Breskir ökumenn pirraðir en ráðherra segir lausn í sjónmáli Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. september 2021 11:22 Þessi bensínstöð í London er meðal þeirra sem hafa lokað planinu vegna ástandsins. Getty/Hasan Esen Breskur ráðherra telur lausn í sjónmáli í bensínvanda sem Bretar standa frammi fyrir. Pirraðir Bretar skilja ekkert í því hvers vegna vandinn sé kominn upp. Fyrr í vikunni var breski herinn settur í viðbragðsstöðu ef til þess kæmi að herinn þyrfti að aðstoða við að fylla á bensíndælur í landinu. Bensín var víða uppurið á bensínstöðvum í landinu eftir að margir höfðu hamstrað eldsneyti. Á meðan nægt eldsneyti er til á þar til gerðum birgðastöðvum leiðir skortur á bílstjórum vöru- og olíuflutningabíla, ásamt skyndilegu hamstri íbúa á eldsneyti, til ástandsins. Talið er að allt að hundrað þúsund vörubílstjóra vanti í Bretlandi. Bretar virðast verulega pirraðir á stöðunni ef marka má orð ökumanna sem AP fréttastofan ræddi við í gær. Bretum virðist þó hafa tekist að ná stjórn á vandamálinu. Ráðherrann Simon Clarke segir að nóg sé til af eldsneyti á bensínstöðvum landsins um þessar mundir. Meira bensín er flutt á stöðvarnar en selt er, og segir Clarke stöðuna líklega fara batnandi. Þetta kemur fram hjá Sky News. Eitthvað virðast ökumenn þó ósammála orðum Clarkes. Samkvæmt nýlegri nýlegri könnun Félags bensínsala í Bretlandi segja ökumenn enn skort á eldsneyti. Framkvæmdastjóri félagsins segir enn fremur að starfsfólk bensínstöðva hafi orðið fyrir miklu áreiti frá ósáttum ökumönnum vegna stöðunnar. Herinn er enn í viðbragðsstöðu en 150 hermenn eru til taks ef grípa þarf til aðstoðar við að koma bensíni á bensínstöðvar. Bensín og olía Bretland Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Fyrr í vikunni var breski herinn settur í viðbragðsstöðu ef til þess kæmi að herinn þyrfti að aðstoða við að fylla á bensíndælur í landinu. Bensín var víða uppurið á bensínstöðvum í landinu eftir að margir höfðu hamstrað eldsneyti. Á meðan nægt eldsneyti er til á þar til gerðum birgðastöðvum leiðir skortur á bílstjórum vöru- og olíuflutningabíla, ásamt skyndilegu hamstri íbúa á eldsneyti, til ástandsins. Talið er að allt að hundrað þúsund vörubílstjóra vanti í Bretlandi. Bretar virðast verulega pirraðir á stöðunni ef marka má orð ökumanna sem AP fréttastofan ræddi við í gær. Bretum virðist þó hafa tekist að ná stjórn á vandamálinu. Ráðherrann Simon Clarke segir að nóg sé til af eldsneyti á bensínstöðvum landsins um þessar mundir. Meira bensín er flutt á stöðvarnar en selt er, og segir Clarke stöðuna líklega fara batnandi. Þetta kemur fram hjá Sky News. Eitthvað virðast ökumenn þó ósammála orðum Clarkes. Samkvæmt nýlegri nýlegri könnun Félags bensínsala í Bretlandi segja ökumenn enn skort á eldsneyti. Framkvæmdastjóri félagsins segir enn fremur að starfsfólk bensínstöðva hafi orðið fyrir miklu áreiti frá ósáttum ökumönnum vegna stöðunnar. Herinn er enn í viðbragðsstöðu en 150 hermenn eru til taks ef grípa þarf til aðstoðar við að koma bensíni á bensínstöðvar.
Bensín og olía Bretland Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira