Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2021 15:15 Upptaka úr vestismyndavél lögregluþjóns sýnir þegar Elena Lopez var skotinn til bana. Lögreglan telur að eitt þeirra skota sem lögregluþjónninn skaut úr riffli sínum hafi skoppað af gólfinu og hæft unga stúlku sem hafði leitað sér skjóls með móður sinni í mátunarklefum fyrir aftan Lopez. Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. Lögreglujónninn skaut þá mann til bana sem hafði gengið í skrokk á minnst tveimur konum í verslun í borginni. Stúlkan, sem hét Valentinu Orellana-Peralta, var úrskurðuð látin á staðnum. Maðurinn var 24 ára og hét Daniel Elena Lopez. Atvikið átti sér stað á fimmtudaginn í síðustu viku og hafði lögreglunni borist tilkynning um að maður væri að ráðast á fólk í verslun. Maðurinn hafði notað hjólalás til að ráðast á tvær konur í versluninni en þegar lögregluþjóna bar að garði hafði hann dregið eina eftir gólfinu á versluninni og í átt að mátunarklefunum þar sem stúlkan og móðir hennar voru. Sjá einnig: Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Lögreglan birti í gær langt myndband sem inniheldur meðal annars upptöku af símtölum til neyðarlínunnar vegna árásar mannsins, upptökur úr öryggismyndavélum, útskýringar yfirmanns fjölmiðladeildar lögreglunnar og upptöku úr vestismyndavél þess lögregluþjóns sem skaut manninn og stúlkuna til bana og annarra lögregluþjóna. Voru varaðir við því að fólk væri í felum Í myndbandinu kemur fram að lögregluþjónar höfðu verið varaðir við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Þeim var einnig sagt að viðskiptavinir verslunarinnar væru í felum þar inni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telur lögreglan að kúlan sem hæfði stúlkuna hafi fyrst lent í gólfinu og þaðan farið í gegnum vegg mátunarklefans. Elena Lopez sést á upptökunum vafra um verslunina um tíma og virtist hann áttavilltur á köflum. Eftir að hann réðst á eina konu, að virðist af handahófi, yfirgaf hann verslunina um stund en mætti fljótt aftur og réðst á aðra konu sem hann barði ítrekað með hjólalás sem hann hélt á. Stúlkan sést aldrei á myndböndunum en það sem virðast vera öskur móður hennar heyrast frá mátunarklefunum. LA Times segir að fjölskylda stúlkunnar hafi ráðið lögmann og þau ætli að halda blaðamannafund við höfuðstöðvar lögreglunnar í Los Angeles í dag. Lögreglan segir að rannsókn á banaskotinu muni taka tíma eða allt að ár. Vert er að vara við því að myndbandið getur vakið óhug lesenda enda sýnir það árásirnar á konurnar og banaskot. Myndbandið er langt en slysaskotinu er hleypt af eftir rúmlega 29 mínútur. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Lögreglujónninn skaut þá mann til bana sem hafði gengið í skrokk á minnst tveimur konum í verslun í borginni. Stúlkan, sem hét Valentinu Orellana-Peralta, var úrskurðuð látin á staðnum. Maðurinn var 24 ára og hét Daniel Elena Lopez. Atvikið átti sér stað á fimmtudaginn í síðustu viku og hafði lögreglunni borist tilkynning um að maður væri að ráðast á fólk í verslun. Maðurinn hafði notað hjólalás til að ráðast á tvær konur í versluninni en þegar lögregluþjóna bar að garði hafði hann dregið eina eftir gólfinu á versluninni og í átt að mátunarklefunum þar sem stúlkan og móðir hennar voru. Sjá einnig: Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Lögreglan birti í gær langt myndband sem inniheldur meðal annars upptöku af símtölum til neyðarlínunnar vegna árásar mannsins, upptökur úr öryggismyndavélum, útskýringar yfirmanns fjölmiðladeildar lögreglunnar og upptöku úr vestismyndavél þess lögregluþjóns sem skaut manninn og stúlkuna til bana og annarra lögregluþjóna. Voru varaðir við því að fólk væri í felum Í myndbandinu kemur fram að lögregluþjónar höfðu verið varaðir við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Þeim var einnig sagt að viðskiptavinir verslunarinnar væru í felum þar inni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telur lögreglan að kúlan sem hæfði stúlkuna hafi fyrst lent í gólfinu og þaðan farið í gegnum vegg mátunarklefans. Elena Lopez sést á upptökunum vafra um verslunina um tíma og virtist hann áttavilltur á köflum. Eftir að hann réðst á eina konu, að virðist af handahófi, yfirgaf hann verslunina um stund en mætti fljótt aftur og réðst á aðra konu sem hann barði ítrekað með hjólalás sem hann hélt á. Stúlkan sést aldrei á myndböndunum en það sem virðast vera öskur móður hennar heyrast frá mátunarklefunum. LA Times segir að fjölskylda stúlkunnar hafi ráðið lögmann og þau ætli að halda blaðamannafund við höfuðstöðvar lögreglunnar í Los Angeles í dag. Lögreglan segir að rannsókn á banaskotinu muni taka tíma eða allt að ár. Vert er að vara við því að myndbandið getur vakið óhug lesenda enda sýnir það árásirnar á konurnar og banaskot. Myndbandið er langt en slysaskotinu er hleypt af eftir rúmlega 29 mínútur.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira