Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. mars 2022 17:16 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. Friðrik ræddi um nokkrar af þeim sviðsmyndum sem blasa við í Úkraínu í Reykjavík síðdegis. Hann var beðinn um að rýna í mögulega atburðarás ef Rússar og Úkraínumenn myndu ná saman og stríðið myndi líða undir lok. Friðrik telur að það verði erfitt fyrir Rússa að ávinna sér traust hjá alþjóðasamfélaginu eftir innrásina, skrefin í átt til friðar verði bæði hæg og lítil. „Það er ekki þannig að það sé samið og allt fyrirgefið. Ég held þetta muni gerats í hægum skrefum. Við sáum að eftir yfirtökuna á Krímskaga vorið 2014 og aðgerðirnar í Donbas að þá voru settar á ýmsar viðskiptaþvinganir sem eru ekki eins magnaðar og núna en engu að síður þá lifðu þær áfram þrátt fyrir Minsk-samkomulagið því hernámið stóð enn yfir.“ „Ég held að pólitísk einangrun Rússa muni vara töluvert lengi eftir þetta. Það verður ekki auðvelt að komast til baka frá þessu.“ Friðrik telur að ef stríðinu ljúki með annað hvort vopnahléi eða friðarsamningum megi gera ráð fyrir því að Rússar muni eftir fremsta megni reyna að fá Vesturlönd til að vinda ofan af efnahagslegu refsiaðgerðunum. „Ég held það muni gerast seint, hægt og í fáum og smáum skrefum því við þurfum náttúrulega að sjá hvort samkomulagið verði raunverulegt.“ Þá sé aðalatriði að heyra hvað Úkraínumenn vilji að verði gert. Friðrik segir að sér finnist athyglisvert að sjá hvað gerist með Norðurslóðir með tilliti til pólitískrar einangrunar Rússa. „Það var mjög óvanalegt í Norðurskautsráðinu þegar sjö af átta ríkjum ákváðu að draga úr því samstarfi af því að það hefur lengi vel verið markmið […] að halda þessari pólitík utan við samráð á Norðurslóðum þannig að það var stórt skref að taka að færa þessa pólitík inn á borð Norðurskautsráðsins með þeim hætti sem var gert.“ Friðrik var spurður hvort hann væri bjartsýnn og hvort það væri einhver möguleiki á friðarsamningum. „Eins og ég hef reglulega sagt þá eigum við alltaf að halda í vonina en ég er mjög tortrygginn, svo ég viðurkenni það bara. Ég er hræddur um að þetta sé af hálfu Rússa einhvers konar ryk í augu og að raunveruleg meining á bakvið þetta sé takmörkuð,“ sagði Friðrik um fyrirheit Rússa í samningaviðræðunum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12 Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46 Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Friðrik ræddi um nokkrar af þeim sviðsmyndum sem blasa við í Úkraínu í Reykjavík síðdegis. Hann var beðinn um að rýna í mögulega atburðarás ef Rússar og Úkraínumenn myndu ná saman og stríðið myndi líða undir lok. Friðrik telur að það verði erfitt fyrir Rússa að ávinna sér traust hjá alþjóðasamfélaginu eftir innrásina, skrefin í átt til friðar verði bæði hæg og lítil. „Það er ekki þannig að það sé samið og allt fyrirgefið. Ég held þetta muni gerats í hægum skrefum. Við sáum að eftir yfirtökuna á Krímskaga vorið 2014 og aðgerðirnar í Donbas að þá voru settar á ýmsar viðskiptaþvinganir sem eru ekki eins magnaðar og núna en engu að síður þá lifðu þær áfram þrátt fyrir Minsk-samkomulagið því hernámið stóð enn yfir.“ „Ég held að pólitísk einangrun Rússa muni vara töluvert lengi eftir þetta. Það verður ekki auðvelt að komast til baka frá þessu.“ Friðrik telur að ef stríðinu ljúki með annað hvort vopnahléi eða friðarsamningum megi gera ráð fyrir því að Rússar muni eftir fremsta megni reyna að fá Vesturlönd til að vinda ofan af efnahagslegu refsiaðgerðunum. „Ég held það muni gerast seint, hægt og í fáum og smáum skrefum því við þurfum náttúrulega að sjá hvort samkomulagið verði raunverulegt.“ Þá sé aðalatriði að heyra hvað Úkraínumenn vilji að verði gert. Friðrik segir að sér finnist athyglisvert að sjá hvað gerist með Norðurslóðir með tilliti til pólitískrar einangrunar Rússa. „Það var mjög óvanalegt í Norðurskautsráðinu þegar sjö af átta ríkjum ákváðu að draga úr því samstarfi af því að það hefur lengi vel verið markmið […] að halda þessari pólitík utan við samráð á Norðurslóðum þannig að það var stórt skref að taka að færa þessa pólitík inn á borð Norðurskautsráðsins með þeim hætti sem var gert.“ Friðrik var spurður hvort hann væri bjartsýnn og hvort það væri einhver möguleiki á friðarsamningum. „Eins og ég hef reglulega sagt þá eigum við alltaf að halda í vonina en ég er mjög tortrygginn, svo ég viðurkenni það bara. Ég er hræddur um að þetta sé af hálfu Rússa einhvers konar ryk í augu og að raunveruleg meining á bakvið þetta sé takmörkuð,“ sagði Friðrik um fyrirheit Rússa í samningaviðræðunum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12 Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46 Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12
Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46
Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40