Stúkan verður tóm næstu fjóra leiki og maður handtekinn vegna óláta áhorfenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 10:00 Frá leiknum á laugardag. John Berry/Getty Images Yfirvöld í Nice í Frakklandi hafa tekið þá ákvörðun að loka stúkunni á Allianz Riviera-vellinum, þaðan sem flösku var kastað í Dimitri Payet í leik Nice og Marseille, verði lokað í fjóra leiki. Þá hefur maður verið handtekinn vegna atviksins. Það sauð allt upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn var. Staðan var 1-0 Nice í vil þegar Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk vatnsflösku í hnakkann er hann ætlaði að taka hornspyrnu. Stuðningsmenn Nice höfðu hent fjölmörgum vatnsflöskum í átt að leikmönnum Marseille áður ein þeirra small í hnakka Payet sem var ekki skemmt og grýtti henni til baka upp í stúku. Reiðir stuðningsmenn Nice ákváðu í kjölfarið að vaða inn á völlinn og réðu öryggisverðir vallarins ekkert við fjöldann. Leikmenn flúðu á endanum inn í klefa. Á endanum komu heimamenn aftur út en gestirnir ákváðu að halda kyrru fyrir. „Það var ráðist á leikmenn okkar. Við ákváðum að fara ekki aftur út á völl því við vildum tryggja öryggi okkar,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. Þó franska knattspyrnusambandið hafi ekki gefið út hver refsingin verði vegna atviksins hafa lögregluyfirvöld í Nice tekið málin í sínar hendur. „Vegna alvarleika málsins þá ákváðum við að bíða ekki eftir niðurstöðu sambandsins. Við höfum ákveðið að loka Populaire-stúkunni í suðri þar sem atvikið átti sér stað. Verður hún lokuð í næstu fjórum heimaleikjum,“ sagði Bernard Gonzalez, fulltrúi yfirvalda í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir einnig frá því að 28 ára gamall maður hafi verið handtekinn vegna málsins. Íþróttamálaráðherra Frakklands kallaði atvikið móðgun við íþróttir og fótbolta. Borgarstjóri Nice sagði ofbeldið óásættanlegt en sumir leikmenn Marseille voru með áverka eftir stuðningsmennina sem óðu inn á völlinn. Franska knattspyrnusambandið mun funda á miðvikudag, 25. ágúst, um málið en þetta er annar leikurinn á skömmum tíma þar sem vatnsflöskum rignir yfir leikmenn Marseille. Sama var upp á teningnum í 3-2 sigri liðsins á Montpellier fyrir tveimur vikum. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Það sauð allt upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn var. Staðan var 1-0 Nice í vil þegar Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk vatnsflösku í hnakkann er hann ætlaði að taka hornspyrnu. Stuðningsmenn Nice höfðu hent fjölmörgum vatnsflöskum í átt að leikmönnum Marseille áður ein þeirra small í hnakka Payet sem var ekki skemmt og grýtti henni til baka upp í stúku. Reiðir stuðningsmenn Nice ákváðu í kjölfarið að vaða inn á völlinn og réðu öryggisverðir vallarins ekkert við fjöldann. Leikmenn flúðu á endanum inn í klefa. Á endanum komu heimamenn aftur út en gestirnir ákváðu að halda kyrru fyrir. „Það var ráðist á leikmenn okkar. Við ákváðum að fara ekki aftur út á völl því við vildum tryggja öryggi okkar,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. Þó franska knattspyrnusambandið hafi ekki gefið út hver refsingin verði vegna atviksins hafa lögregluyfirvöld í Nice tekið málin í sínar hendur. „Vegna alvarleika málsins þá ákváðum við að bíða ekki eftir niðurstöðu sambandsins. Við höfum ákveðið að loka Populaire-stúkunni í suðri þar sem atvikið átti sér stað. Verður hún lokuð í næstu fjórum heimaleikjum,“ sagði Bernard Gonzalez, fulltrúi yfirvalda í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir einnig frá því að 28 ára gamall maður hafi verið handtekinn vegna málsins. Íþróttamálaráðherra Frakklands kallaði atvikið móðgun við íþróttir og fótbolta. Borgarstjóri Nice sagði ofbeldið óásættanlegt en sumir leikmenn Marseille voru með áverka eftir stuðningsmennina sem óðu inn á völlinn. Franska knattspyrnusambandið mun funda á miðvikudag, 25. ágúst, um málið en þetta er annar leikurinn á skömmum tíma þar sem vatnsflöskum rignir yfir leikmenn Marseille. Sama var upp á teningnum í 3-2 sigri liðsins á Montpellier fyrir tveimur vikum.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira