Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Tinni Sveinsson skrifar 13. desember 2021 17:07 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. Þetta kemur fram í tilkynningu sem almannavarnir sendu frá sér rétt í þessu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar fundar Almannavarna, netöryggissveitarinnar CERT-IS og Fjarskiptastofu í hádeginu í dag. Unnið er viðbragðsáætlun almannavarna og CERT-IS um verndun ómissandi upplýsingainnviða. Leiðbeiningar seinna í dag Viðskiptavinir fyrirtækja og stofnana eru varaðir við því að á næstu dögum geti ýmis kerfi verið fyrirvaralaust tekin úr umferð tímabundið meðan unnið er að nauðsynlegum uppfærslum. Netöryggissveitin vinnur að leiðbeiningum til rekstraraðila net- og tölvukerfa um viðbrögð við þessum veikleika sem væntanlega verða tilbúnar síðar í dag, mánudag. „Allt frá því að Log4j veikleikans varð vart sl. fimmtudag hafa rekstraraðilar, netöryggissveitin CERT-IS, Fjarskiptastofa og aðrir viðbragsaðilar unnið sleitulaust að því að lágmarka þann skaða sem veikleikinn gæti valdið,“ segir í tilkynningu almannavarna. Vandamál um allan heim „Alvarleiki veikleikans felst fyrst og fremst í því hvað Log4j kóðasafnið er útbreitt og hversu djúpan og ríkan aðgang það getur veitt að innri kerfum. Það er mikilvægt að taka fram að þessi veikleiki er ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur vandamál um allan heim og einnig að hann beinist fyrst og fremst að rekstri net- og tölvukerfa. Þannig þarf almenningur ekki að óttast hann sérstaklega þegar kemur að heimilistölvunni eða farsímum. Það er þó alltaf góð vinnuregla að uppfæra vírusvarnir og annan hugbúnað um leið og uppfærslur eru kynntar. Þeim tilmælum er áfram beint til rekstraraðila net- og tölvukerfa að farið sé yfir öll þau kerfi þar sem veikleikinn gæti hugsanlega verið til staðar. Uppfæra þau án tafar þar sem uppfærslur eru í boði og að setja sig í samband við framleiðendur kerfa/hugbúnaðar til þess að fá upplýsingar um hvenær uppfærslna er að vænta. Einnig þarf að huga að og fylgjast sérstaklega vel með þeim kerfum í framhaldi af uppfærslu og meta hvort vísbendingar sjáist um að veikleikinn hafi verið nýttur til að koma fyrir spillikóðum meðan kerfin voru veik fyrir,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá sem grunar að ráðist hafi verið á kerfi í þeirra umsjón eru beðnir um að senda tilkynningu á netöryggissveitina á síðunni oryggisbrestur.island.is. Hægt er að kynna sér veikleikann nánar á heimasíðu Syndis. Tölvuárásir Netöryggi Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem almannavarnir sendu frá sér rétt í þessu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar fundar Almannavarna, netöryggissveitarinnar CERT-IS og Fjarskiptastofu í hádeginu í dag. Unnið er viðbragðsáætlun almannavarna og CERT-IS um verndun ómissandi upplýsingainnviða. Leiðbeiningar seinna í dag Viðskiptavinir fyrirtækja og stofnana eru varaðir við því að á næstu dögum geti ýmis kerfi verið fyrirvaralaust tekin úr umferð tímabundið meðan unnið er að nauðsynlegum uppfærslum. Netöryggissveitin vinnur að leiðbeiningum til rekstraraðila net- og tölvukerfa um viðbrögð við þessum veikleika sem væntanlega verða tilbúnar síðar í dag, mánudag. „Allt frá því að Log4j veikleikans varð vart sl. fimmtudag hafa rekstraraðilar, netöryggissveitin CERT-IS, Fjarskiptastofa og aðrir viðbragsaðilar unnið sleitulaust að því að lágmarka þann skaða sem veikleikinn gæti valdið,“ segir í tilkynningu almannavarna. Vandamál um allan heim „Alvarleiki veikleikans felst fyrst og fremst í því hvað Log4j kóðasafnið er útbreitt og hversu djúpan og ríkan aðgang það getur veitt að innri kerfum. Það er mikilvægt að taka fram að þessi veikleiki er ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur vandamál um allan heim og einnig að hann beinist fyrst og fremst að rekstri net- og tölvukerfa. Þannig þarf almenningur ekki að óttast hann sérstaklega þegar kemur að heimilistölvunni eða farsímum. Það er þó alltaf góð vinnuregla að uppfæra vírusvarnir og annan hugbúnað um leið og uppfærslur eru kynntar. Þeim tilmælum er áfram beint til rekstraraðila net- og tölvukerfa að farið sé yfir öll þau kerfi þar sem veikleikinn gæti hugsanlega verið til staðar. Uppfæra þau án tafar þar sem uppfærslur eru í boði og að setja sig í samband við framleiðendur kerfa/hugbúnaðar til þess að fá upplýsingar um hvenær uppfærslna er að vænta. Einnig þarf að huga að og fylgjast sérstaklega vel með þeim kerfum í framhaldi af uppfærslu og meta hvort vísbendingar sjáist um að veikleikinn hafi verið nýttur til að koma fyrir spillikóðum meðan kerfin voru veik fyrir,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá sem grunar að ráðist hafi verið á kerfi í þeirra umsjón eru beðnir um að senda tilkynningu á netöryggissveitina á síðunni oryggisbrestur.island.is. Hægt er að kynna sér veikleikann nánar á heimasíðu Syndis.
Tölvuárásir Netöryggi Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira