Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2021 07:02 Boris Johnson biðlar til landa sinna að fara varlega nú þegar takmörkunum hefur verið aflétt. AP/Daniel Leal-Olivas Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar. Mælt er með grímunotkun á tilteknum svæðum en grímuskylda hefur verið aflögð. Afléttingin kemur þó á heldur viðkvæmum tíma á Englandi þar sem smit í landinu hafa aukist mikið síðustu daga. Þannig er Boris Johnson forsætisráðherra í sóttkví þar sem hann fundaði með Sajid Javid heilbrigðisráðherra sem reyndist síðan smitaður. Sömu sögu er að segja af fjármálaráðherranum Rishi Sunak. Forsætisráðherrann birti myndband á Twitter í gær þar sem hann tilkynnti að hann myndi fara í sóttkví. Þá hvatti hann landa sína til að fara varlega þegar takmörkunum yrði aflétt í dag. Like so many people I've been pinged by NHS Test and Trace as I have been in contact with someone with COVID-19, and I will be self-isolating until Monday 26th July. pic.twitter.com/X57gDpwDqe— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 18, 2021 Sumir vísindamenn eru á því að smituðum eigi eftir að fjölga mikið. Nú greinast um fimmtíu þúsund nýsmitaðir daglega og óttast menn að sú tala verði komin í 200 þúsund síðsumars. Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur leikið lausum hala um Bretlandseyjar undanfarið. Tæplega 70 prósent Breta hafa fengið bóluefni við kórónuveirunni og því hefur spítalainnlögnum af völdum Covid 19 ekki fjölgað að sama skapi og smituðum. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt BBC af djamminu í nótt. These are the pictures from a nightclub in London last night Many have reopened for the first time since the start of the pandemic.It's as the final stage of unlocking in England began at midnight.More on #BBCBreakfast with @luxmy_ghttps://t.co/hAsY2xummy pic.twitter.com/mbDeDdmbEi— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 19, 2021 England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Mælt er með grímunotkun á tilteknum svæðum en grímuskylda hefur verið aflögð. Afléttingin kemur þó á heldur viðkvæmum tíma á Englandi þar sem smit í landinu hafa aukist mikið síðustu daga. Þannig er Boris Johnson forsætisráðherra í sóttkví þar sem hann fundaði með Sajid Javid heilbrigðisráðherra sem reyndist síðan smitaður. Sömu sögu er að segja af fjármálaráðherranum Rishi Sunak. Forsætisráðherrann birti myndband á Twitter í gær þar sem hann tilkynnti að hann myndi fara í sóttkví. Þá hvatti hann landa sína til að fara varlega þegar takmörkunum yrði aflétt í dag. Like so many people I've been pinged by NHS Test and Trace as I have been in contact with someone with COVID-19, and I will be self-isolating until Monday 26th July. pic.twitter.com/X57gDpwDqe— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 18, 2021 Sumir vísindamenn eru á því að smituðum eigi eftir að fjölga mikið. Nú greinast um fimmtíu þúsund nýsmitaðir daglega og óttast menn að sú tala verði komin í 200 þúsund síðsumars. Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur leikið lausum hala um Bretlandseyjar undanfarið. Tæplega 70 prósent Breta hafa fengið bóluefni við kórónuveirunni og því hefur spítalainnlögnum af völdum Covid 19 ekki fjölgað að sama skapi og smituðum. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt BBC af djamminu í nótt. These are the pictures from a nightclub in London last night Many have reopened for the first time since the start of the pandemic.It's as the final stage of unlocking in England began at midnight.More on #BBCBreakfast with @luxmy_ghttps://t.co/hAsY2xummy pic.twitter.com/mbDeDdmbEi— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 19, 2021
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40