabúnaður verður áfram í eigu Sýnar hf,“ segir í tilkynningu til Kauphallar vegna síðarnefndu sölunnar. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjarskipti Markaðir Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Kaupverðið er 52,5 milljónir DKK og greiðist þegar öllum skilyrðum kaupsamnings hefur verið fullnægt. Það er mat stjórnenda félagsins að það verði á 2. ársfjórðungi. Eftir söluna mun áfram verða til staðar þjónustusamningur á milli félaganna. Viðskiptin hafa engin áhrif á EBITDA félagsins en styrkja lausafjárstöðu þess,“ segir í tilkynningu til Kauphallar í gær vegna sölunnar. Þá hefur Sýn jafnframt samið um sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins þar sem væntanlegur söluhagnaður nemur yfir sex milljörðum króna. Samningarnir eru þó gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins auk annarra fyrirvara. „Reikningsskil félagsins eru gerð í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaða (IFRS). Í samræmi við kröfur þeirra staðla verður farið með viðskiptin sem sölu og endurleigu á eignum. Af þeirri ástæðu mun meðferð þess söluhagnaðar sem verður af viðskiptunum ekki vera færður að fullu í gegnum rekstur á söludegi. Söluhagnaðurinn mun hlutfallast miðað við hlutfall gangvirðis og núvirðis væntrar leiguskuldbindingar. Núverandi mat miðar við að það hlutfall sé í kringum 80-85%. Miðað við þær forsendur mun 15-20% af söluhagnaðinum verða færður í gegnum rekstur á söludegi en hinum hlutanum frestað í því formi að hann er færður til lækkunar á leigueigninni sem leiðir til lægri afskrifta yfir samningstímann. Endanleg hlutföll hafa ekki verið að fullu staðfest og því geta forsendur breyst. Samhliða var gerður langtímaleigusamningur, sem tryggja mun áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Allur virkur farsímabúnaður verður áfram í eigu Sýnar hf,“ segir í tilkynningu til Kauphallar vegna síðarnefndu sölunnar. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjarskipti Markaðir Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira