Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2021 12:53 Gögn frá Bretlandi benda til þess að fullbólusettir geti borið mér sér jafnmikið af kórónuveirunni og óbólusettir jafnvel þó að bóluefnið verji þá fyrir alvarlegum veikindum eða dauða. Vísir/EPA Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla hafa ekki verið ritrýndar en þær benda þó til þess að virkni bóluefnanna tveggja gegn smiti minnki níutíu dögum eftir seinni skammt. Virkni Pfizer fór úr 85% í 75% en AstraZeneca úr 68% í 61%, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessi áhrif voru meiri hjá fólki 35 ára eða eldra en hjá yngra fólki. Þá virðast þeir sem smitast þrátt fyrir að hafa verið fullbólusettir geta verið með jafnmikið af veirunni og óbólusettir. Það bendir til þess að fullbólusett fólk smitist frekar af delta-afbrigðinu en fyrri afbrigðum og að meiri líkur séu á að þeir geti smitað aðra. Þetta gerði það erfiðara að ná svonefndu hjarðónæmi í samfélaginu með bólusetningu einni saman. Meiri hætta fyrir óbólusetta Sarah Walker, prófessor í heilbrigðistölfræði við Oxford sem leiddi rannsóknina, segir að bæði bóluefnini standi sig afar vel í gegn delta-afbrigðinu. Hún leggur áherslu á að ekki sé enn ljóst hversu líklegt er að bólusett fólk sem veikist af Covid-19 smiti út frá sér í viðtali við The Guardian. Sé það rétt að bólusettir geti borið mikið magn veirunnar í sér gæti það þýtt að þeir sem eru óbólusettir séu berskjaldaðri fyrir delta-afbrigðinu en vonir stóðu til. Meðhöfundur hennar frá Oxford-háskóla, Koen Pouwels, segir að bóluefni séu líklega best til þess fallin að verja fólk fyrir alvarlegum veikindum en aðeins síður gegn smiti. Ísland er á meðal ríkja sem hafa gripið til þess ráðs að gefa fullbólusettum einstaklingum örvunarskammt til að auka virkni bólusetningarinnar. Önnur lönd hafa lagt áherslu á að endurbólusetja viðkvæma hópa fram að þessu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), sem hvatti vestræn ríki til þess að bíða með endurbólusetningu, gagnrýnir þau ríki sem gefa örvunarskammta á sama tíma og íbúar þróunarríkja séu enn óbólusettir gegn veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla hafa ekki verið ritrýndar en þær benda þó til þess að virkni bóluefnanna tveggja gegn smiti minnki níutíu dögum eftir seinni skammt. Virkni Pfizer fór úr 85% í 75% en AstraZeneca úr 68% í 61%, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessi áhrif voru meiri hjá fólki 35 ára eða eldra en hjá yngra fólki. Þá virðast þeir sem smitast þrátt fyrir að hafa verið fullbólusettir geta verið með jafnmikið af veirunni og óbólusettir. Það bendir til þess að fullbólusett fólk smitist frekar af delta-afbrigðinu en fyrri afbrigðum og að meiri líkur séu á að þeir geti smitað aðra. Þetta gerði það erfiðara að ná svonefndu hjarðónæmi í samfélaginu með bólusetningu einni saman. Meiri hætta fyrir óbólusetta Sarah Walker, prófessor í heilbrigðistölfræði við Oxford sem leiddi rannsóknina, segir að bæði bóluefnini standi sig afar vel í gegn delta-afbrigðinu. Hún leggur áherslu á að ekki sé enn ljóst hversu líklegt er að bólusett fólk sem veikist af Covid-19 smiti út frá sér í viðtali við The Guardian. Sé það rétt að bólusettir geti borið mikið magn veirunnar í sér gæti það þýtt að þeir sem eru óbólusettir séu berskjaldaðri fyrir delta-afbrigðinu en vonir stóðu til. Meðhöfundur hennar frá Oxford-háskóla, Koen Pouwels, segir að bóluefni séu líklega best til þess fallin að verja fólk fyrir alvarlegum veikindum en aðeins síður gegn smiti. Ísland er á meðal ríkja sem hafa gripið til þess ráðs að gefa fullbólusettum einstaklingum örvunarskammt til að auka virkni bólusetningarinnar. Önnur lönd hafa lagt áherslu á að endurbólusetja viðkvæma hópa fram að þessu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), sem hvatti vestræn ríki til þess að bíða með endurbólusetningu, gagnrýnir þau ríki sem gefa örvunarskammta á sama tíma og íbúar þróunarríkja séu enn óbólusettir gegn veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira