Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2021 13:00 Travis og Greg McMichael í dómsal í gær. AP/Stephen B. Morton Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. Travis McMichael, sonur Greg, var sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði. Þeir Greg McMichael og Bryan voru sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði en sakfelldir fyrir morð. Í heildina voru þeir allir ákærðir í þremur liðum. Travis var sakfelldur í öllum en eins og áður segir voru Greg og Bryan sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði. Lífstíðarfangelsi liggur við báðum ákærum sem mennirnir voru sakfelldir fyrir. Það er þó dómara málsins að ákveða hvort þeir muni eiga rétt á því að sækja um reynslulausn eftir minnst þrjátíu ára fangelsisvist. Ekki liggur fyrir hvenær dómarinn mun tilkynna ákvörðun sína. Sjá einnig: Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Eftir að niðurstaðan varð ljós sagði Wanda Cooper-Jones, móðir Arbery, að sonur hennar gæti loks hvílt í friði. Hún sagði að í fyrra hefði hún aldrei átt von á því að málið myndi fara svona. Travis McMichael, sonur Greg, reyndi að stöðva Arbery þegar hann sá þann síðarnefnda á hlaupum í hverfi þeirra í úthverfi Brunswick í Georgíu og eftir að Travis sá Arbery fara inn á svæði þar sem verið var að byggja hús í hverfinu. Travis sagðist hafa grunað Arbery um þjófnað sem átti að hafa átt sér stað í hverfinu nokkru áður. Hann sagði Arbery að bíða og sagði að búið væri að hringja á lögregluna, sem hafði ekki verið gert á þeim tímapunkti. Arbery hljóp á brott en við það tóku feðgarnir upp vopn og eltu Arbery á bíl. Bryan, nágranni þeirra, fylgdi þeim eftir á sínum bíl. Eftir um fimm mínútur sátu feðgarnir fyrir Arbery á meðan Bryan keyrði á eftir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa framhjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust veittist Arbery að Travis og reyndi að taka af honum haglabyssuna. Við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband sem Bryan tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Bryan hélt því í fyrstu fram að hann hefði ekki komið að morðinu heldur verið vitni. Hann sagði lögregluþjónum þó á vettvangi að hann hefði verið að hjálpa feðgunum og reynt að keyra fyrir og jafnvel á Arbery. Þegar fyrsti lögregluþjónninn mætti á vettvang var Arbery enn á lífi. Hann gerði þó engar tilraunir til að koma honum til aðstoðar, þó hann heyrðist eiga í miklum vandræðum með andardrátt. Fyrsti lögregluþjónninn ræddi þess í stað við feðgana sem sögðu honum ítrekað að Travis hefði neyðst til að skjóta Arbery. Þegar annar lögregluþjónninn kom virtist Arbery ekki vera á lífi. Seinni lögregluþjónninn spurði þann fyrri hvort Arbery væri með púls og fékk það svar að svo væri ekki. Arbery væri dáinn. Hálftíma síðar settu lögregluþjónar lak yfir lík Arberys, samkvæmt frétt Washington Post. Sögðust ætla að framkvæma borgaralega handtöku Við réttarhöldin héldu verjendur þremenninganna því fram að þeir hafi ætlað að framkvæma borgaralega handtöku. Hélt Travis því fram að hann hefði ekki átta annarra kosta völ vegna þeirrar hættu að Arbery tæki af honum byssuna. Saksóknarar sögðu þó að þremenningarnir hefðu ekki haft tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku af því að Arbery hefði ekki viljað tala við þá. Þá hefði Travis McMichael ekki rétt á því að beita fyrir sig sjálfsvörn. Hann gæti ekki ráðist á annan mann, skotið hann til bana því hann væri að tapa átökunum og sagt svo að hann hefði þurft að verja sig. Þeir hefðu ráðist á Arbery. Við vitnaleiðslur viðurkenndi Travis að Arbery hefði ekkert ógnað honum áður en hann miðaði byssunni á Arbery. Hann viðurkenndi einnig að hann hefði ekki talið að Arbery væri með vopn á sér. Arbery var klæddur bol og stuttbuxum. „Þeir skutu og drápu hann. Ekki vegna þess að hann ógnaði þeim, því hann vildi ekki stoppa og tala við þá,“ sagði Linda Dunikoski, saksóknari, í málflutningi sínum. Niðurstöðunni líklega áfrýjað AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að mjög líklegt sé að mennirnir muni áfrýja niðurstöðunni. Það muni líklega verða gert á grundvelli þess að dómarinn neitaði verjendum mannanna að nota sakaskrá Arbery og það að hann hafi verið á skilorði þegar hann Travis McMichael skaut hann til bana. Þá bendir fréttaveitan einnig á að feðgarnir og Bryan standa enn frammi fyrir alríkisákærum eftir að þeir voru ákærðir fyrir hatursglæp. Kviðdómendaval í þeim réttarhöldum á að hefjast þann 7. febrúar. Hér í þessari frétt frá því í desember í fyrra má sjá myndefni úr myndavélum lögregluþjóna sem mættu á vettvang eftir að Travis skaut Arbery. Þar á meðal er myndefni af því þegar rætt var við þremenningana um atvikið. Ekki handteknir fyrr en myndband birtist á netinu Mennirnir þrír voru ekki handteknir fyrr en tíu vikum eftir að Arbery var skotinn til bana. Greg McMichael, faðir Travis, starfaði áður hjá lögreglunni í bænum. Jacquelyn Lee Johnson, var saksóknari í Brunswick, þegar Arbery var myrtur. Hún lýsti sig vanhæfa til að taka ákvörðun í málinu þar sem Greg hafði starfað fyrir hana í rúm þrjátíu ár. Eftir það tók saksóknarinnar George E. Barnhill, saksóknari, við málinu. William „Roddie“ Bryan var nágranni feðganna og var með þeim í að elta Arbery uppi.AP/Stephen B. Morton Barnhill samþykkti þá frásögn þremenninganna um að þeir hefðu verið að verja sig gegn hinum óvopnaða Arbery þegar þeir sátu fyrir honum og banaskotin væru réttmæt. Því sagði hann ekki tilefni til að handtaka feðgana og Bryan eða ákæra þá. Þeir hefðu hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Barnhill lýsti sig þó vanhæfan vegna tengsla við Gregory eftir að myndbandið var birt og augu Bandaríkjamanna og heimsins beindust að dauða Arbery. Saksóknari ákærður Eftir að myndbandið var birt á netinu skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Bureau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery og voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Svo var Johnson, fyrsti saksóknarinn, ákærð í september en hún er sökuð um að hafa beitt sér í málinu til að hlífa feðgunum og Bryan. Án myndbandsins hefði ekkert gerst Í kjölfar úrskurðarins hafa Bandaríkjamenn rætt sín á milli um það hve nærri því þremenningarnir komust hjá ákærum, eins og tíundað er í frétt NBC News. Hefði myndbandið sem Bryan tók úr bíl sínum þegar hann keyrði á eftir Arbery ekki ratað á netið hefðu þeir líklegast aldrei verið handteknir. Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan verið handteknir. Það var birt eftir að Barnhill, saksóknari, hafði lýst því yfir að feðgarnir yrðu ekki ákærðir. Í fyrra komst héraðsmiðillinn Channel 2 Action News í Atlanta í Georgíu að því að það hefði verið Greg McMichael sjálfur sem hefði útvegað útvarpsstöðinni myndbandið sem Bryan tók. Miðillinn segir að Greg hafi viljað birta myndbandið vegna orðróms um morð Arbery og grunaði hann ekki að það myndi vekja svo mikla athygli. Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Tengdar fréttir Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00 Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. 12. nóvember 2021 14:01 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Travis McMichael, sonur Greg, var sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði. Þeir Greg McMichael og Bryan voru sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði en sakfelldir fyrir morð. Í heildina voru þeir allir ákærðir í þremur liðum. Travis var sakfelldur í öllum en eins og áður segir voru Greg og Bryan sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði. Lífstíðarfangelsi liggur við báðum ákærum sem mennirnir voru sakfelldir fyrir. Það er þó dómara málsins að ákveða hvort þeir muni eiga rétt á því að sækja um reynslulausn eftir minnst þrjátíu ára fangelsisvist. Ekki liggur fyrir hvenær dómarinn mun tilkynna ákvörðun sína. Sjá einnig: Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Eftir að niðurstaðan varð ljós sagði Wanda Cooper-Jones, móðir Arbery, að sonur hennar gæti loks hvílt í friði. Hún sagði að í fyrra hefði hún aldrei átt von á því að málið myndi fara svona. Travis McMichael, sonur Greg, reyndi að stöðva Arbery þegar hann sá þann síðarnefnda á hlaupum í hverfi þeirra í úthverfi Brunswick í Georgíu og eftir að Travis sá Arbery fara inn á svæði þar sem verið var að byggja hús í hverfinu. Travis sagðist hafa grunað Arbery um þjófnað sem átti að hafa átt sér stað í hverfinu nokkru áður. Hann sagði Arbery að bíða og sagði að búið væri að hringja á lögregluna, sem hafði ekki verið gert á þeim tímapunkti. Arbery hljóp á brott en við það tóku feðgarnir upp vopn og eltu Arbery á bíl. Bryan, nágranni þeirra, fylgdi þeim eftir á sínum bíl. Eftir um fimm mínútur sátu feðgarnir fyrir Arbery á meðan Bryan keyrði á eftir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa framhjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust veittist Arbery að Travis og reyndi að taka af honum haglabyssuna. Við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband sem Bryan tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Bryan hélt því í fyrstu fram að hann hefði ekki komið að morðinu heldur verið vitni. Hann sagði lögregluþjónum þó á vettvangi að hann hefði verið að hjálpa feðgunum og reynt að keyra fyrir og jafnvel á Arbery. Þegar fyrsti lögregluþjónninn mætti á vettvang var Arbery enn á lífi. Hann gerði þó engar tilraunir til að koma honum til aðstoðar, þó hann heyrðist eiga í miklum vandræðum með andardrátt. Fyrsti lögregluþjónninn ræddi þess í stað við feðgana sem sögðu honum ítrekað að Travis hefði neyðst til að skjóta Arbery. Þegar annar lögregluþjónninn kom virtist Arbery ekki vera á lífi. Seinni lögregluþjónninn spurði þann fyrri hvort Arbery væri með púls og fékk það svar að svo væri ekki. Arbery væri dáinn. Hálftíma síðar settu lögregluþjónar lak yfir lík Arberys, samkvæmt frétt Washington Post. Sögðust ætla að framkvæma borgaralega handtöku Við réttarhöldin héldu verjendur þremenninganna því fram að þeir hafi ætlað að framkvæma borgaralega handtöku. Hélt Travis því fram að hann hefði ekki átta annarra kosta völ vegna þeirrar hættu að Arbery tæki af honum byssuna. Saksóknarar sögðu þó að þremenningarnir hefðu ekki haft tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku af því að Arbery hefði ekki viljað tala við þá. Þá hefði Travis McMichael ekki rétt á því að beita fyrir sig sjálfsvörn. Hann gæti ekki ráðist á annan mann, skotið hann til bana því hann væri að tapa átökunum og sagt svo að hann hefði þurft að verja sig. Þeir hefðu ráðist á Arbery. Við vitnaleiðslur viðurkenndi Travis að Arbery hefði ekkert ógnað honum áður en hann miðaði byssunni á Arbery. Hann viðurkenndi einnig að hann hefði ekki talið að Arbery væri með vopn á sér. Arbery var klæddur bol og stuttbuxum. „Þeir