Segjast hafa reynt að ná sáttum en án árangurs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 15:20 Málið verður dómtekið fyrir héraðsdómi eftir tvær vikur. Lögmaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir að samtökin hafi reynt að ná sáttum við starfsmann sem lagði fram kvörtun á hendur yfirmönnum sínum vegna eineltis - en án árangurs. Félagið telji sig hafa gert upp við starfsmanninn með sanngirni og réttum hætti. Starfsmaðurinn krefst þess að félagið greiði honum sjötíu og fimm milljónir króna. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, SSF, hafi lagt fram kvörtun vegna eineltis yfirmanna sinna. Maðurinn lýsti ítrekuðum svívirðingum á hendur sér og sagði yfirmenn sína hafa sýnt af sér ógnandi tilburði og lýsti því hvernig hann hafi stundum nánast lamast af hræðslu. Maðurinn hefur stefnt SSF þar sem hann krefst þess að félagið greiði sér 75 milljónir króna; tæplega 56 milljónir fyrir ógreitt orlof, ógreidda yfirvinnu og kostnað vegna lögmannskostnaðar, ellefu milljónir í skaðabætur og átta milljónir í miskabætur. Lögmaður mannsins sagði í samtali við fréttastofu að eineltið hafi um tíma breyst í ofbeldi og að nú sé maðurinn óvinnufær og sé með vottorð bæði frá lækni og sálfræðingi þess efnis. SSF vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Oddur Ástráðsson, lögmaður félagsins, segir í samtali við fréttastofu að reynt hafi verið að ná sáttum við starfsmanninn. Það hafi hins vegar ekki borið árangur. Þá telji félagið sig hafa gert upp við hann, bæði með sanngirni og réttum hætti, en að öðru leyti verði að leysa málið fyrir dómstólum. Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins, segir málið svipa til Eflingarmálsins. „Þetta mál er að vissu leyti líkt Eflingarmálinu þar sem það eru starfsmenn sem kvarta yfir slæmum vinnuaðstæðum og leita úrlausna á því og fara í rauninni réttar boðleiðir, munurinn hins vegar er sá að í því tilfelli þá axlaði formaðurinn ábyrgð og sagði af sér en í tilviki umbjóðanda míns var honum sagt upp störfum í miðju veikindaleyfi,“ segir Höskuldur. Aðalmeðferð í málinu fer fram eftir tvær vikur. Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, SSF, hafi lagt fram kvörtun vegna eineltis yfirmanna sinna. Maðurinn lýsti ítrekuðum svívirðingum á hendur sér og sagði yfirmenn sína hafa sýnt af sér ógnandi tilburði og lýsti því hvernig hann hafi stundum nánast lamast af hræðslu. Maðurinn hefur stefnt SSF þar sem hann krefst þess að félagið greiði sér 75 milljónir króna; tæplega 56 milljónir fyrir ógreitt orlof, ógreidda yfirvinnu og kostnað vegna lögmannskostnaðar, ellefu milljónir í skaðabætur og átta milljónir í miskabætur. Lögmaður mannsins sagði í samtali við fréttastofu að eineltið hafi um tíma breyst í ofbeldi og að nú sé maðurinn óvinnufær og sé með vottorð bæði frá lækni og sálfræðingi þess efnis. SSF vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Oddur Ástráðsson, lögmaður félagsins, segir í samtali við fréttastofu að reynt hafi verið að ná sáttum við starfsmanninn. Það hafi hins vegar ekki borið árangur. Þá telji félagið sig hafa gert upp við hann, bæði með sanngirni og réttum hætti, en að öðru leyti verði að leysa málið fyrir dómstólum. Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins, segir málið svipa til Eflingarmálsins. „Þetta mál er að vissu leyti líkt Eflingarmálinu þar sem það eru starfsmenn sem kvarta yfir slæmum vinnuaðstæðum og leita úrlausna á því og fara í rauninni réttar boðleiðir, munurinn hins vegar er sá að í því tilfelli þá axlaði formaðurinn ábyrgð og sagði af sér en í tilviki umbjóðanda míns var honum sagt upp störfum í miðju veikindaleyfi,“ segir Höskuldur. Aðalmeðferð í málinu fer fram eftir tvær vikur.
Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira