Fjölmargar skotárásir í Bandaríkjunum á þessu ári Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2021 12:41 Frá kröfugöngu um lagabreytingar varðandi byssueign í Bandaríkjunum árið 2018. AP/John Minchillo Eftir tiltölulega rólegt ár í fyrra virðist mannskæðum skotárásum fara hratt fjölgandi í Bandaríkjunum. Átta eru látnir eftir skotárás í Indianapolis í nótt og fimm voru fluttir á sjúkrahús vegna skotsára. Minnst einn hinna særðu er í alvarlegu ástandi. Skothríðin fór fram í vöruhúsi FedEx og er árásarmaðurinn í Indianapolis er sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér. Samkvæmt frétt New York Times er ekki búið að bera kennsl á manninn og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Lögreglan er að störfum og er búist við frekari upplýsingum í dag. Hér má sjá stutt viðtal við mann sem var í vöruhúsin þegar árásin hófst. Witness to mass shooting at Indianapolis FedEx facility describes how he had just sat down to eat lunch with a coworker when the shots rang out. https://t.co/qKDnGcMFsB pic.twitter.com/lMZaHdSfBL— ABC News (@ABC) April 16, 2021 Gun Violence Archive, sem AP fréttaveitan vitnar í, segir 147 skotárásir, þar sem minnst fjórir verða fyrir skoti, hafa átt sér stað í Bandaríkjunum það sem af sé þessu ári. Meðal þeirra sem hafa verið mest áberandi var árásin í Atlanta í síðasta mánuði. Þá skaut ungur maður átta manns til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árás á þrjár mismunandi nuddstofur. Sjá einnig: Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Viku síðar ruddist þungvopnaður maður inn í stórmarkað í Boulder í Colorado og skaut tíu manns til bana. Þar á meðal lögregluþjón sem var fyrstur til að mæta á vettvang. Tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir. Sjá einnig: „Ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum“ Nokkrum dögum eftir það, í lok mars, skaut maður fjóra til bana og særði einn í skrifstofubyggingu í Kaliforníu. Meðal fórnarlamba hans var níu ára gamalt barn sem fannst í fangi móður sinnar. Hún var sú eina sem lifði árásina af. Sá var svo særður í skotbardaga við lögreglu. Hann þekkti fórnarlömb sín persónulega og hefur lögreglan sagt að viðskiptadeildur hafi leitt til árásarinnar. Sjá einnig: Barn meðal látinna í þriðju fjöldaskotárásinni á innan við mánuði Þá virðist sem að komiðo hafi verið í veg fyrir enn eina skotárás á flugvelli í San Antonio í Texas í gær. Árásarmaður var skotinn til bana eftir að hann hóf skothríð fyrir utan flugvöllinn. Maðurinn hafði keyrt gegn einstefnu í átt að flugstöð flugvallarins og tók lögregluþjónn á móti honum þar fyrir utan. Þegar lögregluþjónninn kallaði á manninn, hóf hann skothríð að lögregluþjóninum og öðrum. Maðurinn var skotinn til bana en einn borgari særðist og annar slasaðist við að flýja af vettvangi. ABC News sögðu frá því í gær að maðurinn hefði verið vopnaður .45 kalibera skammbyssu og hefði verið með mikið af skotfærum í fórum sínum. Lögreglan telur að mörgum lífum hafi verið bjargað. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36 Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. 25. mars 2021 23:17 Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Minnst einn hinna særðu er í alvarlegu ástandi. Skothríðin fór fram í vöruhúsi FedEx og er árásarmaðurinn í Indianapolis er sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér. Samkvæmt frétt New York Times er ekki búið að bera kennsl á manninn og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Lögreglan er að störfum og er búist við frekari upplýsingum í dag. Hér má sjá stutt viðtal við mann sem var í vöruhúsin þegar árásin hófst. Witness to mass shooting at Indianapolis FedEx facility describes how he had just sat down to eat lunch with a coworker when the shots rang out. https://t.co/qKDnGcMFsB pic.twitter.com/lMZaHdSfBL— ABC News (@ABC) April 16, 2021 Gun Violence Archive, sem AP fréttaveitan vitnar í, segir 147 skotárásir, þar sem minnst fjórir verða fyrir skoti, hafa átt sér stað í Bandaríkjunum það sem af sé þessu ári. Meðal þeirra sem hafa verið mest áberandi var árásin í Atlanta í síðasta mánuði. Þá skaut ungur maður átta manns til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árás á þrjár mismunandi nuddstofur. Sjá einnig: Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Viku síðar ruddist þungvopnaður maður inn í stórmarkað í Boulder í Colorado og skaut tíu manns til bana. Þar á meðal lögregluþjón sem var fyrstur til að mæta á vettvang. Tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir. Sjá einnig: „Ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum“ Nokkrum dögum eftir það, í lok mars, skaut maður fjóra til bana og særði einn í skrifstofubyggingu í Kaliforníu. Meðal fórnarlamba hans var níu ára gamalt barn sem fannst í fangi móður sinnar. Hún var sú eina sem lifði árásina af. Sá var svo særður í skotbardaga við lögreglu. Hann þekkti fórnarlömb sín persónulega og hefur lögreglan sagt að viðskiptadeildur hafi leitt til árásarinnar. Sjá einnig: Barn meðal látinna í þriðju fjöldaskotárásinni á innan við mánuði Þá virðist sem að komiðo hafi verið í veg fyrir enn eina skotárás á flugvelli í San Antonio í Texas í gær. Árásarmaður var skotinn til bana eftir að hann hóf skothríð fyrir utan flugvöllinn. Maðurinn hafði keyrt gegn einstefnu í átt að flugstöð flugvallarins og tók lögregluþjónn á móti honum þar fyrir utan. Þegar lögregluþjónninn kallaði á manninn, hóf hann skothríð að lögregluþjóninum og öðrum. Maðurinn var skotinn til bana en einn borgari særðist og annar slasaðist við að flýja af vettvangi. ABC News sögðu frá því í gær að maðurinn hefði verið vopnaður .45 kalibera skammbyssu og hefði verið með mikið af skotfærum í fórum sínum. Lögreglan telur að mörgum lífum hafi verið bjargað.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36 Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. 25. mars 2021 23:17 Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36
Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. 25. mars 2021 23:17
Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24