Frekari innrás og auknar refsiaðgerðir í kortunum Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2022 10:46 Gífurleg spenna er í Úkraínu þessa dagana. AP/Markus Schreiber Yfirvöld í Úkraínu byrjuðu í morgun að kveðja 18 ára til sextuga menn í varaliði hersins til starfa eftir að Vólódómír Selenskí, forseti, fyrirskipaði slíkt í gær. Rússar hafa flutt herlið inn í austurhluta Úkraínu, á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi á mánudaginn sjálfstæði þessara svæða og rúmlega það. Þeir sem verða kallaðir í varalið hers Úkraínu munu þurfa að vera í hernum að hámarki í eitt ár, samkvæmt frétt Reuters. Auk þess að kveðja menn í varaliðið hafa yfirvöld í Úkraínu kvatt alla borgara til að fara frá Rússlandi. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn ætli sér að lýsa yfir þrjátíu daga neyðarástandi, sem hægt verði að framlengja í sextíu daga. Pútín fékk í gær formlega heimild frá þingi Rússlands til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Þá sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk ættu að afmarkast að formlegum landamærum héraðanna. Aðskilnaðarsinnar og Rússar hafa hins vegar ekki yfirráð á meirihlutum þessara héraða og til að hafa þau landamæri sem Pútín vill, þarf að reka úkraínska herinn á brott. Á annað hundrað þúsund rússneskir hermenn eru á svæðinu og annars staðar við landamæri Úkraínu og samkvæmt heimild þingsins er Pútín formlega kleift að beita þeim eins og hann vill. Vesturveldin svokölluðu og bandamenn Úkraínu beittu Rússa í gær refsiaðgerðum vegna aðgerða þeirra í Úkraínu, sem ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar hafa skilgreint sem innrás. „Tölum hreint út, Rússar tilkynntu að þeir væru að skera sér stóra sneið af Úkraínu,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í gærkvöldi þegar hann opinberaði refsiaðgerðir sínar. Sjá einnig: Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Ræðuna má lesa á ensku hér á vef Kreml. Samkvæmt varnarsáttmálanum sem Pútín gerði við leiðtoga aðskilnaðarsinnanna getur Rússland komið Luhansk og Donetsk til hernaðarlegrar aðstoðar og byggt herstöðvar þar. Í gær lýsti Pútín því svo yfir að hann vildi að yfirvöld í Úkraínu legðu allar áætlanir um að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið til hliðar, lýstu yfir hlutleysi og leystu upp her landsins. Forsetinn rússneski sagði einnig að Úkraínumenn þyrftu að viðurkenna innlimun Rússlands á Krímskaga árið 2014. Pútín sagðist tilbúinn til frekari viðræðna, svo lengi sem hagsmunir Rússlands yrðu tryggðir. Refsiaðgerðir gætu verið hertar Biden varaði við því í gær að ef Pútín reyndi að stækka yfirráðasvæði sín í Úkraínu yrði Rússland beitt strangari refsiaðgerðum. Meðal annars var aðgengi Rússa að vestrænu fjármagni takmarkað í gær og refsiaðgerðir beittar gegn bönkum, þingmönnum og auðjöfrum í Rússlandi. Í vopnabúri Bidens eru þó frekari aðgerðir sem gætu meinað Rússum aðgang að hátæknibúnaði sem er meðal annars mikilvægur í iðnaði og vopnaframleiðslu og umfangsmikil bönn sem gætu grafið verulega undan möguleikum Rússa til að eiga í viðskiptum við umheiminn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar sem Reuters hefur rætt við segja ræðu Pútíns á mánudaginn og ummæli hans um Úkraínu til marks um að hann vilji ekki láta staðar numið við Luhansk og Donetsk. Hann vilji mögulega taka allt landið eða í það minnsta skipta Úkraínu í tvennt. Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Evrópusambandið Tengdar fréttir Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Þeir sem verða kallaðir í varalið hers Úkraínu munu þurfa að vera í hernum að hámarki í eitt ár, samkvæmt frétt Reuters. Auk þess að kveðja menn í varaliðið hafa yfirvöld í Úkraínu kvatt alla borgara til að fara frá Rússlandi. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn ætli sér að lýsa yfir þrjátíu daga neyðarástandi, sem hægt verði að framlengja í sextíu daga. Pútín fékk í gær formlega heimild frá þingi Rússlands til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Þá sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk ættu að afmarkast að formlegum landamærum héraðanna. Aðskilnaðarsinnar og Rússar hafa hins vegar ekki yfirráð á meirihlutum þessara héraða og til að hafa þau landamæri sem Pútín vill, þarf að reka úkraínska herinn á brott. Á annað hundrað þúsund rússneskir hermenn eru á svæðinu og annars staðar við landamæri Úkraínu og samkvæmt heimild þingsins er Pútín formlega kleift að beita þeim eins og hann vill. Vesturveldin svokölluðu og bandamenn Úkraínu beittu Rússa í gær refsiaðgerðum vegna aðgerða þeirra í Úkraínu, sem ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar hafa skilgreint sem innrás. „Tölum hreint út, Rússar tilkynntu að þeir væru að skera sér stóra sneið af Úkraínu,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í gærkvöldi þegar hann opinberaði refsiaðgerðir sínar. Sjá einnig: Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Ræðuna má lesa á ensku hér á vef Kreml. Samkvæmt varnarsáttmálanum sem Pútín gerði við leiðtoga aðskilnaðarsinnanna getur Rússland komið Luhansk og Donetsk til hernaðarlegrar aðstoðar og byggt herstöðvar þar. Í gær lýsti Pútín því svo yfir að hann vildi að yfirvöld í Úkraínu legðu allar áætlanir um að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið til hliðar, lýstu yfir hlutleysi og leystu upp her landsins. Forsetinn rússneski sagði einnig að Úkraínumenn þyrftu að viðurkenna innlimun Rússlands á Krímskaga árið 2014. Pútín sagðist tilbúinn til frekari viðræðna, svo lengi sem hagsmunir Rússlands yrðu tryggðir. Refsiaðgerðir gætu verið hertar Biden varaði við því í gær að ef Pútín reyndi að stækka yfirráðasvæði sín í Úkraínu yrði Rússland beitt strangari refsiaðgerðum. Meðal annars var aðgengi Rússa að vestrænu fjármagni takmarkað í gær og refsiaðgerðir beittar gegn bönkum, þingmönnum og auðjöfrum í Rússlandi. Í vopnabúri Bidens eru þó frekari aðgerðir sem gætu meinað Rússum aðgang að hátæknibúnaði sem er meðal annars mikilvægur í iðnaði og vopnaframleiðslu og umfangsmikil bönn sem gætu grafið verulega undan möguleikum Rússa til að eiga í viðskiptum við umheiminn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar sem Reuters hefur rætt við segja ræðu Pútíns á mánudaginn og ummæli hans um Úkraínu til marks um að hann vilji ekki láta staðar numið við Luhansk og Donetsk. Hann vilji mögulega taka allt landið eða í það minnsta skipta Úkraínu í tvennt.
Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Evrópusambandið Tengdar fréttir Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43
Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02
„Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01