Heimsmeistararnir hófu titilvörnina á sigri | Fullkomin endurkoma T1 Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. október 2021 23:01 Faker og liðsfélagar hans í T1 unnu afar sannfærandi sigur í endurkomu sinni á heimsmeistaramótið í League of Legends. Riot Games/Getty Images Riðlakeppni heimsmeistaramótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll hófst í dag með átta leikjum. Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hófu titilvörn sína á sterkum sigri gegn FPX og gamla stórveldið T1 lék sér að DetonatioN FocusMe í endurkomu sinni á heimsmeistaramótið. Fyrsti leikur dagsins var viðureign DWG KIA og FPX, en þarna mættust heimsmeistarar seinustu tveggja ára. Því var mikil spenna í loftinu þegar ljóst var að þessi tvö lið myndu mætast í opnunarleik riðlakeppninnar. Liðsmenn DWG KIA sýndu það fljótt af hverju þeir eru ríkjandi heimsmeistarar og tóku afgerandi forystu snemma leiks. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi, og eftir rétt tæplega hálftíma leik var sigurinn þeirra. STATEMENT WIN by @DWGKIA to kick off Groups! #Worlds2021 pic.twitter.com/LSopbXqnW9— LoL Esports (@lolesports) October 11, 2021 Svipaða sögu var að segja frá öðrum leik dagsins, en þar mættust Royal Never Give Up og PSG Talon. Þessi tvö lið mættust í undanúrslitum MSI-mótsins sem haldið var í Laugardalshöll í vor og þar fóru Royal Never Give Up með 3-1 sigur. Rétt eins og í fyrsta leik dagsins tók Royal Never give Up forystuna snemma leiks og létu hana aldrei af hendi. Eftir tæplega tuttugu mínútna voru liðsmenn PSG Talon þó ansi nálægt því að snúa leiknum sér í hag, en allt kom fyrir ekki og Royal Never Give Up vann að lokum góðan sigur. Í þriðja leik dagsins vann Hanwha Life nokkuð öruggan sigur gegn Fnatic, og Gen.G sigraði LNG í leik númer fjögur. En þá var komið að stundinni sem flestir höfðu beðið eftir. Í fimmtu viðureign dagsins mættust T1 og DetonatioN FocusMe. T1 hefur unnið heimsmeistaramótið þrisvar sinnum og er þar af leiðandi sigursælasta lið í sögu mótsins. Innan þeirra raða er einnig Faker, sem af mörgum er talinn besti League of Legends spilari frá upphafi. Liðið missti af sæti á heimsmeistaramótinu í fyrra, og því biðu margir spenntir eftir því að sjá hvernig endurkoma þeirra myndi spilast. Liðsmenn T1 sýndu það snemma að þeir voru ekki komnir bara til að vera með og hafa gaman, heldur unnu þeir einhvern mest sannfærandi sigur sem sést hefur á heimsmeistaramótinu í League of Legends. Strax frá fyrstu mínútu var augljóst í hvað stefndi, og leikurinn var ekki orðinn tuttugu mínútna gamall þegar honum var lokið. 4-0 for the #LCK:@T1LoL DOMINATE @teamDFM! #Worlds2021 pic.twitter.com/D4qmKJ13IZ— LoL Esports (@lolesports) October 11, 2021 Bandaríkin áttu svo fulltrúa í seinustu þrem viðureignum dagsins, en náðu aðeins að vinna eina þeirra. 100 Thieves þurftu að sætta sig við tap gegn Edward Gaming, áður en Team Liquid vann sterkan sigur gegn evrópska liðinu MAD Lions. Evrópa fékk svo möguleika á að hefna fyrir tap MAD Lions gegn Bandarísku liðið þegar að Rogue mætti Cloud9 í seinustu viðureign dagsins. Leikurinn var í nokkuð góðu jafnvægi fyrstu tíu mínúturnar, en fljótlega eftir það tóku liðsmenn Rogue frumkvæðið og unnu að lokum eftir tæplega 33 mínútur af League of Legends. The #Worlds2021 Groups standings after day 1! pic.twitter.com/dtH12yerUg— LoL Esports (@lolesports) October 11, 2021 Riðlakeppni heimsmeistaramótsins heldur áfram á morgun með öðrum átta leikjum, en eins og seinustu daga verður hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport frá klukkan 11:00. Úrslit dagsins og viðureignir morgundagsins Úrslit dagsins DWG KIA - FPX Royal Never Give Up - PSG Talon Hanwha Life - Fnatic LNG - Gen.G T1 - DetonatioN FocusMe Edward Gaming - 100 Thieves Team Liquid - MAD Lions Rogue - Cloud9 Viðureignir morgundagsins 11:00: T1 - Edward Gaming 12:00: Rogue - DWG KIA 13:00: PSG Talon - Hanwha Life 14:00: Fnatic - Royal Never Give Up 15:00: Cloud9 - FPX 16:00: DetonatioN FocusMe - 100 Thieves 17:00: MAD Lions - Gen.G 18:00: Team Liquid - LNG Rafíþróttir League of Legends Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Fyrsti leikur dagsins var viðureign DWG KIA og FPX, en þarna mættust heimsmeistarar seinustu tveggja ára. Því var mikil spenna í loftinu þegar ljóst var að þessi tvö lið myndu mætast í opnunarleik riðlakeppninnar. Liðsmenn DWG KIA sýndu það fljótt af hverju þeir eru ríkjandi heimsmeistarar og tóku afgerandi forystu snemma leiks. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi, og eftir rétt tæplega hálftíma leik var sigurinn þeirra. STATEMENT WIN by @DWGKIA to kick off Groups! #Worlds2021 pic.twitter.com/LSopbXqnW9— LoL Esports (@lolesports) October 11, 2021 Svipaða sögu var að segja frá öðrum leik dagsins, en þar mættust Royal Never Give Up og PSG Talon. Þessi tvö lið mættust í undanúrslitum MSI-mótsins sem haldið var í Laugardalshöll í vor og þar fóru Royal Never Give Up með 3-1 sigur. Rétt eins og í fyrsta leik dagsins tók Royal Never give Up forystuna snemma leiks og létu hana aldrei af hendi. Eftir tæplega tuttugu mínútna voru liðsmenn PSG Talon þó ansi nálægt því að snúa leiknum sér í hag, en allt kom fyrir ekki og Royal Never Give Up vann að lokum góðan sigur. Í þriðja leik dagsins vann Hanwha Life nokkuð öruggan sigur gegn Fnatic, og Gen.G sigraði LNG í leik númer fjögur. En þá var komið að stundinni sem flestir höfðu beðið eftir. Í fimmtu viðureign dagsins mættust T1 og DetonatioN FocusMe. T1 hefur unnið heimsmeistaramótið þrisvar sinnum og er þar af leiðandi sigursælasta lið í sögu mótsins. Innan þeirra raða er einnig Faker, sem af mörgum er talinn besti League of Legends spilari frá upphafi. Liðið missti af sæti á heimsmeistaramótinu í fyrra, og því biðu margir spenntir eftir því að sjá hvernig endurkoma þeirra myndi spilast. Liðsmenn T1 sýndu það snemma að þeir voru ekki komnir bara til að vera með og hafa gaman, heldur unnu þeir einhvern mest sannfærandi sigur sem sést hefur á heimsmeistaramótinu í League of Legends. Strax frá fyrstu mínútu var augljóst í hvað stefndi, og leikurinn var ekki orðinn tuttugu mínútna gamall þegar honum var lokið. 4-0 for the #LCK:@T1LoL DOMINATE @teamDFM! #Worlds2021 pic.twitter.com/D4qmKJ13IZ— LoL Esports (@lolesports) October 11, 2021 Bandaríkin áttu svo fulltrúa í seinustu þrem viðureignum dagsins, en náðu aðeins að vinna eina þeirra. 100 Thieves þurftu að sætta sig við tap gegn Edward Gaming, áður en Team Liquid vann sterkan sigur gegn evrópska liðinu MAD Lions. Evrópa fékk svo möguleika á að hefna fyrir tap MAD Lions gegn Bandarísku liðið þegar að Rogue mætti Cloud9 í seinustu viðureign dagsins. Leikurinn var í nokkuð góðu jafnvægi fyrstu tíu mínúturnar, en fljótlega eftir það tóku liðsmenn Rogue frumkvæðið og unnu að lokum eftir tæplega 33 mínútur af League of Legends. The #Worlds2021 Groups standings after day 1! pic.twitter.com/dtH12yerUg— LoL Esports (@lolesports) October 11, 2021 Riðlakeppni heimsmeistaramótsins heldur áfram á morgun með öðrum átta leikjum, en eins og seinustu daga verður hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport frá klukkan 11:00. Úrslit dagsins og viðureignir morgundagsins Úrslit dagsins DWG KIA - FPX Royal Never Give Up - PSG Talon Hanwha Life - Fnatic LNG - Gen.G T1 - DetonatioN FocusMe Edward Gaming - 100 Thieves Team Liquid - MAD Lions Rogue - Cloud9 Viðureignir morgundagsins 11:00: T1 - Edward Gaming 12:00: Rogue - DWG KIA 13:00: PSG Talon - Hanwha Life 14:00: Fnatic - Royal Never Give Up 15:00: Cloud9 - FPX 16:00: DetonatioN FocusMe - 100 Thieves 17:00: MAD Lions - Gen.G 18:00: Team Liquid - LNG
Úrslit dagsins DWG KIA - FPX Royal Never Give Up - PSG Talon Hanwha Life - Fnatic LNG - Gen.G T1 - DetonatioN FocusMe Edward Gaming - 100 Thieves Team Liquid - MAD Lions Rogue - Cloud9 Viðureignir morgundagsins 11:00: T1 - Edward Gaming 12:00: Rogue - DWG KIA 13:00: PSG Talon - Hanwha Life 14:00: Fnatic - Royal Never Give Up 15:00: Cloud9 - FPX 16:00: DetonatioN FocusMe - 100 Thieves 17:00: MAD Lions - Gen.G 18:00: Team Liquid - LNG
Rafíþróttir League of Legends Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira