Fagnar því að fá Valgeir aftur en segir ólíklegt að hann spili í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2021 13:00 Valgeir Valgeirsson kom með beinum hætti að níu mörkum í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. vísir/daníel Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, fagnar því að fá Valgeir Valgeirsson aftur til félagsins. Á föstudaginn var greint frá því að Valgeir myndi spila með HK í sumar eftir að lánssamningur hans við enska B-deildarliðið Brentford rann út. „Í byrjun vikunnar voru einhverjar samræður milli HK og Brentford í gangi. Í grunninn er þetta þannig að Brentford ákvað að nýta sér ekki þennan kauprétt sem þeir áttu. Það eru engar sérstakar ástæður fyrir því, nema bara covid, peninga- og áhorfendaleysi,“ sagði Brynjar við Vísi í dag. Valgeir, sem er átján ára, var besti leikmaður HK á síðasta tímabili en hann skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar í Pepsi Max-deildinni. Þótt drengurinn sé smávaxinn er hann hvalreki á fjörur HK. „Ég fagna því að fá góðan leikmann aftur. Hann er kominn til landsins og er í sóttkví. Ég veit ekki hvort hann geti æft með okkur fyrr en á föstudaginn,“ sagði Brynjar sem á síður von á því að Valgeir verði með í fyrsta leik HK í Pepsi Max-deildinni gegn KA á laugardaginn. Engar áhyggjur þrátt fyrir slæm úrslit HK hefur spilað þrjá æfingaleiki undanfarna daga og úrslitin í þeim hafa ekki verið góð. HK tapaði 6-2 fyrir Víkingi, 2-1 fyrir Leikni R. og gerði markalaust jafntefli við Fjölni. Þrátt fyrir það er engan bilbug á Brynjari að finna. „Ég hef engar áhyggjur, alls ekki. Úrslitin hafa ekki verið góð en það var margt gott í leikjunum. Við erum klárir í mótið,“ sagði Brynjar. Vilja fá fleiri stig HK endaði í 9. sæti 2019 og 2020 og verða þar þriðja árið í röð ef spár fjölmiðla rætast. Brynjar segir að HK-ingar stefni ofar en 9. sætið. „Að sjálfsögðu stefnum við hærra og að fá fleiri stig en við fengum í fyrra og hitteðfyrra. Tímabilin eru þó ekki alveg samanburðarhæf því síðasta tímabili lauk snemma. Vonandi komust við hærra í töfluna en þetta verður aftur mjög jafnt, frá toppi og niður úr,“ sagði Brynjar. Keyra á þessum hópi Hann segir að allir leikmenn HK séu klárir í bátana fyrir mót þótt fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson hafi verið meiddur að undanförnu. Brynjar á ekki von á því að bæta við leikmönnum fyrir mót, eða á meðan félagaskiptaglugginn er opinn. „Þetta er hópurinn sem við keyrum á. Við erum með ágætis breidd í flestum stöðum, nema kannski baka til. Þetta er hópurinn sem við erum með í dag og ég sé ekki fram á að við bætum við okkur mönnum,“ sagði Brynjar að lokum. Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Á föstudaginn var greint frá því að Valgeir myndi spila með HK í sumar eftir að lánssamningur hans við enska B-deildarliðið Brentford rann út. „Í byrjun vikunnar voru einhverjar samræður milli HK og Brentford í gangi. Í grunninn er þetta þannig að Brentford ákvað að nýta sér ekki þennan kauprétt sem þeir áttu. Það eru engar sérstakar ástæður fyrir því, nema bara covid, peninga- og áhorfendaleysi,“ sagði Brynjar við Vísi í dag. Valgeir, sem er átján ára, var besti leikmaður HK á síðasta tímabili en hann skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar í Pepsi Max-deildinni. Þótt drengurinn sé smávaxinn er hann hvalreki á fjörur HK. „Ég fagna því að fá góðan leikmann aftur. Hann er kominn til landsins og er í sóttkví. Ég veit ekki hvort hann geti æft með okkur fyrr en á föstudaginn,“ sagði Brynjar sem á síður von á því að Valgeir verði með í fyrsta leik HK í Pepsi Max-deildinni gegn KA á laugardaginn. Engar áhyggjur þrátt fyrir slæm úrslit HK hefur spilað þrjá æfingaleiki undanfarna daga og úrslitin í þeim hafa ekki verið góð. HK tapaði 6-2 fyrir Víkingi, 2-1 fyrir Leikni R. og gerði markalaust jafntefli við Fjölni. Þrátt fyrir það er engan bilbug á Brynjari að finna. „Ég hef engar áhyggjur, alls ekki. Úrslitin hafa ekki verið góð en það var margt gott í leikjunum. Við erum klárir í mótið,“ sagði Brynjar. Vilja fá fleiri stig HK endaði í 9. sæti 2019 og 2020 og verða þar þriðja árið í röð ef spár fjölmiðla rætast. Brynjar segir að HK-ingar stefni ofar en 9. sætið. „Að sjálfsögðu stefnum við hærra og að fá fleiri stig en við fengum í fyrra og hitteðfyrra. Tímabilin eru þó ekki alveg samanburðarhæf því síðasta tímabili lauk snemma. Vonandi komust við hærra í töfluna en þetta verður aftur mjög jafnt, frá toppi og niður úr,“ sagði Brynjar. Keyra á þessum hópi Hann segir að allir leikmenn HK séu klárir í bátana fyrir mót þótt fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson hafi verið meiddur að undanförnu. Brynjar á ekki von á því að bæta við leikmönnum fyrir mót, eða á meðan félagaskiptaglugginn er opinn. „Þetta er hópurinn sem við keyrum á. Við erum með ágætis breidd í flestum stöðum, nema kannski baka til. Þetta er hópurinn sem við erum með í dag og ég sé ekki fram á að við bætum við okkur mönnum,“ sagði Brynjar að lokum.
Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira