Ráðherra beðinn um að rökstyðja fullyrðingar sínar um flóttamenn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2021 09:20 Ráðherrann hefur verið krafður um að rökstyðja fullyrðingar sínar. epa/Vickie Flores Skorað hefur verið á Priti Patel, innanríkisráðherra Breta, að draga til baka eða rökstyðja fullyrðingar sem hún setti fram fyrir þingnefnd um að flestir þeir hælisleitendur sem kæmu til landsins á bátum væru ekki raunverulegir flóttamenn. Patel mætti fyrir innanríkis- og dómsmálanefnd lávarðadeildarinnar í síðustu viku þar sem hún var meðal annars yfirheyrð um nýja stefnu stjórnvalda sem felur í sér að öllum sem hafa komið til Bretlands með viðkomu í „öruggu“ ríki verði sjálfkrafa neitað um málsmeðferð. Þegar hún var beðin um að útskýra hverjir tilheyrðu þessum hóp sagði hún meðal annars að 70 prósent þeirra sem hefðu komið til landsins sjóleiðina væru einhleypir karlmenn sem væru að flýja efnahagsástandið í heimalandinu. „Þeir eru ekki raunverulegir hælisleitendur,“ sagði hún. Innanríkisráðuneytið vildi ekki veita Guardian formlegt svar við fyrirspurn um tölfræðina á bakvið fullyrðingar ráðherrans. Miðillinn fékk þær upplýsingar að af þeim 8.500 hælisleitendur sem hefðu komið á bát árið 2020 hefðu 87 prósent verið karlar og 74 prósent á aldrinum 18 til 39 ára. Engar upplýsingar fengust hins vegar um flokkun hælisumsókna eftir aðstæðum. Þeir sem starfa að málefnum flóttafólks í Bretlandi hafa áhyggjur af því að orðræða stjórnvalda sé að kynda undir hugmyndir um að hælisleitendur séu óverðugir þess að mál þeirra séu tekin til umfjöllunar hjá yfirvöldum. Gögn sýna að margir þeirra sem hefur verið neitað um málsmeðferð koma frá átakasvæðum á borð við Afganistan, Íran, Írak og Súdan. Þá segir Dr. Peter Walsh, sérfræðingur við Oxford-háskóla, að af þeim umsóknum sem voru teknar til umfjöllunar á árunum 2017 til 2019 hafi 59 prósent verið samþykktar. Því sé tæpast hægt að halda því fram að aðeins 30 prósent þeirra umsókna sem berast séu réttmætar. Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Patel mætti fyrir innanríkis- og dómsmálanefnd lávarðadeildarinnar í síðustu viku þar sem hún var meðal annars yfirheyrð um nýja stefnu stjórnvalda sem felur í sér að öllum sem hafa komið til Bretlands með viðkomu í „öruggu“ ríki verði sjálfkrafa neitað um málsmeðferð. Þegar hún var beðin um að útskýra hverjir tilheyrðu þessum hóp sagði hún meðal annars að 70 prósent þeirra sem hefðu komið til landsins sjóleiðina væru einhleypir karlmenn sem væru að flýja efnahagsástandið í heimalandinu. „Þeir eru ekki raunverulegir hælisleitendur,“ sagði hún. Innanríkisráðuneytið vildi ekki veita Guardian formlegt svar við fyrirspurn um tölfræðina á bakvið fullyrðingar ráðherrans. Miðillinn fékk þær upplýsingar að af þeim 8.500 hælisleitendur sem hefðu komið á bát árið 2020 hefðu 87 prósent verið karlar og 74 prósent á aldrinum 18 til 39 ára. Engar upplýsingar fengust hins vegar um flokkun hælisumsókna eftir aðstæðum. Þeir sem starfa að málefnum flóttafólks í Bretlandi hafa áhyggjur af því að orðræða stjórnvalda sé að kynda undir hugmyndir um að hælisleitendur séu óverðugir þess að mál þeirra séu tekin til umfjöllunar hjá yfirvöldum. Gögn sýna að margir þeirra sem hefur verið neitað um málsmeðferð koma frá átakasvæðum á borð við Afganistan, Íran, Írak og Súdan. Þá segir Dr. Peter Walsh, sérfræðingur við Oxford-háskóla, að af þeim umsóknum sem voru teknar til umfjöllunar á árunum 2017 til 2019 hafi 59 prósent verið samþykktar. Því sé tæpast hægt að halda því fram að aðeins 30 prósent þeirra umsókna sem berast séu réttmætar.
Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira