Viðræður Úkraínumann og Rússa halda áfram og Bandaríkjamenn biðla til Kínverja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2022 06:32 Úkraínskir hermenn skýla sér fyrir skotárás Rússa í Irpin, nærri Kænugarði. AP/Felipe Dana Fulltrúar Úkraínu og Rússlands munu ræða saman í dag í gegnum fjarfundabúnað, segir Mykhailo Podoliak, ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Talsmenn beggja þjóða hafa sagt eitthvað orðið ágengt, jafnvel þótt engar vísbendingar séu uppi um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. Podoliak segir vinnuhópa hafa verið að störfum til að fara yfir ýmis mál og að farið verði yfir þau atriði í viðræðunum við Rússa í dag. Podoliak og fulltrúi Rússa sögðu báðir yfir helgina að aðilar hefðu þokast nær hvor öðrum og sagðist Podoliak eiga von á því að viðræðurnar myndu skila einhverri niðurstöðu á næstu dögum. Talsmenn stjórnvalda í Frakklandi og Þýskalandi sögðu hins vegar að Pútín hefði ekki sýnt mikinn vilja til að láta af hernaðaraðgerðum í Úkraínu, þegar hann ræddi við Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í gær. Annar mikilvægur fundur mun eiga sér stað í dag þegar Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, mun hitta kollega sinn frá Kína, Yang Jiechi, í Róm. Rússar eru sagðir hafa biðlað til Kína um vopn en Bandaríkjamenn munu fara fram á að Kínverjar blandi sér ekki í átökin. Sullivan sagði í samtali við CNN um helgina að Bandaríkin hefðu nú þegar varað Kínverja við því að aðstoða Rússa við að komast framhjá eða milda áhrif efnahagslegra refsiaðgerða Vesturveldanna. Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Kína Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira
Podoliak segir vinnuhópa hafa verið að störfum til að fara yfir ýmis mál og að farið verði yfir þau atriði í viðræðunum við Rússa í dag. Podoliak og fulltrúi Rússa sögðu báðir yfir helgina að aðilar hefðu þokast nær hvor öðrum og sagðist Podoliak eiga von á því að viðræðurnar myndu skila einhverri niðurstöðu á næstu dögum. Talsmenn stjórnvalda í Frakklandi og Þýskalandi sögðu hins vegar að Pútín hefði ekki sýnt mikinn vilja til að láta af hernaðaraðgerðum í Úkraínu, þegar hann ræddi við Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í gær. Annar mikilvægur fundur mun eiga sér stað í dag þegar Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, mun hitta kollega sinn frá Kína, Yang Jiechi, í Róm. Rússar eru sagðir hafa biðlað til Kína um vopn en Bandaríkjamenn munu fara fram á að Kínverjar blandi sér ekki í átökin. Sullivan sagði í samtali við CNN um helgina að Bandaríkin hefðu nú þegar varað Kínverja við því að aðstoða Rússa við að komast framhjá eða milda áhrif efnahagslegra refsiaðgerða Vesturveldanna. Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Kína Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira