Bretar fá að heimsækja krár að nýju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2021 23:12 Bretar fá að heimsækja krár að nýju frá og með morgundeginum en fá þó aðeins að njóta utandyra. EPA-EFE/STRINGER Búðir, hárgreiðslustofur, líkamsræktarstöðvar og krár munu opna dyr sínar fyrir gestum í Englandi á morgun. Þetta tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra, í gær. Hann sagði um stórt skref í átt að „frelsi undan oki takmarkana vegna faraldursins“ að ræða. Hundruð þúsundir fyrirtækja þurftu að skella í lás í byrjun janúar í Englandi og hafa ekki fengið að opna dyr sínar að nýju fyrr en nú. Útgöngubann var sett á í þriðja sinn í Englandi í byrjun janúar eftir að kórónuveirutilfellum fór fjölgandi með „Kent“-afbrigðinu eins og það er kallað. Vegna bólusetningarátaks sem hrundið var af stað í kjölfarið hefur nú meira en helmingur fullorðinna í Englandi verið bólusettur og segja heilbrigðisyfirvöld að vegna útgöngubannsins hafi dauðsföllum fækkað um 95 prósent og smitum um 90 prósent miðað við í janúar. Í dag létust sjö af völdum kórónuveirunnar og hafa ekki svo fáir látist af völdum hennar í Englandi síðan 14. september síðastliðinn. Samkvæmt frétt Reuters hefur efnahagsástandið í Bretlandi ekki verið jafn slæmt í þrjár aldir og er því nauðsynlegt að bresk fyrirtæki geti hafið störf að nýju. Verslunareigendur í Bretlandi eru sagðir hafa tapað um 27 milljörðum punda síðasta árið, eða um 22 þúsund milljarðar íslenskra króna. Búðir, sem ekki eru taldar nauðsynlegar, munu fá að opna dyr sínar að nýju bæði í Englandi og Wales á morgun en munu þurfa að bíða til 26. apríl í Skotlandi. Krár og veitingastaðir mega aðeins taka við gestum sem sitja utandyra frá morgundeginum. Gestir munu þó aðeins geta fengið sér í glas borði þeir með veigunum, alla vega til að byrja með. Ekki má þjóna til borðs innan dyra fyrr en 17. maí hið fyrsta. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. 29. mars 2021 13:29 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Hundruð þúsundir fyrirtækja þurftu að skella í lás í byrjun janúar í Englandi og hafa ekki fengið að opna dyr sínar að nýju fyrr en nú. Útgöngubann var sett á í þriðja sinn í Englandi í byrjun janúar eftir að kórónuveirutilfellum fór fjölgandi með „Kent“-afbrigðinu eins og það er kallað. Vegna bólusetningarátaks sem hrundið var af stað í kjölfarið hefur nú meira en helmingur fullorðinna í Englandi verið bólusettur og segja heilbrigðisyfirvöld að vegna útgöngubannsins hafi dauðsföllum fækkað um 95 prósent og smitum um 90 prósent miðað við í janúar. Í dag létust sjö af völdum kórónuveirunnar og hafa ekki svo fáir látist af völdum hennar í Englandi síðan 14. september síðastliðinn. Samkvæmt frétt Reuters hefur efnahagsástandið í Bretlandi ekki verið jafn slæmt í þrjár aldir og er því nauðsynlegt að bresk fyrirtæki geti hafið störf að nýju. Verslunareigendur í Bretlandi eru sagðir hafa tapað um 27 milljörðum punda síðasta árið, eða um 22 þúsund milljarðar íslenskra króna. Búðir, sem ekki eru taldar nauðsynlegar, munu fá að opna dyr sínar að nýju bæði í Englandi og Wales á morgun en munu þurfa að bíða til 26. apríl í Skotlandi. Krár og veitingastaðir mega aðeins taka við gestum sem sitja utandyra frá morgundeginum. Gestir munu þó aðeins geta fengið sér í glas borði þeir með veigunum, alla vega til að byrja með. Ekki má þjóna til borðs innan dyra fyrr en 17. maí hið fyrsta.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. 29. mars 2021 13:29 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. 29. mars 2021 13:29