Ekki misnota sameiginlegar eigur Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir skrifar 7. apríl 2022 09:32 Það er mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og okkar í Ölfusi að íbúar og samtök þeirra tali saman um málefni sem okkur varða, og til þess höfum við meðal annars flokka og önnur stjórnmálasamtök. Það skiptir líka miklu máli að umræður og skoðanaskipti fari fram á jafnræðislegum grunni. Sérstaklega ber að gæta þess að sameiginlegur vettvangur íbúanna allra og eigur þeirra, sveitarfélagið og stofnanir þess, séu lausar við átökin sem eru því miður fylgifiskur pólitíkurinnar. Mér finnst þess vegna langt gengið þegar á vefsvæði Ölfuss, olfus.is, birtist ritgerð sem ekki er hægt að líta á öðruvísi en innlegg í umræður milli Íbúalistans og Sjálfstæðisflokksins um ástandið í málefnum aldraðra, fyrst á vefsvæði Íbúalistans með grein Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, og svo í grein í Hafnarfréttum eftir „fulltrúa D-lista“ 23. mars. Ritsmíðin á olfus.is er nánast eins og skrifuð upp úr grein „fulltrúanna“, enda lætur höfundur hennar ekki nafns síns getið. Ég ætla mér ekki að meta hér rök og mótrök um frammistöðu sveitarstjórnarinnar í málefnum aldraðra, en vil hins vegar mótmæla því að vefsvæði sveitarfélagsins sé nýtt í þágu eins af framboðslistunum í kosningunum nú í maí. Og alveg sérstaklega orðalaginu í ritsmíðinni á Ölfusvefnum, sem einkennist af hroka, steigurlæti og „hrútskýringum“. Nánast öll sveitarfélög landsins eiga sér vefsvæði, og þau nýtast bæði íbúum og gestum oftast frábærlega, og þá er vefsvæði okkar ekki undan skilið þótt ýmislegt mætti bæta. Ég veit hins engin dæmi um það annars staðar að vefsvæðið sé notað fyrir pólitík meirihlutans eða eins meirihlutaflokksins. Það yrðu engin smá-læti ef vefsvæði Reykjavíkur undir forystu Dags B. Eggertssonar væri notað svona gegn einhverjum minnihlutaflokkanna þar. Eða ef Gísli Halldór Halldórsson skrifaði slíka nafnlausa grein á Árborg.is, eða Kjartan Már Kjartanssn á vef Reykjanesbæjar, þannig að nefndir séu bæði kosnir bæjarstjórar og ráðnir í nokkrum grannbyggðum okkar. Ætli það hitnaði ekki svo undir þeim að þeim yrði varla sætt í stólnum. Ég tel að ráðamenn Sveitarfélagsins Ölfuss skuldi okkur íbúunum skýringar á þessari ritsmíð, þar sem sagt væri frá höfundi hennar og tilefni, og því lýst hver lét birta hana. Mér finnst ótækt að sameiginlegar eigur okkar séu misnotaðar með þessum hætti. Höfundur er íbúi í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og okkar í Ölfusi að íbúar og samtök þeirra tali saman um málefni sem okkur varða, og til þess höfum við meðal annars flokka og önnur stjórnmálasamtök. Það skiptir líka miklu máli að umræður og skoðanaskipti fari fram á jafnræðislegum grunni. Sérstaklega ber að gæta þess að sameiginlegur vettvangur íbúanna allra og eigur þeirra, sveitarfélagið og stofnanir þess, séu lausar við átökin sem eru því miður fylgifiskur pólitíkurinnar. Mér finnst þess vegna langt gengið þegar á vefsvæði Ölfuss, olfus.is, birtist ritgerð sem ekki er hægt að líta á öðruvísi en innlegg í umræður milli Íbúalistans og Sjálfstæðisflokksins um ástandið í málefnum aldraðra, fyrst á vefsvæði Íbúalistans með grein Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, og svo í grein í Hafnarfréttum eftir „fulltrúa D-lista“ 23. mars. Ritsmíðin á olfus.is er nánast eins og skrifuð upp úr grein „fulltrúanna“, enda lætur höfundur hennar ekki nafns síns getið. Ég ætla mér ekki að meta hér rök og mótrök um frammistöðu sveitarstjórnarinnar í málefnum aldraðra, en vil hins vegar mótmæla því að vefsvæði sveitarfélagsins sé nýtt í þágu eins af framboðslistunum í kosningunum nú í maí. Og alveg sérstaklega orðalaginu í ritsmíðinni á Ölfusvefnum, sem einkennist af hroka, steigurlæti og „hrútskýringum“. Nánast öll sveitarfélög landsins eiga sér vefsvæði, og þau nýtast bæði íbúum og gestum oftast frábærlega, og þá er vefsvæði okkar ekki undan skilið þótt ýmislegt mætti bæta. Ég veit hins engin dæmi um það annars staðar að vefsvæðið sé notað fyrir pólitík meirihlutans eða eins meirihlutaflokksins. Það yrðu engin smá-læti ef vefsvæði Reykjavíkur undir forystu Dags B. Eggertssonar væri notað svona gegn einhverjum minnihlutaflokkanna þar. Eða ef Gísli Halldór Halldórsson skrifaði slíka nafnlausa grein á Árborg.is, eða Kjartan Már Kjartanssn á vef Reykjanesbæjar, þannig að nefndir séu bæði kosnir bæjarstjórar og ráðnir í nokkrum grannbyggðum okkar. Ætli það hitnaði ekki svo undir þeim að þeim yrði varla sætt í stólnum. Ég tel að ráðamenn Sveitarfélagsins Ölfuss skuldi okkur íbúunum skýringar á þessari ritsmíð, þar sem sagt væri frá höfundi hennar og tilefni, og því lýst hver lét birta hana. Mér finnst ótækt að sameiginlegar eigur okkar séu misnotaðar með þessum hætti. Höfundur er íbúi í Ölfusi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun