Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 15:14 Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað hrekkjavökubúninga úr sjónvarpsþáttunum Squid Game. Barnið á myndinni er einmitt klætt í slíkan búning. Getty/Chung Sung-Jun Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. Suðurkóresku þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda frá því að þeir voru frumsýndir á Netflix í síðasta mánuði. Þættirnir fjalla um stórskuldugt fólk sem keppir í ýmsum barnaleikjum fyrir háar fjárhæðir í vinning. Leikirnir eru ekki hefðbundnir og mikið í húfi en takist leikmönnum ekki að klára leikina eða vinna þá eru þeir drepnir. Strax eftir frumsýningu fóru hrekkjavökubúningar úr sjónvarpsþáttunum að skjóta upp kollinum í verslunum, jafnvel í barnastærðum. Grunnskólarnir þrír í New York hafa tekið málið heljartaki og tilkynnt foreldrum að búningarnir flokkist sem of hræðilegir búningar. Samkvæmt reglum skólasvæðisins Fayetteville-Manlius í New York eru allir hrekkjavökubúningar sem sýna vopn eða þau sem teljast of ógeðslegir eða hræðilegir bannaðir. Craig Tice, stjórnandi skólasvæðisins, sagði í samtali við CBS News í dag að búningarnir flokkuðust undir það. Ástandið í skólum hafi þá versnað talsvert síðan þættirnir komu út. Nemendur hafi jafnvel verið að endurleika senur úr þáttunum í frímínútum. Þessir leikir væru að mati Tice ekki viðeigandi þar sem mikið ofbeldi tengdist þeim. Í Bandaríkjunum eru þættirnir bannaðir börnum undir sautján ára aldri en þrátt fyrir það hafa einhverjir foreldrar kvartað undan banninu. Á Bretlandi hafa kennarar lýst því að börn allt niður í sex ára aldur sést leika sér í þeim leikjum sem farið er í, í þáttunum. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hrekkjavaka Suður-Kórea Netflix Tengdar fréttir Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10 Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. 13. október 2021 11:34 Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. 12. október 2021 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Suðurkóresku þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda frá því að þeir voru frumsýndir á Netflix í síðasta mánuði. Þættirnir fjalla um stórskuldugt fólk sem keppir í ýmsum barnaleikjum fyrir háar fjárhæðir í vinning. Leikirnir eru ekki hefðbundnir og mikið í húfi en takist leikmönnum ekki að klára leikina eða vinna þá eru þeir drepnir. Strax eftir frumsýningu fóru hrekkjavökubúningar úr sjónvarpsþáttunum að skjóta upp kollinum í verslunum, jafnvel í barnastærðum. Grunnskólarnir þrír í New York hafa tekið málið heljartaki og tilkynnt foreldrum að búningarnir flokkist sem of hræðilegir búningar. Samkvæmt reglum skólasvæðisins Fayetteville-Manlius í New York eru allir hrekkjavökubúningar sem sýna vopn eða þau sem teljast of ógeðslegir eða hræðilegir bannaðir. Craig Tice, stjórnandi skólasvæðisins, sagði í samtali við CBS News í dag að búningarnir flokkuðust undir það. Ástandið í skólum hafi þá versnað talsvert síðan þættirnir komu út. Nemendur hafi jafnvel verið að endurleika senur úr þáttunum í frímínútum. Þessir leikir væru að mati Tice ekki viðeigandi þar sem mikið ofbeldi tengdist þeim. Í Bandaríkjunum eru þættirnir bannaðir börnum undir sautján ára aldri en þrátt fyrir það hafa einhverjir foreldrar kvartað undan banninu. Á Bretlandi hafa kennarar lýst því að börn allt niður í sex ára aldur sést leika sér í þeim leikjum sem farið er í, í þáttunum.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hrekkjavaka Suður-Kórea Netflix Tengdar fréttir Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10 Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. 13. október 2021 11:34 Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. 12. október 2021 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10
Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. 13. október 2021 11:34
Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. 12. október 2021 21:00