„Leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2021 07:37 Boris hefur þverneitað fyrir að hafa látið ummælin falla. epa/Neil Hall Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sætir nú auknum þrýstingi eftir að breskir miðlar greindu frá því í gær að hann hefði sagt að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að grípa aftur til harðra sóttvarnaðgerða. Mikil reiði greip um sig vegna málsins, ekki síst af hálfu þeirra sem misst hafa ástvin sökum Covid-19, en forsætisráðherrann og stuðningsmenn hans hafa neitað því að hann hafi nokkurn tímann sagt annað eins. Ummælin eru sögð hafa fallið að loknum fundi í Downing-stræti í nóvember síðastliðnum, þegar Johnson sá sig tilneyddan til að fyrirskipa fjögurra vikna sóttvarnaðgerðir vegna uppsveiflu í kórónuveirufaraldrinum. „Engin fleiri fokking útgöngubönn; leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“ á Johnson að hafa sagt. Fjöldi miðla hefur greint frá atvikinu en að sögn heimildarmanns Guardian voru ummælin látin falla fyrir utan skrifstofu forsætisráðherrans, í viðurvist nokkurra einstaklinga. Annar heimildarmaður, sem var ekki viðstaddur, segir að um þau hafi verið rætt á síðasta ári en sá heyrði að Johnson hefði sagt: „Engin fleiri fokking útgöngubönn; skítt með afleiðingarnar“. Þrátt fyrir staðfasta neitun frá Johnson og talsmanni hans greindi BBC frá atvikinu og sagðist hafa fengið það staðfest að þau hefðu fallið eftir heitar umræður í Downing-stræti. Andstæðingar Johnson hafa gagnrýnt hann harðlega í kjölfarið og sagt hann hafa náð botninum með því að gera lítið úr þeim 127 þúsund sem hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi. Þá hafa samtök aðstandenda sem hafa misst ástvini úr Covid-19 sagt ummælin eins og að fá hnefahögg í magann og hafa magnað reiði þeirra vegna þeirra svara stjórnvalda að ekki verði hægt að hefja rannsókn á viðbrögðum yfirvalda vegna faraldursins á næstu mánuðum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Mikil reiði greip um sig vegna málsins, ekki síst af hálfu þeirra sem misst hafa ástvin sökum Covid-19, en forsætisráðherrann og stuðningsmenn hans hafa neitað því að hann hafi nokkurn tímann sagt annað eins. Ummælin eru sögð hafa fallið að loknum fundi í Downing-stræti í nóvember síðastliðnum, þegar Johnson sá sig tilneyddan til að fyrirskipa fjögurra vikna sóttvarnaðgerðir vegna uppsveiflu í kórónuveirufaraldrinum. „Engin fleiri fokking útgöngubönn; leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“ á Johnson að hafa sagt. Fjöldi miðla hefur greint frá atvikinu en að sögn heimildarmanns Guardian voru ummælin látin falla fyrir utan skrifstofu forsætisráðherrans, í viðurvist nokkurra einstaklinga. Annar heimildarmaður, sem var ekki viðstaddur, segir að um þau hafi verið rætt á síðasta ári en sá heyrði að Johnson hefði sagt: „Engin fleiri fokking útgöngubönn; skítt með afleiðingarnar“. Þrátt fyrir staðfasta neitun frá Johnson og talsmanni hans greindi BBC frá atvikinu og sagðist hafa fengið það staðfest að þau hefðu fallið eftir heitar umræður í Downing-stræti. Andstæðingar Johnson hafa gagnrýnt hann harðlega í kjölfarið og sagt hann hafa náð botninum með því að gera lítið úr þeim 127 þúsund sem hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi. Þá hafa samtök aðstandenda sem hafa misst ástvini úr Covid-19 sagt ummælin eins og að fá hnefahögg í magann og hafa magnað reiði þeirra vegna þeirra svara stjórnvalda að ekki verði hægt að hefja rannsókn á viðbrögðum yfirvalda vegna faraldursins á næstu mánuðum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira