Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Árni Sæberg skrifar 3. september 2021 19:10 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi, og umferðarlagabrot, með því að hafa laugardaginn 8. febrúar 2020, ekið bifreið suður Hörgárbraut á Akureyri án nægilegrar aðgæslu að merktri gangbraut og yfir gangbrautina á móti rauðu gangbrautaljósi með þeim afleiðingum að hann ók á barn. Þá segir að barnið hafi hlotið margþætta áverka eftir slysið. Áverkarnir voru eftirfarandi: Tvö kjálkabrot og afrifinn beinhnúfsklakk, beinflís í mjúkvefjum í andliti og nær sú flís inn í hlust, viðbeinsbrot vinstra megin, mar á lunga vinstra megin og lítið loftbrjóst þeim megin, mjaðmagrindarbrot og brot á vinstra lærleggsbeini. Maðurinn játaði brot sín og hefur hreinan sakaferil. Því var þrjátíu daga fangelsisrefsingu hans frestað og mun hún falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Akureyringar hafa kallað eftir úrbótum á Hörgársbraut Í kjölfar annars bílslyss árið 2019 þegar barn brotnaði á læri og mjaðmakúlu óskuðu skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri eftir því að ráðist yrði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn. Mikið hefur verið um slys á Hörgársbraut síðastliðin ár. Til dæmis urðu kona og hundur fyrir bíl á götunni árið 2017. Konan slapp nokkuð vel með skrekkinn en hundurinn lifði slysið ekki af. Akureyri Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi, og umferðarlagabrot, með því að hafa laugardaginn 8. febrúar 2020, ekið bifreið suður Hörgárbraut á Akureyri án nægilegrar aðgæslu að merktri gangbraut og yfir gangbrautina á móti rauðu gangbrautaljósi með þeim afleiðingum að hann ók á barn. Þá segir að barnið hafi hlotið margþætta áverka eftir slysið. Áverkarnir voru eftirfarandi: Tvö kjálkabrot og afrifinn beinhnúfsklakk, beinflís í mjúkvefjum í andliti og nær sú flís inn í hlust, viðbeinsbrot vinstra megin, mar á lunga vinstra megin og lítið loftbrjóst þeim megin, mjaðmagrindarbrot og brot á vinstra lærleggsbeini. Maðurinn játaði brot sín og hefur hreinan sakaferil. Því var þrjátíu daga fangelsisrefsingu hans frestað og mun hún falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Akureyringar hafa kallað eftir úrbótum á Hörgársbraut Í kjölfar annars bílslyss árið 2019 þegar barn brotnaði á læri og mjaðmakúlu óskuðu skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri eftir því að ráðist yrði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn. Mikið hefur verið um slys á Hörgársbraut síðastliðin ár. Til dæmis urðu kona og hundur fyrir bíl á götunni árið 2017. Konan slapp nokkuð vel með skrekkinn en hundurinn lifði slysið ekki af.
Akureyri Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira