Tekist á um horfna síma, ónýta tölvu og fræga afhjúpun í máli Vardy gegn Rooney Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2022 13:45 Coolen Rooney, til vinstri, sakaði Rebekah Vardy, til hægri að leka sögum um Rooney-fjölskylduna til The Sun. Vardy hefur kært Rooney fyrir meiðyrði. Getty Gögn í meiðyrðamáli knattspyrnueiginkonunnar Rebekah Vardy gegn Coleen Rooney gefa til kynna að Vardy hafi sagt að hún myndi „elska það“ að leka sögum um Rooney til breska slúðurblaðsins The Sun. Skilaboð á milli Vardy og umboðsmanns hennar benda til þess að þær hafi ítrekað rætt um að leka sögum til The Sun. Síma- og tölvugögn í málinu virðast að einhverju leyti hafa horfið á undarlegan hátt. Vardy, eiginkona enska knattspyrnumannsins Jamie Vardy, höfðaði mál á hendur Coleen Rooney, eiginkonu knattspyrnumannsins þekkta Wayne Rooney, eftir að sú síðarnefnda sakaði Vardy opinberlega um að leka efni af einka-samfélagsmiðli Rooney til The Sun. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp árið 2019, ekki síst fyrir þær sakir hvernig Rooney afhjúpaði hin meintu svik Vardy, en leikmennirnir tveir voru á sínum tíma félagar í landsliði Englands í knattspyrnu. Rooney var með persónulegan reikning á Instagram þar sem eingöngu vinir og vandamenn fengu aðgang að. Eftir að hana fór að gruna að einhver þeirra væri að leka myndum og upplýsingum sem fram komu á reikningnum til The Sun greip hún til eigin ráða. Kallað „Wagatha Christie-málið“ í breskum fjölmiðlum Smám saman útilokaði hún alla nema Rebekah Vardy frá því að sjá efnið sem birtist á Instagram-reikningi hennar. Hóf einnig að setja inn falskar færslur sem birtust síðar sem fréttaefni á síðum The Sun. Í frægri Twitter-færslu afhjúpaði hún svo Vardy. Í breskum fjölmiðlum hefur málið fengið „Wagatha Christe-málið“. Um er að ræða samblöndu af skammstöfuninni WAG eða Wifes and Girlfriends, sem eiginkonur og kærustur þekktra knattspyrnumanna eru stundum kallaðar, og nafni breska ráðgátubókahöfundarins Agatha Christie. This has been a burden in my life for a few years now and finally I have got to the bottom of it...... pic.twitter.com/0YqJAoXuK1— Coleen Rooney (@ColeenRoo) October 9, 2019 Sjálf hefur Vardy neitað sök og höfðaði hún meiðyrðamál á hendur Rooney vegna málsins. Það er nú til meðferðar hjá dómstólum í Bretlandi. Ræddu saman um sögur sem birtust síðar í The Sun Báðir aðilar hafa lagt fram ýmis gögn í málinu. Í frétt The Guardian um nýjustu vendingar í málinu segir að ýmis skilaboð sem gengu á milli Vardy og þáverandi umboðsmanns hennar, Caroline Watt, bendi til þess að þær hafi rætt saman um að leka efni frá Rooney til The Sun. @ColeenRoo pic.twitter.com/VkhkkIa6nh— Rebekah Vardy (@RebekahVardy) October 9, 2019 Gögnin bendi einnig til þess að Vardy og Watt hafi ítrekað rætt um að senda sögur til The Sun. Á einum tímapunkti hafi þær rætt um þekktan knattspyrnumann sem eignaðist barn utan hjónabands. Mánuði síðar birtist frétt þess efnis í The Sun. Sagði Rooney vera „svo mikið fórnarlamb“ Vardy hefur viðurkennt að The Sun hafi greitt henni fjármuni áður en Rooney steig fram með ásökunina umræddu. Lögmenn Rooney vilja fá að vita fyrir hvað var greitt. Í skilaboðunum viðurkennir Watt að hafa lekið efni til The Sun auk þess sem að þær ræða saman um hvernig Vardy geti vikið sér undan sök með því að bendla aðra við umræddan leka. „Ég myndi elska það að leka þessum sögum,“ segir Vardy við Watt í einum skilaboðum frá 2019, þegar þær ræddu um bílslys sem Rooney lenti í. Var það áður en fræg Twitter-færsla Rooney afhjúpaði meinta aðild Vardy að málinu. Samkvæmt gögnunum viðurkenndi Watt, eftir að Rooney birti umrædda færslu, að hafa verið sú sem lak efninu til The Sun. Jamie og Rebekah Vardy eftir frægt tap Englands gegn Íslandi á EM í Frakklandi árið 2016.EPA/OLIVER WEIKEN „Svo mikið fórnarlamb, aumingja Coleen...Og það var ekki einhver sem hún treysti. Það var ég,“ er haft eftir Watt í skjölunum. Ýmis síma-og tölvugögn hafa horfið á undarlegan hátt Í skjölunum kemur einnig fram að ekki hafi tekist að afla allra síma- og tölvugagna frá Vardy-hjónunum eða Watt. Þannig er greint frá því að skömmu eftir að beiðni barst til Watt um að afhenda símagögn vegna málsins hafi hún misst símann ofan í Norðursjó. Coleen Rooney lagðist í mikla rannsóknarvinnu til að komast að því hver væri að leka sögum í The Sun.EPA/SEAN DEMPSEY Þá segja lögfræðingar Rooney að á svipuðum tíma hafi myndefni í tækjum Vardy úr WhatsApp-samræðum hennar og Watt horfið þegar verið var að afhenda lögmönnum hennar umrætt gögn. Þá kemur einnig fram að Jamie Vardy hafi sagt að hakkarar hafi brotist inn í síma hans og eytt öllum WhatsApp skilaboðum sem þar var að finna. Þá sé fartölvan sem Vardy hafi notast við á umræddum tíma ónýt, auk þess sem að svo virðist sem að skilaboðum á milli Vardy og blaðamanns The Sun hafi verið eytt. Búist er við að dæmt verði í málinu síðar á þessu ári. Deilur Coleen Rooney og Rebekah Vardy England Bretland Enski boltinn Fótbolti Erlend sakamál Tengdar fréttir Rebekah Vardy lak öllu um persónulega hagi Rooney-fjölskyldunnar í The Sun Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. 9. október 2019 11:30 Dortmund, Roma og Netflix gera grín að vandamálum eiginkvenna Rooney og Vardy Twitter tók við sér eftir að athyglisvert mál kom upp í gær milli eiginkvenna Wayne Rooney og Jamie Vardy. 10. október 2019 12:30 Eiginkona Vardy skaut á Coleen Rooney: „Þetta er…… Jamie Vardy“ Það hefur mikið gengið á hjá eiginkonum knattspyrnumannanna Jamie Vardy og Wayne Rooney undanfarnar vikur en það má með sanni segja að þær séu í stríði. 26. október 2019 08:00 Rebekah Vardy stefnir Coleen Rooney fyrir meiðyrði Rebekah Vardy, eiginkona enska landsliðsmannsins Jamie Vardy, hefur ákveðið að stefna Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney, fyrir meiðyrði. 23. júní 2020 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Vardy, eiginkona enska knattspyrnumannsins Jamie Vardy, höfðaði mál á hendur Coleen Rooney, eiginkonu knattspyrnumannsins þekkta Wayne Rooney, eftir að sú síðarnefnda sakaði Vardy opinberlega um að leka efni af einka-samfélagsmiðli Rooney til The Sun. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp árið 2019, ekki síst fyrir þær sakir hvernig Rooney afhjúpaði hin meintu svik Vardy, en leikmennirnir tveir voru á sínum tíma félagar í landsliði Englands í knattspyrnu. Rooney var með persónulegan reikning á Instagram þar sem eingöngu vinir og vandamenn fengu aðgang að. Eftir að hana fór að gruna að einhver þeirra væri að leka myndum og upplýsingum sem fram komu á reikningnum til The Sun greip hún til eigin ráða. Kallað „Wagatha Christie-málið“ í breskum fjölmiðlum Smám saman útilokaði hún alla nema Rebekah Vardy frá því að sjá efnið sem birtist á Instagram-reikningi hennar. Hóf einnig að setja inn falskar færslur sem birtust síðar sem fréttaefni á síðum The Sun. Í frægri Twitter-færslu afhjúpaði hún svo Vardy. Í breskum fjölmiðlum hefur málið fengið „Wagatha Christe-málið“. Um er að ræða samblöndu af skammstöfuninni WAG eða Wifes and Girlfriends, sem eiginkonur og kærustur þekktra knattspyrnumanna eru stundum kallaðar, og nafni breska ráðgátubókahöfundarins Agatha Christie. This has been a burden in my life for a few years now and finally I have got to the bottom of it...... pic.twitter.com/0YqJAoXuK1— Coleen Rooney (@ColeenRoo) October 9, 2019 Sjálf hefur Vardy neitað sök og höfðaði hún meiðyrðamál á hendur Rooney vegna málsins. Það er nú til meðferðar hjá dómstólum í Bretlandi. Ræddu saman um sögur sem birtust síðar í The Sun Báðir aðilar hafa lagt fram ýmis gögn í málinu. Í frétt The Guardian um nýjustu vendingar í málinu segir að ýmis skilaboð sem gengu á milli Vardy og þáverandi umboðsmanns hennar, Caroline Watt, bendi til þess að þær hafi rætt saman um að leka efni frá Rooney til The Sun. @ColeenRoo pic.twitter.com/VkhkkIa6nh— Rebekah Vardy (@RebekahVardy) October 9, 2019 Gögnin bendi einnig til þess að Vardy og Watt hafi ítrekað rætt um að senda sögur til The Sun. Á einum tímapunkti hafi þær rætt um þekktan knattspyrnumann sem eignaðist barn utan hjónabands. Mánuði síðar birtist frétt þess efnis í The Sun. Sagði Rooney vera „svo mikið fórnarlamb“ Vardy hefur viðurkennt að The Sun hafi greitt henni fjármuni áður en Rooney steig fram með ásökunina umræddu. Lögmenn Rooney vilja fá að vita fyrir hvað var greitt. Í skilaboðunum viðurkennir Watt að hafa lekið efni til The Sun auk þess sem að þær ræða saman um hvernig Vardy geti vikið sér undan sök með því að bendla aðra við umræddan leka. „Ég myndi elska það að leka þessum sögum,“ segir Vardy við Watt í einum skilaboðum frá 2019, þegar þær ræddu um bílslys sem Rooney lenti í. Var það áður en fræg Twitter-færsla Rooney afhjúpaði meinta aðild Vardy að málinu. Samkvæmt gögnunum viðurkenndi Watt, eftir að Rooney birti umrædda færslu, að hafa verið sú sem lak efninu til The Sun. Jamie og Rebekah Vardy eftir frægt tap Englands gegn Íslandi á EM í Frakklandi árið 2016.EPA/OLIVER WEIKEN „Svo mikið fórnarlamb, aumingja Coleen...Og það var ekki einhver sem hún treysti. Það var ég,“ er haft eftir Watt í skjölunum. Ýmis síma-og tölvugögn hafa horfið á undarlegan hátt Í skjölunum kemur einnig fram að ekki hafi tekist að afla allra síma- og tölvugagna frá Vardy-hjónunum eða Watt. Þannig er greint frá því að skömmu eftir að beiðni barst til Watt um að afhenda símagögn vegna málsins hafi hún misst símann ofan í Norðursjó. Coleen Rooney lagðist í mikla rannsóknarvinnu til að komast að því hver væri að leka sögum í The Sun.EPA/SEAN DEMPSEY Þá segja lögfræðingar Rooney að á svipuðum tíma hafi myndefni í tækjum Vardy úr WhatsApp-samræðum hennar og Watt horfið þegar verið var að afhenda lögmönnum hennar umrætt gögn. Þá kemur einnig fram að Jamie Vardy hafi sagt að hakkarar hafi brotist inn í síma hans og eytt öllum WhatsApp skilaboðum sem þar var að finna. Þá sé fartölvan sem Vardy hafi notast við á umræddum tíma ónýt, auk þess sem að svo virðist sem að skilaboðum á milli Vardy og blaðamanns The Sun hafi verið eytt. Búist er við að dæmt verði í málinu síðar á þessu ári.
Deilur Coleen Rooney og Rebekah Vardy England Bretland Enski boltinn Fótbolti Erlend sakamál Tengdar fréttir Rebekah Vardy lak öllu um persónulega hagi Rooney-fjölskyldunnar í The Sun Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. 9. október 2019 11:30 Dortmund, Roma og Netflix gera grín að vandamálum eiginkvenna Rooney og Vardy Twitter tók við sér eftir að athyglisvert mál kom upp í gær milli eiginkvenna Wayne Rooney og Jamie Vardy. 10. október 2019 12:30 Eiginkona Vardy skaut á Coleen Rooney: „Þetta er…… Jamie Vardy“ Það hefur mikið gengið á hjá eiginkonum knattspyrnumannanna Jamie Vardy og Wayne Rooney undanfarnar vikur en það má með sanni segja að þær séu í stríði. 26. október 2019 08:00 Rebekah Vardy stefnir Coleen Rooney fyrir meiðyrði Rebekah Vardy, eiginkona enska landsliðsmannsins Jamie Vardy, hefur ákveðið að stefna Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney, fyrir meiðyrði. 23. júní 2020 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Rebekah Vardy lak öllu um persónulega hagi Rooney-fjölskyldunnar í The Sun Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. 9. október 2019 11:30
Dortmund, Roma og Netflix gera grín að vandamálum eiginkvenna Rooney og Vardy Twitter tók við sér eftir að athyglisvert mál kom upp í gær milli eiginkvenna Wayne Rooney og Jamie Vardy. 10. október 2019 12:30
Eiginkona Vardy skaut á Coleen Rooney: „Þetta er…… Jamie Vardy“ Það hefur mikið gengið á hjá eiginkonum knattspyrnumannanna Jamie Vardy og Wayne Rooney undanfarnar vikur en það má með sanni segja að þær séu í stríði. 26. október 2019 08:00
Rebekah Vardy stefnir Coleen Rooney fyrir meiðyrði Rebekah Vardy, eiginkona enska landsliðsmannsins Jamie Vardy, hefur ákveðið að stefna Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney, fyrir meiðyrði. 23. júní 2020 15:30