skutu og drápu hann. Ekki vegna þess að hann ógnaði þeim, því hann vildi ekki stoppa og tala við þá,“ sagði Linda Dunikoski, saksóknari, í málflutningi sínum. Niðurstöðunni líklega áfrýjað AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að mjög líklegt sé að mennirnir muni áfrýja niðurstöðunni. Það muni líklega verða gert á grundvelli þess að dómarinn neitaði verjendum mannanna að nota sakaskrá Arbery og það að hann hafi verið á skilorði þegar hann Travis McMichael skaut hann til bana. Þá bendir fréttaveitan einnig á að feðgarnir og Bryan standa enn frammi fyrir alríkisákærum eftir að þeir voru ákærðir fyrir hatursglæp. Kviðdómendaval í þeim réttarhöldum á að hefjast þann 7. febrúar. Hér í þessari frétt frá því í desember í fyrra má sjá myndefni úr myndavélum lögregluþjóna sem mættu á vettvang eftir að Travis skaut Arbery. Þar á meðal er myndefni af því þegar rætt var við þremenningana um atvikið. Ekki handteknir fyrr en myndband birtist á netinu Mennirnir þrír voru ekki handteknir fyrr en tíu vikum eftir að Arbery var skotinn til bana. Greg McMichael, faðir Travis, starfaði áður hjá lögreglunni í bænum. Jacquelyn Lee Johnson, var saksóknari í Brunswick, þegar Arbery var myrtur. Hún lýsti sig vanhæfa til að taka ákvörðun í málinu þar sem Greg hafði starfað fyrir hana í rúm þrjátíu ár. Eftir það tók saksóknarinnar George E. Barnhill, saksóknari, við málinu. William „Roddie“ Bryan var nágranni feðganna og var með þeim í að elta Arbery uppi.AP/Stephen B. Morton Barnhill samþykkti þá frásögn þremenninganna um að þeir hefðu verið að verja sig gegn hinum óvopnaða Arbery þegar þeir sátu fyrir honum og banaskotin væru réttmæt. Því sagði hann ekki tilefni til að handtaka feðgana og Bryan eða ákæra þá. Þeir hefðu hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Barnhill lýsti sig þó vanhæfan vegna tengsla við Gregory eftir að myndbandið var birt og augu Bandaríkjamanna og heimsins beindust að dauða Arbery. Saksóknari ákærður Eftir að myndbandið var birt á netinu skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Bureau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery og voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Svo var Johnson, fyrsti saksóknarinn, ákærð í september en hún er sökuð um að hafa beitt sér í málinu til að hlífa feðgunum og Bryan. Án myndbandsins hefði ekkert gerst Í kjölfar úrskurðarins hafa Bandaríkjamenn rætt sín á milli um það hve nærri því þremenningarnir komust hjá ákærum, eins og tíundað er í frétt NBC News. Hefði myndbandið sem Bryan tók úr bíl sínum þegar hann keyrði á eftir Arbery ekki ratað á netið hefðu þeir líklegast aldrei verið handteknir. Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan verið handteknir. Það var birt eftir að Barnhill, saksóknari, hafði lýst því yfir að feðgarnir yrðu ekki ákærðir. Í fyrra komst héraðsmiðillinn Channel 2 Action News í Atlanta í Georgíu að því að það hefði verið Greg McMichael sjálfur sem hefði útvegað útvarpsstöðinni myndbandið sem Bryan tók. Miðillinn segir að Greg hafi viljað birta myndbandið vegna orðróms um morð Arbery og grunaði hann ekki að það myndi vekja svo mikla athygli.
Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Tengdar fréttir Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00 Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. 12. nóvember 2021 14:01 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00
Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00
Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. 12. nóvember 2021 14:01
Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00