Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 17:48 Collins við æfingar á Canaveral-höfða á Flórída 19. júní árið 1969. Rúmum mánuði síðar stýrði hann stjórnhylki Apollo 11-leiðangursins á meðan félagar hans tveir urðu fyrstu mennirnir til þess að lenda á tunglinu. Vísir/AP Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. Banamein Collins var krabbamein en fjölskylda hans greindi frá andláti hans í dag. Þrátt fyrir að hann hafi aldrei farið aftur út í geim eftir Apollo 11-leiðangur þeirra Armstrong og Aldrin varð Collins ötull málsvari geimkönnunar. Hann skrifaði fjölda bóka og var einn stofnenda Loft- og geimferðasafns Smithsonian-safnsins í Washington-borg. Ferð Collins um tunlgið á meðan þeir Armstrong og Aldrin svifu með tunglferjunni Erninum niður á yfirborð tunglsins hefur gjarnan verið lýst sem þeirri einmanalegustu í sögunni. Hann dvaldi einn um borð í Columbia á braut um tunglið í 28 klukkustundir. Stóran hluta þess tíma var hann án fjarskiptasambands við jörðina þegar hann var handan tunglsins frá jörðu séð. „Ekki síðan Adam var og hét hefur nokkur manneskja þekkt slíka einsemd,“ sagði Douglas Ward, fjölmiðlafulltrúi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA við fréttamenn á sínum tíma og vísaði til fyrsta mannsins úr sköpunarsögu Biblíu kristinnar manna. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, deildi frægri mynd sem Collins tók af Erninum þegar hann sveif niður til tunglsins með jörðina í bakgrunni. Collins var þannig eini maðurinn í alheiminum sem var ekki á myndinni. Michael Collins tók þessa frægu ljósmynd af öllum jarðarbúum samankomnum á heimaplánetunni sinni og ferðafélögum sínum í Erninum - allri heimsbyggðinni fyrir utan hann pic.twitter.com/gAns3Feo1b— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) April 28, 2021 Washington Post segir að Collins hafi viðurkennt síðar að hafa verið skelfingu lostinn á meðan hann beið eftir að tunglferja félaga hans sneri aftur til stjórnhylkisins. Hefði eitthvað farið úrskeiðið hefði Collins þurft að skilja Armstrong og Aldrin eftir og snúa aftur til jarðar einn. „Minn duldi ótti undanfarna sex mánuði hefur verið að skilja þá eftir á tunglinu og snúa aftur til jarðar einn,“ skrifaði Collins í æviminningum sínum, að því er segir í andlátsfrétt Washington Post. Tunglfararnir þrír á þrjátíu ára afmæli lendingarinnar árið 1999. Frá vinstri: Michael Collins, Neil Armstrong og Buzz Aldrin. Af þremenningunum er aðeins Aldrin enn á lífi.AP/Doug Mills Collins ferðaðist meira en 383.000 kílómetra og sveif í rúmlega hundrað kílómetra hæð yfir tunglinu án þess þó að stíga þar nokkru sinni niður fæti. Um ævina var hann ítrekað spurður hvort að hann iðraðist þess ekki að hafa ekki fengið tækifæri til þess að lenda á tunglinu. „Ég veit að ég væri lygari eða flón ef ég segði að ég hefði átt besta sætið af þremur í Apollo 11-leiðangrinum en ég get sagt með sanni og yfirvegun að ég er fullkomlega sáttur við það sem ég hef,“ skrifaði Collins í sjálfsævisögunni sem kom út árið 1974, fimm árum eftir förina fræknu. Armstrong, sem var fyrstur til að stíga fæti á tunglið, lést árið 2012. Aldrin er eini leiðangursmaðurinn sem enn lifir en hann er 91 árs gamall. Aldrin minntist vinar síns á Twitter í dag. „Hvar sem þú hefur verið eða verður muntu alltaf hafa neistann til þess að færa okkur lipurlega upp í nýjar hæðir og inn í framtíðina,“ tísti Aldrin. Dear Mike,Wherever you have been or will be, you will always have the Fire to Carry us deftly to new heights and to the future. We will miss you. May you Rest In Peace. #Apollo11 pic.twitter.com/q4sJjFdvf8— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) April 28, 2021 Andlát Bandaríkin Tunglið Geimurinn Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Banamein Collins var krabbamein en fjölskylda hans greindi frá andláti hans í dag. Þrátt fyrir að hann hafi aldrei farið aftur út í geim eftir Apollo 11-leiðangur þeirra Armstrong og Aldrin varð Collins ötull málsvari geimkönnunar. Hann skrifaði fjölda bóka og var einn stofnenda Loft- og geimferðasafns Smithsonian-safnsins í Washington-borg. Ferð Collins um tunlgið á meðan þeir Armstrong og Aldrin svifu með tunglferjunni Erninum niður á yfirborð tunglsins hefur gjarnan verið lýst sem þeirri einmanalegustu í sögunni. Hann dvaldi einn um borð í Columbia á braut um tunglið í 28 klukkustundir. Stóran hluta þess tíma var hann án fjarskiptasambands við jörðina þegar hann var handan tunglsins frá jörðu séð. „Ekki síðan Adam var og hét hefur nokkur manneskja þekkt slíka einsemd,“ sagði Douglas Ward, fjölmiðlafulltrúi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA við fréttamenn á sínum tíma og vísaði til fyrsta mannsins úr sköpunarsögu Biblíu kristinnar manna. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, deildi frægri mynd sem Collins tók af Erninum þegar hann sveif niður til tunglsins með jörðina í bakgrunni. Collins var þannig eini maðurinn í alheiminum sem var ekki á myndinni. Michael Collins tók þessa frægu ljósmynd af öllum jarðarbúum samankomnum á heimaplánetunni sinni og ferðafélögum sínum í Erninum - allri heimsbyggðinni fyrir utan hann pic.twitter.com/gAns3Feo1b— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) April 28, 2021 Washington Post segir að Collins hafi viðurkennt síðar að hafa verið skelfingu lostinn á meðan hann beið eftir að tunglferja félaga hans sneri aftur til stjórnhylkisins. Hefði eitthvað farið úrskeiðið hefði Collins þurft að skilja Armstrong og Aldrin eftir og snúa aftur til jarðar einn. „Minn duldi ótti undanfarna sex mánuði hefur verið að skilja þá eftir á tunglinu og snúa aftur til jarðar einn,“ skrifaði Collins í æviminningum sínum, að því er segir í andlátsfrétt Washington Post. Tunglfararnir þrír á þrjátíu ára afmæli lendingarinnar árið 1999. Frá vinstri: Michael Collins, Neil Armstrong og Buzz Aldrin. Af þremenningunum er aðeins Aldrin enn á lífi.AP/Doug Mills Collins ferðaðist meira en 383.000 kílómetra og sveif í rúmlega hundrað kílómetra hæð yfir tunglinu án þess þó að stíga þar nokkru sinni niður fæti. Um ævina var hann ítrekað spurður hvort að hann iðraðist þess ekki að hafa ekki fengið tækifæri til þess að lenda á tunglinu. „Ég veit að ég væri lygari eða flón ef ég segði að ég hefði átt besta sætið af þremur í Apollo 11-leiðangrinum en ég get sagt með sanni og yfirvegun að ég er fullkomlega sáttur við það sem ég hef,“ skrifaði Collins í sjálfsævisögunni sem kom út árið 1974, fimm árum eftir förina fræknu. Armstrong, sem var fyrstur til að stíga fæti á tunglið, lést árið 2012. Aldrin er eini leiðangursmaðurinn sem enn lifir en hann er 91 árs gamall. Aldrin minntist vinar síns á Twitter í dag. „Hvar sem þú hefur verið eða verður muntu alltaf hafa neistann til þess að færa okkur lipurlega upp í nýjar hæðir og inn í framtíðina,“ tísti Aldrin. Dear Mike,Wherever you have been or will be, you will always have the Fire to Carry us deftly to new heights and to the future. We will miss you. May you Rest In Peace. #Apollo11 pic.twitter.com/q4sJjFdvf8— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) April 28, 2021
Andlát Bandaríkin Tunglið Geimurinn Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira