Frestar útgáfu Kennedy-skjalanna aftur Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2021 14:52 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill að skjölunum verði komið á rafrænt form þegar þau verða birt. AP/Evan Vucci Hvíta húsið tilkynnti á föstudaginn að skjöl sem snúa að morði John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verði ekki opinberuð strax. Opinberuninni verði frestað vegna Covid-19 þar sem sérfræðingar þurfi meiri tíma til að fara yfir skjölin og tryggja að þau innihaldi engin leyndarmál. Kennedy var skotinn til bana árið 1963 Í minnisblaði sem Hvíta húsið birti á föstudaginn skrifaði Joe Biden, forseti, að faraldur kórónuveirunnar hefðu komið niður á störfum opinberra starfsmanna og því væri ekki hægt að birta skjölin strax. Forsetinn sagði að hluta skjalanna ætti að birta seinna á þessu ári en restina í fyrsta lagi í desember árið 2022. Biden sagði þó í minnisblaðinu að hann hefði kallað eftir áætlun um að koma öllum skjölunum á rafrænt form. Um 300 þúsund skjöl er að ræða. Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók einnig ákvörðun um að tefja birtingu skjalanna árið 2018. Bandaríkjaþing samþykkti lög árið 1992 um að öll opinber skjöl vegna morðsins ætti að opinbera. Það yrði að gera til að almenningur gæti kynnt sér sannleikann um morðið sem hefur leitt af sér margar samsæriskenningar í gegnum árin. Lögin innihéldu þó klausur, samkvæmt frétt NPR, um að fresta ætti útgáfu skjalanna ef opinberun þeirra myndi valda hernum, leyniþjónustum eða löggæslustofnunum skaða. Búast ekki við miklu Í frétt Politico er bent á að kannanir sýni fram á að meirihluti Bandaríkjamanna trúi ekki niðurstöðu Warren-rannsóknarnefndarinnar svokölluðu um að Lee Harvey Oswald hefði skotið Kennedy til bana og hann hefði einn staðið við morðið. Oswald var fyrrverandi landgönguliði sem hafði um tíma flúið til Sovétríkjanna. Hann var svo skotinn til bana í haldi lögreglu af Jack Ruby. Þá bendir Politico á niðurstöðu þingnefndar frá árinu 1978 um að Kennedy hefði líklega verið myrtur vegna einhvers konar samsæris. Miðillinn hefur eftir sagnfræðingum og rannsakendum að þeir búist ekki við því að skjölin muni hafa mikil áhrif á umræðuna um morð Kennedy, þegar þau verða loks birt. Bandaríkin Joe Biden Kalda stríðið Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Kennedy var skotinn til bana árið 1963 Í minnisblaði sem Hvíta húsið birti á föstudaginn skrifaði Joe Biden, forseti, að faraldur kórónuveirunnar hefðu komið niður á störfum opinberra starfsmanna og því væri ekki hægt að birta skjölin strax. Forsetinn sagði að hluta skjalanna ætti að birta seinna á þessu ári en restina í fyrsta lagi í desember árið 2022. Biden sagði þó í minnisblaðinu að hann hefði kallað eftir áætlun um að koma öllum skjölunum á rafrænt form. Um 300 þúsund skjöl er að ræða. Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók einnig ákvörðun um að tefja birtingu skjalanna árið 2018. Bandaríkjaþing samþykkti lög árið 1992 um að öll opinber skjöl vegna morðsins ætti að opinbera. Það yrði að gera til að almenningur gæti kynnt sér sannleikann um morðið sem hefur leitt af sér margar samsæriskenningar í gegnum árin. Lögin innihéldu þó klausur, samkvæmt frétt NPR, um að fresta ætti útgáfu skjalanna ef opinberun þeirra myndi valda hernum, leyniþjónustum eða löggæslustofnunum skaða. Búast ekki við miklu Í frétt Politico er bent á að kannanir sýni fram á að meirihluti Bandaríkjamanna trúi ekki niðurstöðu Warren-rannsóknarnefndarinnar svokölluðu um að Lee Harvey Oswald hefði skotið Kennedy til bana og hann hefði einn staðið við morðið. Oswald var fyrrverandi landgönguliði sem hafði um tíma flúið til Sovétríkjanna. Hann var svo skotinn til bana í haldi lögreglu af Jack Ruby. Þá bendir Politico á niðurstöðu þingnefndar frá árinu 1978 um að Kennedy hefði líklega verið myrtur vegna einhvers konar samsæris. Miðillinn hefur eftir sagnfræðingum og rannsakendum að þeir búist ekki við því að skjölin muni hafa mikil áhrif á umræðuna um morð Kennedy, þegar þau verða loks birt.
Bandaríkin Joe Biden Kalda stríðið Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira