237 hafa sótt um vernd hér á landi frá því að átökin hófust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. mars 2022 15:59 Hátt í þrjár milljónir manna hafa flúið stríðsátökin í Úkraínu undanfarnar vikur. AP/Markus Schreiber Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tæplega þremur vikum hafa 237 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang komið til Íslands og sótt um vernd. Miðað við þann fjölda er áætlað að 280 sæki um vernd það sem eftir er mars. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu frá landamærasviði ríkislögreglustjóra. Meirihluti þeirra sem sótt hafa um vernd eru konur og börn, eða 192 í heildina. Síðastliðna sjö daga hafa 134 sótt um vernd eða að meðaltali 19 á dag. Samhæfingarstjórn almannavarna hefur verið virkjuð vegna komu flóttamanna til landsins og fundar hún annan hvern dag. Helstu verkefni samhæfingarstjórnarinnar eru nú meðal annars að finna stærra og hentugra húsnæði fyrir móttökumiðstöð til að ráða við aukningu í fjölda umsækjenda, tryggja langtíma- og skammtímahúsnæði, og tryggja mannafla og fjármagn. Öll búsetuúrræði hjá sveitarfélögunum sem Útlendingastofnun er með samninga við eru fullnýtt og er heildarnýting skammtímaúrræða sem stofnunin hefur yfir að ráða komin í 74 prósent nýtingu. 649 einstaklingar eru nú í þjónustu hjá Útlendingastofnun, þar af 107 með tengsl við Úkraínu. Að því er kemur fram í stöðuskýrslunni hafa nú hátt í þrjár milljónir manna þurft að flýja Úkraínu til nágrannaríkja í Evrópu frá því að stríðsátökin hófust en rúmlega helmingur þeirra hefur leitað til Póllands. Evrópuríki hafa flest virkjað sínar viðbragðsáætlanir til að bregðast við miklum fjölda flóttamanna en gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem eru að flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast og er nú áætlað að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála milli Úkraínu og Rússlands í vaktinni hér á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Hver Pólverji reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt Flóttamannastraumurinn frá Úkraínu undanfarnar tæpar þrjár vikur hefur mætt mest á Pólverjum. Sendiherra þeirra á Íslandi segir pólsku þjóðina ætla að standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Putins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið. 15. mars 2022 21:48 Hittust fyrst á flugvelli í Varsjá fyrir fáeinum dögum og búa nú saman í Reykjavík Úkraínskar konur sem flúðu stríðið og komu til landsins fyrir fáeinum dögum eru dolfallnar yfir hlýhug Íslendinga, sem þær segja hafa tekið ótrúlega vel á móti þeim. 14. mars 2022 19:54 Þúsundir Úkraínumanna snúa til baka í stríðið Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðast liðna nótt. 15. mars 2022 19:21 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Fagna vel heppnaðri aðgerð sem hafi skilað árangri Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Sjá meira
Meirihluti þeirra sem sótt hafa um vernd eru konur og börn, eða 192 í heildina. Síðastliðna sjö daga hafa 134 sótt um vernd eða að meðaltali 19 á dag. Samhæfingarstjórn almannavarna hefur verið virkjuð vegna komu flóttamanna til landsins og fundar hún annan hvern dag. Helstu verkefni samhæfingarstjórnarinnar eru nú meðal annars að finna stærra og hentugra húsnæði fyrir móttökumiðstöð til að ráða við aukningu í fjölda umsækjenda, tryggja langtíma- og skammtímahúsnæði, og tryggja mannafla og fjármagn. Öll búsetuúrræði hjá sveitarfélögunum sem Útlendingastofnun er með samninga við eru fullnýtt og er heildarnýting skammtímaúrræða sem stofnunin hefur yfir að ráða komin í 74 prósent nýtingu. 649 einstaklingar eru nú í þjónustu hjá Útlendingastofnun, þar af 107 með tengsl við Úkraínu. Að því er kemur fram í stöðuskýrslunni hafa nú hátt í þrjár milljónir manna þurft að flýja Úkraínu til nágrannaríkja í Evrópu frá því að stríðsátökin hófust en rúmlega helmingur þeirra hefur leitað til Póllands. Evrópuríki hafa flest virkjað sínar viðbragðsáætlanir til að bregðast við miklum fjölda flóttamanna en gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem eru að flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast og er nú áætlað að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála milli Úkraínu og Rússlands í vaktinni hér á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Hver Pólverji reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt Flóttamannastraumurinn frá Úkraínu undanfarnar tæpar þrjár vikur hefur mætt mest á Pólverjum. Sendiherra þeirra á Íslandi segir pólsku þjóðina ætla að standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Putins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið. 15. mars 2022 21:48 Hittust fyrst á flugvelli í Varsjá fyrir fáeinum dögum og búa nú saman í Reykjavík Úkraínskar konur sem flúðu stríðið og komu til landsins fyrir fáeinum dögum eru dolfallnar yfir hlýhug Íslendinga, sem þær segja hafa tekið ótrúlega vel á móti þeim. 14. mars 2022 19:54 Þúsundir Úkraínumanna snúa til baka í stríðið Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðast liðna nótt. 15. mars 2022 19:21 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Fagna vel heppnaðri aðgerð sem hafi skilað árangri Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Sjá meira
Hver Pólverji reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt Flóttamannastraumurinn frá Úkraínu undanfarnar tæpar þrjár vikur hefur mætt mest á Pólverjum. Sendiherra þeirra á Íslandi segir pólsku þjóðina ætla að standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Putins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið. 15. mars 2022 21:48
Hittust fyrst á flugvelli í Varsjá fyrir fáeinum dögum og búa nú saman í Reykjavík Úkraínskar konur sem flúðu stríðið og komu til landsins fyrir fáeinum dögum eru dolfallnar yfir hlýhug Íslendinga, sem þær segja hafa tekið ótrúlega vel á móti þeim. 14. mars 2022 19:54
Þúsundir Úkraínumanna snúa til baka í stríðið Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðast liðna nótt. 15. mars 2022 19:21