Fögnuðu sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með bragðaref Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 10:30 Sæti í Meistaradeild Evrópu fagnað. Vísir/Hulda Margrét Það er fátt íslenskara en að fá sér bragðaref, það er ís með allskyns nammi, þegar fagna skal stórum áfanga. Það gerðu systurnar Ásta Eir og Kristín Dís Árnadætur eftir að Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta sinn sem leikið verður í riðlum í keppninni. Breiðablik mætti Osijek frá Króatíu í síðari leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli en í gær var ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið væri að fara áfram. Breiðablik byrjaði leikinn stórkostlega, skoruðu tvö mörk á fyrstu tíu mínútunum og fóru langleiðina með að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Mark snemma í síðari hálfleik kom Blikum í 3-0 og reyndust það lokatölur. Ótrúleg úrslit og ótrúlegt afrek sem ber að fagna á íslenskasta hátt í heimi. Eftir að hafa fagnað vel og innilega með liðsfélögum og stuðningsfólki sínu komu systurnar Ásta Eir og Kristín Dís við í ísbúðinni Huppu og fengu sér íslenskasta rétt allra tíma, bragðaref. Tvær sáttar með úrslit kvöldsins #blix #UWCL pic.twitter.com/8SqRzRg0ZP— Ásta Eir (@astaeir) September 9, 2021 Hvað þær fengu sér í bragðarefinn fylgdi þó ekki með sögunni. Blikastúlkur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á mánudaginn kemur. Eru þær þar með ekki minni liðum en Lyon, Wolfsburg og Arsenal. Ljóst er að ekkert af þessum liðum er á leið á Kópavogs- eða Laugardalsvöll í vetur en Blikar munu spila við eitthvað af eftirfarandi liðum á næstu mánuðum: Barcelona, París Saint-Germain, Bayern München, Chelsea, Real Madríd, Juventus, Häcken, Benfica og HB Köge. Hver veit nema það verði fagnað aftur í bragðaref eftir einhverja af þessum leikjum. Fótbolti Breiðablik Kópavogur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53 Þrenna Lacasse skaut Benfica áfram en Þórdís úr leik | Öll úrslit kvöldsins Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og stöllur hennar í Apollon Limassol frá Kýpur féllu úr keppni í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 tap fyrir Kharkiv frá Úkraínu í kvöld. Ljóst er hvaða lið fara í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:00 Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:31 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Það gerðu systurnar Ásta Eir og Kristín Dís Árnadætur eftir að Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta sinn sem leikið verður í riðlum í keppninni. Breiðablik mætti Osijek frá Króatíu í síðari leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli en í gær var ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið væri að fara áfram. Breiðablik byrjaði leikinn stórkostlega, skoruðu tvö mörk á fyrstu tíu mínútunum og fóru langleiðina með að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Mark snemma í síðari hálfleik kom Blikum í 3-0 og reyndust það lokatölur. Ótrúleg úrslit og ótrúlegt afrek sem ber að fagna á íslenskasta hátt í heimi. Eftir að hafa fagnað vel og innilega með liðsfélögum og stuðningsfólki sínu komu systurnar Ásta Eir og Kristín Dís við í ísbúðinni Huppu og fengu sér íslenskasta rétt allra tíma, bragðaref. Tvær sáttar með úrslit kvöldsins #blix #UWCL pic.twitter.com/8SqRzRg0ZP— Ásta Eir (@astaeir) September 9, 2021 Hvað þær fengu sér í bragðarefinn fylgdi þó ekki með sögunni. Blikastúlkur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á mánudaginn kemur. Eru þær þar með ekki minni liðum en Lyon, Wolfsburg og Arsenal. Ljóst er að ekkert af þessum liðum er á leið á Kópavogs- eða Laugardalsvöll í vetur en Blikar munu spila við eitthvað af eftirfarandi liðum á næstu mánuðum: Barcelona, París Saint-Germain, Bayern München, Chelsea, Real Madríd, Juventus, Häcken, Benfica og HB Köge. Hver veit nema það verði fagnað aftur í bragðaref eftir einhverja af þessum leikjum.
Fótbolti Breiðablik Kópavogur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53 Þrenna Lacasse skaut Benfica áfram en Þórdís úr leik | Öll úrslit kvöldsins Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og stöllur hennar í Apollon Limassol frá Kýpur féllu úr keppni í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 tap fyrir Kharkiv frá Úkraínu í kvöld. Ljóst er hvaða lið fara í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:00 Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:31 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00
Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47
Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53
Þrenna Lacasse skaut Benfica áfram en Þórdís úr leik | Öll úrslit kvöldsins Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og stöllur hennar í Apollon Limassol frá Kýpur féllu úr keppni í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 tap fyrir Kharkiv frá Úkraínu í kvöld. Ljóst er hvaða lið fara í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:00
Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:31