Ólafur fer af Landspítala til Karolinska í Svíþjóð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2022 12:56 Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum hefur verið ráðinn yfir til Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð. Vísir/Baldur Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga. Þetta kemur fram á vef sænska fjölmiðilsins Dagens Medicin. Ólafur hefur starfað sem framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum frá árinu 2009 en hann tók þá við sem starfandi framkvæmdastjóri lækninga og sinnti því til ársins 2011. Það ár var hann skipaður í starfið til ársins 2016 og endurráðinn 2016 og aftur 2021. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að starfið sé tímabundið og hann ráðið inn á Karolinska í eitt ár til þess að taka við stjórnunarstarfi á lungna- og ofnæmisdeild spítalans. Hann hafi verið beðinn um að gera úttekt á starfsemi lungnalækninga við spítalann í fyrra haust og starfsboðið komið í kjölfarið. Hann fer því í ársleyfi frá störfum sínum við Landspítala á meðan á verkefninu stendur. Hann segir að á deildinni starfi um hundrað manns sem veiti alla lungnaþjónustu og tengda þjónustu við spítalann, sem rími vel við menntun hans og reynslu í lungnalækningum. „Þetta er spennandi og krefjandi áskorun í nýju umhverfi og margt að læra, sem mun vonandi einnig nýtast Landspítala þegar ég kem til baka,“ segir Ólafur. Ólafur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og fór svo í sérnám til Bandaríkjanna þar sem hann lauk sérnámi og sérfræðiprófum í lyflækningum og lungnalækningum við háskóasjúkrahúsið í Iowa City árið 2000. Samhliða sérnáminu stundaði hann vísindarannsóknir og lauk doktorsprófi frá HÍ árið 2004. Ólafur stofnaði til samstarfs við hóp vísindamanna við HÍ sem kom meðal annars á fót nýju frumræktunarlíkani. Uppgötvanir hópsins urðu grunnur að stofnun sprotafyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals en fyrirtækið rannsakar nú verkun nýrra lyfja í klínískum rannsóknum á mönnum. Björn Zoëga er forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi en hann tók við starfinu árið 2019. Dagana fyrir síðustu jól var þá tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafahlutverki fyrir nýja heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Fréttin var uppfærð klukkan 16:40 eftir að fréttastofa náði tali af Ólafi. Landspítalinn Svíþjóð Vistaskipti Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Fagna vel heppnaðri aðgerð sem hafi skilað árangri Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef sænska fjölmiðilsins Dagens Medicin. Ólafur hefur starfað sem framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum frá árinu 2009 en hann tók þá við sem starfandi framkvæmdastjóri lækninga og sinnti því til ársins 2011. Það ár var hann skipaður í starfið til ársins 2016 og endurráðinn 2016 og aftur 2021. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að starfið sé tímabundið og hann ráðið inn á Karolinska í eitt ár til þess að taka við stjórnunarstarfi á lungna- og ofnæmisdeild spítalans. Hann hafi verið beðinn um að gera úttekt á starfsemi lungnalækninga við spítalann í fyrra haust og starfsboðið komið í kjölfarið. Hann fer því í ársleyfi frá störfum sínum við Landspítala á meðan á verkefninu stendur. Hann segir að á deildinni starfi um hundrað manns sem veiti alla lungnaþjónustu og tengda þjónustu við spítalann, sem rími vel við menntun hans og reynslu í lungnalækningum. „Þetta er spennandi og krefjandi áskorun í nýju umhverfi og margt að læra, sem mun vonandi einnig nýtast Landspítala þegar ég kem til baka,“ segir Ólafur. Ólafur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og fór svo í sérnám til Bandaríkjanna þar sem hann lauk sérnámi og sérfræðiprófum í lyflækningum og lungnalækningum við háskóasjúkrahúsið í Iowa City árið 2000. Samhliða sérnáminu stundaði hann vísindarannsóknir og lauk doktorsprófi frá HÍ árið 2004. Ólafur stofnaði til samstarfs við hóp vísindamanna við HÍ sem kom meðal annars á fót nýju frumræktunarlíkani. Uppgötvanir hópsins urðu grunnur að stofnun sprotafyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals en fyrirtækið rannsakar nú verkun nýrra lyfja í klínískum rannsóknum á mönnum. Björn Zoëga er forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi en hann tók við starfinu árið 2019. Dagana fyrir síðustu jól var þá tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafahlutverki fyrir nýja heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Fréttin var uppfærð klukkan 16:40 eftir að fréttastofa náði tali af Ólafi.
Landspítalinn Svíþjóð Vistaskipti Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Fagna vel heppnaðri aðgerð sem hafi skilað árangri Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Sjá meira