Grátbiðja um aðstoð í stálverinu í Maríupól Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 15:18 Ástandið í Maríupól er skelfilegt en fólk hefst við í göngum undir stálverinu Azovtal. Vísir/Skjáskot Á myndbandi sem tekið er upp í stálverinu í Maríupól, sem rússneskar hersveitir hafa setið um síðustu daga, grátbiður fólk um aðstoð og segir krafta þess brátt á þrotum. Myndbandið birtist á Youtube og þar er talað við konur sem hafast við í verinu. Þær segja fimmtán börn vera í göngum undir stálverinu, allt frá ungabörnum til unglinga. Þau eru þar innilokuð ásamt fjölskyldum sínum, öðrum óbreyttum borgurum sem og starfsmönnum versins. Matur og vatn er næstum á þrotum og fólk á barmi hungurs. Hún segir þær birgðir sem fólk tók með sér vera að klárast. „Barnið mitt þarf að komast héðan á friðsamlegt svæði og aðrir sömuleiðis. Við biðjum fyrir öryggi barnanna okkar. Við höfum áhyggjur af börnunum sem og þeim eldri sem þurfa læknishjálp. Það líður ekki dagur án sprengjuárása og fólk er hrætt við að fara á klósettið,“ segir konan í myndbandinu. Myndbandið var tekið upp á fimmtudag og þar má sjá börn lita í litabók. Ungur drengur segir að hann þrái að sjá sólarljósið aftur og anda að sér fersku lofti eftir að hafa verið lokaður inni vikum saman í þessari dýflissu. Þá er einnig rætt við konu sem segist hafa verið innilokuð síðan 25.febrúar, frá öðrum degi innrásar Rússa í Úkraínu. Aðrir segjast hafa leitað skjóls í verinu í byrjun mars þegar Rússar réðust að íbúðarhverfum borgarinnar. Á fimmtudag lýsti Vladimír Pútín yfir sigri í Maríupól og sagði borgina fallna. Hann sagði að hersveitir Rússa í borginni myndu ekki reyna að ráðast inn í stálverið en sprengjuárásir Rússa hafa hins vegar haldið áfram. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Myndbandið birtist á Youtube og þar er talað við konur sem hafast við í verinu. Þær segja fimmtán börn vera í göngum undir stálverinu, allt frá ungabörnum til unglinga. Þau eru þar innilokuð ásamt fjölskyldum sínum, öðrum óbreyttum borgurum sem og starfsmönnum versins. Matur og vatn er næstum á þrotum og fólk á barmi hungurs. Hún segir þær birgðir sem fólk tók með sér vera að klárast. „Barnið mitt þarf að komast héðan á friðsamlegt svæði og aðrir sömuleiðis. Við biðjum fyrir öryggi barnanna okkar. Við höfum áhyggjur af börnunum sem og þeim eldri sem þurfa læknishjálp. Það líður ekki dagur án sprengjuárása og fólk er hrætt við að fara á klósettið,“ segir konan í myndbandinu. Myndbandið var tekið upp á fimmtudag og þar má sjá börn lita í litabók. Ungur drengur segir að hann þrái að sjá sólarljósið aftur og anda að sér fersku lofti eftir að hafa verið lokaður inni vikum saman í þessari dýflissu. Þá er einnig rætt við konu sem segist hafa verið innilokuð síðan 25.febrúar, frá öðrum degi innrásar Rússa í Úkraínu. Aðrir segjast hafa leitað skjóls í verinu í byrjun mars þegar Rússar réðust að íbúðarhverfum borgarinnar. Á fimmtudag lýsti Vladimír Pútín yfir sigri í Maríupól og sagði borgina fallna. Hann sagði að hersveitir Rússa í borginni myndu ekki reyna að ráðast inn í stálverið en sprengjuárásir Rússa hafa hins vegar haldið áfram.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira