Tekur upp mál sem gæti takmarkað rétt kvenna til þungunarofs Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 15:08 Sex af níu dómurum við Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington-borg eru íhaldsmenn. Þeir gætu ákveðið að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs í máli MIssisippi-ríkis. AP/Patrick Semansky Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum vonast til þess að mál sem Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti að taka fyrir í dag geti þrengt að rétti kvenna til þess. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Málið sem Hæstiréttur Bandaríkjanna tilkynnti að hann tæki til meðferðar á næsta starfsári sínu varðar lög sem voru samþykkt í Mississippi árið 2018 og myndu banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu. Alríkisáfrýjunardómstóll taldi að lögin stríddu gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs og felldi þau úr gildi. AP-fréttastofan segir líklegt að rétturinn taki málið til meðferðar í haust. Í grunninn snúist það um hvort að einstök ríki Bandaríkjanna geti bannað þungunarrof áður en fóstur er talið geta lifað af utan móðurkviðs. Íhaldssamur meirihluti við réttinn gæti nú ákveðið að takmarka verulega þennan rétt kvenna. Íhaldssamir repúblikanar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna hafa samþykkt fjölda laga sem þrengir að rétti til þungunarrofs undanfarin misseri. Dómstólar hafa ógilt þau í mörgum tilfellum. Markmið andstæðinga þungunarrofs er þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki eitt þeirra mála upp og nýr meirihluti íhaldssamra dómara sem eru andsnúnir þungunarrofi breyti fordæminu sem var sett í svonefndu Roe gegn Wade máli frá 1973. Málið sem Hæstiréttur hefur nú tekið upp á sína arma er ekki það eina sem varðar lög um þungunarrof í Mississippi. Önnur lög sem ríkisþingið þar samþykkti og bönnuðu þungunarrof allt niður að sjöttu viku meðgöngu velkjast einnig um fyrir dómstólum. Fleiri ríki þar sem repúblikanar ráða ríkjum hafa samþykkt sambærilega löggjöf um að bann þungunarrof þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri. Bandaríkin Þungunarrof Trúmál Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. 13. janúar 2021 23:03 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Málið sem Hæstiréttur Bandaríkjanna tilkynnti að hann tæki til meðferðar á næsta starfsári sínu varðar lög sem voru samþykkt í Mississippi árið 2018 og myndu banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu. Alríkisáfrýjunardómstóll taldi að lögin stríddu gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs og felldi þau úr gildi. AP-fréttastofan segir líklegt að rétturinn taki málið til meðferðar í haust. Í grunninn snúist það um hvort að einstök ríki Bandaríkjanna geti bannað þungunarrof áður en fóstur er talið geta lifað af utan móðurkviðs. Íhaldssamur meirihluti við réttinn gæti nú ákveðið að takmarka verulega þennan rétt kvenna. Íhaldssamir repúblikanar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna hafa samþykkt fjölda laga sem þrengir að rétti til þungunarrofs undanfarin misseri. Dómstólar hafa ógilt þau í mörgum tilfellum. Markmið andstæðinga þungunarrofs er þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki eitt þeirra mála upp og nýr meirihluti íhaldssamra dómara sem eru andsnúnir þungunarrofi breyti fordæminu sem var sett í svonefndu Roe gegn Wade máli frá 1973. Málið sem Hæstiréttur hefur nú tekið upp á sína arma er ekki það eina sem varðar lög um þungunarrof í Mississippi. Önnur lög sem ríkisþingið þar samþykkti og bönnuðu þungunarrof allt niður að sjöttu viku meðgöngu velkjast einnig um fyrir dómstólum. Fleiri ríki þar sem repúblikanar ráða ríkjum hafa samþykkt sambærilega löggjöf um að bann þungunarrof þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri.
Bandaríkin Þungunarrof Trúmál Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. 13. janúar 2021 23:03 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. 13. janúar 2021 23:03
Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42
Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06